Tíminn - 06.05.1973, Blaðsíða 27
Sunnudagur 6. mai 1973.
TÍMINN
27
prentuðu mér áður en ég hafði
lært að steypa mér kollhnis eða
standa á höndum að fimleikar
krefjast alls af þér. Ég býst við að
það sé þess vegna, sem dagleg
þjálfun heillar mig eins mikið og
keppnirnar. Ég keppi ekki ein-
göngu við keppinauta mina held-
ur einnig við sjálfa mig. Það er
auðveldara að vinna keppinaut
sinn heldur en að fara frammúr
sjálfum sér”.
„Hvaða keppni er þér minnis-
stæðust?”
„Unglingakeppni Hvitarúss-
lands, en þá var ég tölf ára og
iþróttamót skólabarna, en það
var ári siðar”.
„Þú varðst meistari á þverslá,
æfingum á slá og jafnhliða slá?”
„Já, og svo átti ég í erfiðleikum
með frjálsu æfingarnar”.
Ég minnist þessa samtals frá
árinu 1970, vegna þess, að þaö
svarar mörgum spurningum,
sem eru sendar til ritstjórnar-
skrifstofa okkar og fyrst og
fremst hvernig Olga gerir sér
grein fyrir þeirri ábyrgð, sem
fimleikamaður hefur gagnvart
fimleikunum.
Olgu finnst gott sælgæti, en
borðar það ekki i óhófi. Henni
þykir mjög gaman að fara í leik-
hús, en tími hennar er mjög tak-
markaður, svo að hún horfir að
mestu á leikrit I sjónvarpinu. En
Olga sökkvir sér niður i bækur og
tónlist. Hún hefur' alltaf segul-
bandið sitt með, þegar hún er i
keppnisferðum. Eftirlætisljóð-
skáldiðhennar er A. Voznesensky
og eftirlætistónskáldið hennar A.
Shedrin.
Ólympiuárið var snilldarlegt
breytilegt sambland af atburðum
fyrir Olgu. Fyrst fór hún til
Japan. Þar var keppt þrivegis við
japanska fimleikamenn og með
henni kepptu Nina Doronina og
Ludmila Turisheva. 1 fyrstu
keppninni tapaði Olga fyrir Ninu,
i annarri vann hún, i þeirri þriðju
tapaði hún og þá fyrir Ludmilu.
Eftir það var hún ekki valin i
sovézka liðið i Evrópumeistara-
keppninni. En hún kom fram með
svo glæsilega útsetningu á frjáls-
um æfingum að hún hefði átt létt
meö að keppa við bezta fimleika-
manninn, Ljudmilu Turishevu.
Afstaða Olgu til sigra var eins
og hún átti að vera. ósigrar virt-
ust ekki hafa áhrif á sjálfsvirð-
ingu hennar. Hún var áfram
róleg, viðf'elldin við félaga sina i
Olga meö gullverölaunin á Ólympluleikunum f Munchen.
fimleikum og í skólanum I Grodno
þar sem hún var i sfðasta bekk.
Eins og áður var hún hrifin af
bókumHún las eina bók af annarri
um sögu, landafræði, heimspeki
og vinsælar skáldsögur. Hún
lærði aðeins það sem var krafizt i
stærðfærði og efnafræöi. Olga
kom á ritstjórnarskrifstofu okkar
rétt áður en hún fór til Munchen.
Ég spurði hana hvernig hún héldi
að hún myndi standa sig á
Óly mpiuleikunum.
„Aðalatriöið er, að lið okkar
ætti að vinna”, svaraði hún. Hún
sagði ekkert um möguleika sina i
einmenningskeppnunum.
Dagurinn i iþróttahöll Miinchen
var dagur Olgu. Hún vann i
frjálsu æfingunum og er hún hóf
æfingarnar á jafnhliöa slánum
var hún eftirlæti allra, vinsælasti
iþróttamaöur Ólympfuleikanna.
Og siðan kom röö af æfingum,
óskiljanlega erfiðum og flóknum.
Ahorfendur vissu þetta og stóðu á
öndinni og hófu siðan að hylla
hana áður en æfingunni var lokið.
Hún gerði létta sveiflu af lægri
slánni yfir á þá hærri og það ótrú-
lega gerðist, hönd hennar rann til
og Olga missti jafnvægið. Sjón-
varpsvélarnar tóku myndir af
þessu i smáatriðum, Olga brosti
en tár fylltu heldur ekki augu
hennar. Hún beit létt á vörina eins
og hún gerir jafnan þegar eitt-
hvaö er erfitt og hélt siðan æfing-
unum áfram og lauk þeim meö
óvenjulega hraðri sveiflu, sem
enginn hafði áður gert. Það er
óþarfi að segja frá hvað gekk á i
iþróttahöllinni. Jafnvel
dómararnir gleymdu að vera
hlutlausirog ákváðu að taka ekki
tillittil „villunnar”. Þeir voru frá
sér numdir af hrifningu yfir
snilldarlegri útfærslu á öllum æf-
ingunum. Hálftima seinna stóð
hún á hæsta þrepi olýmpiuverö-
launapallsins og þjóðsöngur
Sovétrikjanna var leikinn. Hún
reyndi að vera alvarleg en gat
ekki leynt gleði sinni.
Ólympiugullin skina á sigur-
vegurunum, en þau blinda þá
ekki. Ef þú gengur eftir götum
Grodno snemma morguns munt
þú sjá ljóshæröa stúlku meö
skólatösku. Olga Korbut er nú
stúdent í sögudeild kennaraskóla.
Hún ber með sér stóra tösku með
leikfimidóti sinu, þvi hún hefur
æfingatima á hverjum morgni
fyrir skólatíma.
B.Semynonov
vasaútgáfa/skinn
og
nýja
SÁLHABOKIN
2. prentun
fást i bókaverzlunum og hjá
kristilegu féiögunum.
HIÐ ÍSL. BIBLÍUFÉLAG
CöuðBranðosiofu
Ilallgrimskirkju Reykjavik
simi 17805 opiö 3-5 e.h.
FERMINGASGJAFIR
NÝJA TESTAMENTID
VIÐ
SMÍDUM
HRINGANA
5IMI S491D
AFL HREYSTI LÍFSGLEÐI
□ HEILSURÆKT ATLAS — aelmgtlimi
10—15 minúlur A dafl. KerliO þarlnasl
engra Ahalda. Þelta er Alitin bejla og
tljótvirkasla aOlerOin til afl IA mikinn
vöOvastyrk, góOa heilsu og fagran
likamsvöxt. Arangurinn mun sýna sig
eftir vikullma þJAItun.
□ LlKAMSRÆKT JOWETTS — leiOin til alhlifla llkamsþJAIIunar
eltir heimsmeistarann I lyftingum og gllmu, George F. Jowel'
Jowett er nokkurs konar Aframhald af Atlas. Baekurnar kosta
.200 kr. hvor.
Setjið kross við þá bók
(bækur), sem þið óskið að
fá senda Vinsamlegast
sendið greiðslu með pöntun
og sendið gjaldið í ábyrgð.
D VASA-LEIKFIMITÆKI
— þJAIIar allan likamann
A stuttum tima, sérstak-
lega þjálfar þetta taaki:
brJóstiO, bakiO og hand-
leggsvóOvana (sJA meOf.
mynd). TaskiO er svo tyrir-
ferOarlltifl. aO haegt er aO
hafa þaO I vasanum T*k-
iO Asamt leiOarvlsi og
myndum kostar kr. 350,00
AMSRÆKT", pósthóll 1115.
NAFN
HEIMILISFANG
SendiO nafn og helmilisfang til: „l
Reykjavik.