Tíminn - 06.05.1973, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.05.1973, Blaðsíða 9
Sunnudagur 6. mai 1973. TÍMINN 9 Margt býr í þokunni sýnt á Árvöku Selfoss Vestmannaeyingum á ,,fasta landinu"var vel lok leiksýningar fagnað í Eitt af þeim dagskráratriðum, er i boði voru á Árvöku Selfoss, sem hófst að þessu sinni miðvikud. 18. april og lauk að kvöldi annars páskadag, 23. april — var sýning Leikfélags Vest- mannaeyja á sakamálagaman- leikritinu, Margt býr i þokunni. Enda þótt skammt sé „milli lands og eyja” er þó vik milli vina — oftast nær. Það er ekki á hverjum degi sem Sunnlendingar eiga þess kost að sjá leiksýningu hjá Leikfélagi Vestmannaeyja. Atvikin hafa þó hagað þvi svo, að nú um þessar mundir eru flestir Vestmannaeyjaribúar ,,á fasta landinu” — Það var þvi vel til fallið að fá það ágæta fólk úr Vestmannaeyjum, sem getiö hefur sér mjög góðan orðstir, á leiklistarsviðinu á liðnum árum, til þess að skemmta Arnesingum, eina kvöldstund. Eins og vænta mátti var salurinn i Selfossbiói þéttsetinn á leiksýningunni og sjaldan hef ég séð eða heyrt jafn ánægða leik- húsgesti halda heim af leik- sýningu og þá fjölmörgu, er horfðu á sýningu Vestmanna- eyinganna i Selfossbiói að kvöldi fyrsta sumardags þ. 19. april s.l. Margt býr i þokunni — er sakamálagamanleikur i 3 þáttum. Höfundar eru William Dinner og William Morum. Þýðandi er Asgerður Ingimars- dóttir. Leikstjóri er Ragnhildur Steingrimsdóttir. Alls eru hlutverkin 8 og þrjú þau viðamestu, vistkonurnar af fátækra hælinu, sem hafa lent i þoku á litilli bátkænu, villzt af réttri leið og lentu um siðir á ókunnri strönd. Þar hafna þær i mannlausu húsi — og gerast sinir eigin húsbændur — himinlifandi og hamingjusamar að vera lausar úr viðjum hælisins. En „Adam var ekki lengi i Paradis” og „ævintýrin bókstaflegahlaðast upp i kringum þær —■ jafnvel ást- fanginn læknir á erindi við þær — auk margra annarra. Fyrirliði þessara heiðurs- kvenna er Freda Grey (Ásta Bjartmars), Edie Boggs (Unnur Guðjónsdóttir), er hin „fingra- langa”, en úrræðagóða kona, sem oft bjargar stórum vanda á skömmum tima. Sú þriðja i þessum hópi er hin draumlynda skáldkona Joy Philpotts (Marta Björnsd.) Hún lifir að hluta i sin- um eigin hugarheimi og hefur næstum eyðilagt „ævintýrið” masi sinu og istöðuleysi. Onnur hlutverk eru: John Hunter, læknir (Jóhann Björns- son), Paul Vanderbloom (Gunnar Sigurmundsson) Jackie Jackson (Edda Aðalsteinsdóttir) Joe Pollop (Sigurgeir Scheving), lögregluþjónn (Trausti Eyjólfsson) 1 heild var leiksýning þessi mjög vel heppnuð og öllum.sem að unnu.til mikils sóma. Stjórn Leikfélags Vestmanna- eyja skipa nú: Formaður Gunnar Sigurmundsson, ritari Edda Aðalsteinsdóttir, gjaldkeri Unnur Guðjónsdóttir, varaform. Stefán Arnason, meðstj. Jóhann Björns- son og Einar Þorsteinsson. Framkvæmdarstj. Unnur Guðjónsdóttir. — Jú, við reynum að halda hópinn. Hugmyndin er að sýna þetta leikrit ef til vill viðar hér suövestan lands áður en langt um liöur, — og von okkar er sú, að hefja starfið á heimaslóðum, þegar athafnalifið hefst á nýjan leik á Heimaey og fólki fjölgar þar aftur.” Þannig komst kunningi minn einn ágætur að orði, að lokinni leiksýningu, er ég hitti hann að máli og spurði um framtiðar- fyrirætlanir. Vonandi verður þessu áhuga- sama fólki i Leikfélagi Vest- mannaeyja að ósk sinni. Hafi það beztu þökk fyrir ágæta leiksýningu Stefán Jasonarson KOMIÐ - SKODIÐ OC KYNNIST VOLKSWAGEN A BIIASYNIN60NNI I KLUTACOIUM ÞESSAR GERÐIR SÝNUM VIÐ V.W. 1200 - 1300 - 1303 V.W. 1303 LS. sjálfskiptur Fastback 1600 TL Variant 1600 L K 70 L Sendiferðabifreið Pallbifreið Pappbifreið með tvöföldu húsi Kombi — Micro-Bus Camper (húsvagn) 10 ÞUSUNDASTI VOLKSWAGENBILLINN, SEM FRAMLEIDDUR ER FYRIR ÍSLAND ER TIL SÝNIS Á B ÍLASÝNINGUNNI Þegar þér kaupið Volkswagen þá eignist þér bil með frá- bærum tæknikostum, sem byggjast á áratuga reynslu og háþróaðri tækni,, sem aðeins Volkswagen getur veitt yður. Voikswagen varahlutir og aukahlutir eru framleiddir af sömu vandvirkni og nákvæmni og eru ávailt fyrirliggjandi. BÍLASÝNING 1973 Volkswagen viðgerðarþjónusta, með sérhæfðum viðgerða- mönnum, verkfærum og nýjustu tækni, — jafnvel tölvustýrð- um bilanagreini tryggir hagsmuni þeirra, sem kaupa Volkswagen. Volkswagen viðgerða- og varahlutaþjónusta er nú um land allt, enda er það okkar skoðun að hlutverki okkar sé ekki lokið við sölu og afhendingu nýja Volkswagen-bilsins. Volkswagen er mest seldi bíllinn, og í hæsta endursöluverði allra bíla á Islandi. - ALLTAF FJOLGAR VOLKSWAGEN - Laugavegi 170—172 21240 k~.'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.