Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1973næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Tíminn - 06.05.1973, Blaðsíða 23

Tíminn - 06.05.1973, Blaðsíða 23
Sunnudagur 6. mai 1973. TÍMINN 23 Það er ekki goðgá fyrir unga stúlku á íslandi að eignast barn, þar sem ættin stendur vörð um það Hjördis Ciaessen. Fyrir skömmu birtist viðtal i sænska vikurit- inu, „Hennes”, við ís- lenzka stúlku, Hjör’disi Claessen að nafni, þar sem hún lýsir viðhorfum og aðstöðu ungra kvenna á íslandi. Þar segir m.a.: — Það að vera ung kona á íslandi nú á timum þýðir, að hún eignast oftast mjög snemma barn og giftist ung og er ekki fordæmd fyrir að eiga sitt barn sem einstæð móðir, að hún heldur eftirnafni sinu við giftingu og eins við skilnað, en eins og konum alls staðar eru þeim ætluð lægst launuðu störfin. Og að það sé hún, sem sé heima og gæti bús og barna, er sjálfsagt máí. Hjördis Claessen er tuttugu ára og nemur lyfjafræði við Háskóla Islands, en námi sinu m-un hún ljúka I Kaupmannahöfn. I viðtal- inu ber margt á góma. Þar lýsir Hjördis þeirri skoðun sinni, að sá, sem fæddur er á Islandi, geti hvergi annars staðar þrifizt. Og sjálf er hún þess fullviss, að á Is- landi muni hún setjast að og stofna heimili, þó að hún verði að búa og nema i öðrum löndum, áður en það geti orðið. — Ef til vill er það vegna þess, að ísland er svo litið, að maður finnur sig þar heima og getur ekki hugsað sér að flytja þaðan. Þar er fólk umkringt vinum, kunningj- um og ættingjum. I greininni segir frá nafngiftum og tilhögun eftirnafna á Islandi, sem óþarft er að lýsa hér. Hjördis álftur, að mörg af þeim vandamlum, sem kvennasamtök um heim allan hafa við að striða, komi dálitið undarlega fyrir sjón- ir hér, ef til vill vegna smæðar landsins og kannski lika vegna nafnafyrirkomulagsins. Hún tel- ur það enga goðgá, þótt ung stúlka eignist barn. Til að mynda sé það ekki næg ástæða til að hætta námi, þar sem samheldni vr.iv W TILBOÐ óskast i eftirtaldar bifreiðar, er verða til sýnis þriðjudaginn 8. maí 1973, kl. 1-4 i porti bak við skrifstofu vora Borgartúni 7: Buick Electra fólksbifreið árg. 1968 Mercedes Benz 220 S fólksbifr. árg. 1964 Mercedes Benz 21 farþega árg. 1969 Mercedes Benz fólks/vörufl. árg. 1965 Mercedes Benz fólks/vörufl. árg. 1965 Volkswagen 1600 L fólksbifr. árg. 1970 Volkswagen 1200 fólksbifr. árg. 1969 Volkswagen 1200 fólksbifr. árg. 1969 Volkswagen sendiferðabifreið árg. 1965 Land Rover benzín árg. 1966 Land Rover díesel árg. 1964 Land Rover diesel árg. 1964 Willys jeppi árg. 1965 Renault R-4 sendiferðabifreið árg. 1968 Renault R-4 sendiferðabifreið árg. 1968 Ford Transit sendiferðabifreiö árg. 1968 Ford Anglia sendiferðabifreið árg. 1966 Bedford L-2-S vörubifreið árg. 1965 Mercedes Benz vörubifreið árg. 1955 Tilboöin verða opnuð sama dag kl. 5.00 að viðstöddum bjóðendum. Réttur áskilinn til aö hafna tilboöum, sem ekki teljast viðunandi. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTUNI 7 SÍMI 26844 ættarinnar sé svo mikil, að þar megi alltaf finna einhvern, sem geti annazt barnið. ViII giftast. — Ábyrgðin er konunnar. En þegar öllu er á botninn hvolft hvilir þyngsta ábyrgðin varðandi 'fjölskylduna á konunni svo á Is- landi sem annars staðar. Hjördis segist sannarlega vilja giftast og eignast börn, en jafn- framt vill hún stunda sin lyfja- fræðistörf, þegar hún er tilbúin til þess. Henni finnst, að öðru foreldr- anna beri að vera heima hjá börnunum, á meðan þau eru litil og, að það falli i hlut konunnar, finnst henni leiða af sjálfu sér. I viðtalinu segir hún fóstur- eyðingar langt frá þvi að vera frjálsar á Islandi, enda sé mjög takmarkaður vilji fyrir hendi til slikra hluta. Hún segir kynferðis- fræðslu i skólum nánast enga. Hún reynir að útskýra fyrir við- mælanda sinum, að fólksfæðin hafi áhrif á siðferðið á Islandi. Til að mynda sýni fólk ekki tilfinn- ingar sinar opinberlega eða haldi um hvert annað og faðmist al- mannafæri. Frjálslegir sambúðarhættir séu ekki tiltöku- mál, en framhjáhald sé illfram- kvæmanlegt, án þess að upp kom- ist, nema ef til vill i utanlands- ferðum. I viðtalinu segir, að Hjördis sé af þeirri kynsl. kvenna á Islandi, sem fái að læra, en aftur á móti hafi móðir hennar ekki fengið að njóta þeirra gæða. Hún vilji hins vegar um fram allt, að dóttir sin fái tækifæri til þess arna. Þetta er sagt nýfengið frelsi til handa hinni islenzku konu. Aftur á móti sé kynferðislegt frelsi eldra. Minnzt er á, að rauðsokku- hreyfingin hafi nýlega borizt til Islands, þar sem hún berjist meðal annars fyrir sömu launum fyrir sömu vinnu. Hjördis álitur annars, að hún sem kona á tslandi njóti mikils frelsis. Frelsis, sem þróist sem eðlilegur hlutur i landi, þar sem loftslagið og baráttan við náttúruöflin gangi svo nærri, að það væri ófært að vera að klúðra samlifi fólks með fordómum og óþarfa siðareglum. Islendingar eru náttúrulegir og þar með álitur Hjördis, að hún fái margt ókeyp- is, sem konur i öðrum löndum verði að berjast fyrir. Hér sé litið um fordóma og óþarfa siðareglur. (Lausl. þýtt. S. Sv.) Trúlofunar- ^ HRINGIR Fljótafgreiösla Sent i póstkröfu GUÐMUNDUR ÞORSTEINSSON gullsmiður Bankástræti 12 l T-rt 1£jardinia QJ Höfum á boðstolum mikið úrval gardínustanga bæði úr tré og járni. Einriig nýja gerð af viðarfyiltum gardínubrautum. Kappar í ýmsum breiddum, spón- lagðir eða með plastáferð í flestum viðarlíkingum. Sendum gegn póstkröfu. Gardínubrautir h/f Brautarholti 18, s. 20745 Tvo kénrtara vantar Næsta haust að gagnfræðaskólanum i Mosfellssveit Aðalkennslugreinar: islenzka, stærðfræöi og eðlisfræöi. Umsóknarfrestur er til 1. júní. Upplýsingar veitir skólastjórinn, Gylfi Pálsson, simi 66186 og 66153. % KARNABÆR CD PIONEER Hin fullkomna hljómtækni Vinsælustu hljómplöturnar: NÝJAR HLJÓMPLÖTUR: ★ Donovan — Cosmic Weets ★ Argent — In Deep if King Crimson — Lark's Tongues in Aspic if Electric Light Orchestra — III ★ Procul Harum — Grand Hotel if Sharks — Sharks if Roxy Music — For Your Pleasure if Steeley Span — Parcel of Rogues if Yoko Ono — Approximately In- finite Universe if Robin Trower — Twice Removed from Yester- day if Dory Previn — Wood if James Brown — Soul Classics ic Jimi Hendrix — Birth of Success ic Andy & David Williams — Meet A&D Williams ic Partridge Family — Notebook ic Middle of the Road — Drive On ic Josep and His Amazing Tecnicolor Dreamcoat (rockópera eftir sömu höfunda og Jesus Christ). Póstsendum um allt land KARNABÆR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 103. Tölublað (06.05.1973)
https://timarit.is/issue/264698

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

103. Tölublað (06.05.1973)

Aðgerðir: