Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1973næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Tíminn - 06.05.1973, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.05.1973, Blaðsíða 7
TÍMINN 7 tækjaverzlun á Islandi. Hana stofnaöi Halldór Guömundsson, raffræöingur, faðir Gisla heitins Halldórssonar verkfræöings. Halldór vann sér margt til frægö- ar og reisti fyrstu vatnsaflsraf- stööina suöur I Hafnarfiröi og varö einn merkasti brautryöjandi raforkunnar á tslandi. Þegar Halldór hætti að verzla, tók Málarinn viö húsnæðinu og rak þar umfangsmikla máln- ingarvöruverzlun, unz þeir i striðslokin keyptu Bankastræti 9 á horni Ingólfsstrætis og fluttu verzlunina þangað, en eftir það verzlaöi Feldurinn þarna um skeiö og siðast var þarna blóma- búðin Eden. A lofti hússins var lengst af kjólaverzlunin Ninon og siðan ferðaskrifstofa um langt skeið. Nýbyggingar og lóðir Þegar Helgi Magnússon kaupir húseignina Bankastræti 7, náði lóðin frá Verzlunarbankanum og að húsi Jóns Þorlákssonar. Helgi var mikill framkvæmdamaður og byggði mörg hús i Bankastræti. Hann byggði Bankastræti 11, (hús Árna og Bjarna, klæðskera). Það hús hlaut nafnið „Ormurinn langi”, vegna lögunar sinnar. Svo var mál með vexti, að tekið var af hinni upphaflegu lóð hússins Bankastræti 7, undir Þingholtsstrætið. Þ$A átti ' Helgi aðeins eftir mjóa ræmu ofan götunnar. Þarna reisti hann húsið, sem enn stendur and- spænis húsi Málarans. Seinna byggði Jón Þorláksson, borgar- stjóri hús J. Þorlaksson og Norð- mann og urðu út af þvi svænsnar blaðadeilur. Jón knúði fram að fá að byggja hús sitt framar i götuna og mjókkaöi hann Laugaveginn um 1.5 m. en fyrir bragðið varð hús hans „hornhús” við Lauga- veginn. Hús borgarstjorans umlukti Orminn langa og stóð einnig við götu i Ingólfstræti, og það gnæföi yfir verzlunarhúsið, sem Helgi Magnússon byggði, svo margir halda að þarna sé eitt hús, en ekki tvö. 60 ár húsmóðir i Bankastræti Eins og fram hefur komið hér að framan, var allstór lóð með húsi Bergs Thorberg. Lóða- mörkin við kaup Helga Magnús- sonar voru við Verzlunarbankann og hús J. Þorláksson & Norð- mann. Nokkur útihús voru með ibúðarhúsinu og breytti Helgi einu þeirra i smiðju, en hann var járnsmiður að mennt. Þar dund- aði hann við smiðar lengi fram- eftir, þótt eigi væru þær lifstarf hans sem slikar. Hann byggði hús það, sem nú er Samvinnubankinn og var það ibúðarhús hans. Þarna bjó hann meö konu sinni Oddrúnu Sigurðardóttur og f jölda barna og fór orð af myndarlegum heimilis- brag hjá þeim hjónum. Var sagt að þau hjón hafa látið fátæka efni- lega menn „borða hjá sér um tima” til að hressa þá við lfkam- lega, ef þess gerðist þörf, en það var eigi fátitt i gamla daga. Odd- rún Sigurðardóttir lifði mann sinn og var I meir en 60 ár húsmóðir i Bankastræti, bæði i Bankastræti 5 og siðar hinum megin götunnar i stórhýsi, sem Helgi Magnússon einnig byggði og átti, þar sem lengi hefur verið verzlunin Bristol. Það er elzta steinsteypta ibúðarhús i Reykjavik. Þá má að lokum geta þess, að Helgi Magnússon byggði einnig hús Málarans, Bankastræti 11. Það hús keypti siðar Jón Björns- spn, kaupmaður (Kristjánssonar, ráðherra) og seldi siðan Málar- anum fyrir 1400 þúsundir i lok striðsins og þótti mikið verð. Bankastræti Bakarastigur Bankastræti var upphaflega kallað Bakarastigur, eða Bakara- brekka, vegna þess að þar var fyrsta brauðgerðarhúsið hér i borg. „Gamla bakariið”, eða „Bernhöftsbakari”, eins og það var ýmist nefnt i daglegu tali manna. Það hús er frægt orðið (Bernhöftstorfan) og er reist árið 1840, og stendur óbreytt að mestu, nema að norðan við það var byggt siðar. Þegar Landsbankinn var stofnaður árið 1886 og hóf starf- semi sina i steinhúsinu andspæn- is, — þar sem nú er bókaverzlun Siguröar Kristjánssonar, var nafni götunnar breytt og hún köll- uð Bankastræti, liklega af þvi að það hefur þótt virðulegra. En gamla nafniö varö mjög lifseigt og elztu Reykvikingar hafa fram á siðustu ár talað um „Bakara- brekku”. Gárungarnir hafa lika nefnt það „Banastræti” vegna ill- ræmdrar hálku á vetrum. Alþingi i Bankastræti Þó virðing sé af bönkum mikil og haldgóö, munaði litlu að gatan yrði enn frægari, þvi á timabili stóð til að sjálft alþingishúsið yrði reist i Bankastræti, á lóðinni frá húsi Bergs Thorbergs, amt- manns að húsi Jóns háyfirdóm- ara, þar sem nú er verzlunin Vis- ir. Hafði lóð verið tryggð fyrir húsið með makaskiptum við há- yfirdómarann. Á hinu þriðja löggjafarþingi var aflað heimildar til að reisa hús yfir „Alþingi og söfn lands- ins”. Var gerð kostnaðaráætlun og F. Meldahl, húsameistara og forstjóra listaháskólans i Kaup- mannahöfn var falið að gera upp- drátt af húsinu. Nú komu upp deilur um það, hvar húsið ætti að standa. Grimur Thomsen vildi reisa húsið á toppi Arnarhólstúns, þar sem nú er stytta Ingólfs Arnarsonar, en landshöfðingi lagðist fast á móti þessu. Mun hann hafa haft þar i huga nytjar túnsins og svo taldi hann fjar- stæðu að reisa húsið á svo af- skekktum stað, einkum ef söfnin, eins og landsbókasafnið, ættu að vera þar til húsa, en þvi er drótt- aö að landshöfðingja i tsafold, að það væri fyrst og fremst túnið, sem Landshöfðinginn væri að hugsa um. Segir svo á einum stað: „Margir mundu hafa óskað að húsið hefði staðið á Arnarhóli, en þeir verða að minnast þess, að ábúandaséttur gengur fyrir rétti eiganda”, en Bergur Thorberg hafði ábúðina. Eftir mikið þóf var ákveðið með naumum meiri- hluta, að Alþingishúsið skyldi standa við Bakarastiginn á áðurnefndum stað. Var svo unnið um veturinn að höggva grjót, þvi bezta tið var til jóla haustiö 1876 og það var grafið fyrir grunni. Alls var varið 2200 krónum i undirbúning byggingarinnar þarna (þar sem nú er Indólfsstræti, Bankastræti. Um vorið kom svo yfir- smiðurinn með marga danska og sænska múrsmiði, en hann aftók að byggja húsið á þessum stað, vegna þess hve þarna væri mikill halli, en Meldahl lagði til að hús- inu yröu valinn staður við Austur- völl, þar sem það nú stendur, I kálgarði Halldórs Friðrikssonar yfirkennara og fékk hann 2500 krónur fyrir lóðina og þótti mörg- um ofborgaö. Upphaflega átti húsiö þó að standa allmiklu sunn- ar, nær tjörninni, en var siðar samþykkt i götulinu við Dóm- kirkjuna og hús Halldórs yfir- kennara. Bankastræti 7 hefur nú orðið að vikja. Með því er horfin löng saga, sem hófst á siðustu öld vest- ur i Stykkishólmi og lauk svo einn vordag árið 1973 i höfuðborg full- valda rikis. Ef gamla húsið hefði mátt tala á banastundinni, hefði það haft frá mörgu að segja. Hér hittust um skeiö æðstu menn landsins, ábótarnir i embættis- klaustri hinna dönsku konunga og höfðingja kirkjunnar, og hér réðu þeir ráðum sinuni. Við sjáum þungbrýndan amtmanninn sitja i sæti sinu og hugsa örlög landsins, prestaskólakennarann og sálma- skáldið Helga Hálfdanarson við borð sitt og einnig biskupinn og lærdómsmanninn, Jón Helgason og við sjáum Helga Magnússon bauka við eld i smiöju sinni að af- loknum degi. Nú er þvi öllu lokið og gamla húsið, sem eitt sinn horfðist i augu við vindmylluna handan götunnar er að eilifu horf- ið sjónum. Jónas Guðmundsson Hér hefur húsiö veriö fjarlægt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 103. Tölublað (06.05.1973)
https://timarit.is/issue/264698

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

103. Tölublað (06.05.1973)

Aðgerðir: