Tíminn - 06.05.1973, Blaðsíða 40

Tíminn - 06.05.1973, Blaðsíða 40
*'.....1,11 Sunnudagur 6. mai 1973. - MERKIÐ SEM GLEDUR Hittumst i kaupfélaginu Gistið á góóum kjörum #HOTEL# =Liq!ri a\ 1—ii*J||||LJ nl SGOÐI ^fyrtrgoöan moi $ KJÖTIDNADARSTÖÐ SAMBANDSINS Turn Ilallgrimskirkju er nú fullsmi&aður og gnæfir hvltur og reistur yfir borginni. Tæpast hefur fariö framhjá neinum, aö vinnupallarnir sem undanfarin ár hafa veriö utan um turninn, eru horfnir, en nú er búiö aö reisa þá aftur inni I kirkjuskipinu. Veggir kirkjunnar eru risnir, en brátt veröur hafizt handa viö aö byggja þak yfir skip og kór. Aðalfundur KEA 9. og 10. AÐALFUNDUR Kaupfélags Eyfirðinga á Akureyri verður haldinn dagana 9. og 10. mai næstkomandi. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður tekin til umræðu fjárhagsleg uppbygging samvinnuhreyfingarinnar, þar sem Erlendur Einarsson forstjóri S.l.S. mun. flytja framsögu- erindi. Af einstökum, stærri málum, sem tekin verða fyrir á Ferðamála- ráðstefna á Egils- stöðum Ferðamálaráðstefnan 1973 verður haldin að Egilstöðum 25.-26. mai n.k. samkvæmt ákvörðun Ferðnmálaráðs. maí n.k. fundinum, má helzt nefna nýja mjólkurstöð kaupfélagsins á Akureyri. Verður ákveðin heimild til að halda a'fram undir- búningi að byggingu mjólkur- stöðvarinnar, en samþykkt var að hefja undirbúning hennar i fyrra. Að sögn Vals Arnþórssonar kaupfélagsstjora KEA er ætlunin að hefja byggingu mjólkur- stöðvarinnar nú með vorinu eða i sumar, en ekki er enn ljóst, hvort nægilegt fjármagn'liggur fyrir á þeim tima. Að sögn Vals er hér um 42 þúsund fermetra hús, sem með öllum tækjabúnaði er áætlað upp á hátt á fjórða hundrað milljónir króna. Verður stöðin tekín til noktunar i áföngum á næstu 3-4 árum. 1 stjórn KEA eru 5 menn, sem kjörnir eru til þriggja ára i senn og ganga úr á vixl. Formaður er Hjörtur E. Þórarinsson á Tjörn i Svarfaðardal, en varaformaður er Sigurður 'óli Brynjólfsson kennari á Akureyri. Sagt verður frá niðurstöðum fundarins hér siðar. -Stp. Mæn jsóttarbólusetning NÚ ER hafin hin árlega mænu- sóttarbólusetning sem Heilsu- verndarstöðin hefur gefið kost á undanfaríh. ónæmisaðgerð þessi er ætluð fólki frá 18 ára aldri,sem ekki hefur látið bóiu- setja sig siðastliðin 5 ár eða lét bólusetja si|: .1. vor og var sagt að koma ei; i ár. Ónæmisaðg' : ðin verður látin i té ókeypis. Það eru stcrkár likur á, að mænusóttar lusetning veiti ekki vörn gegn sjúkdómum nema i 5 ár. Hér hefur ekki gengið tn, usóttarfaraldur siðan 1955 o; þvi er talin hætta á að þó nokkur hluti fólks, sem hvorki hefur tekið veikina á unga aldri, né hefur nægilega vörn vegna bólusetninga, sé al- gerlega óvarið fyrir veikinni, ef hún skyldi stinga sér niður. Þess vegna er fólki eindregið ráðlagt að nota þetta tækifæri. Bólusetningin sjáif er svo til sársaukalaus og henni fylgja ekki aukaverkanir, sem til neinna óþæginda geta orðið. Bólusetning þessi fer fram frá 7.—30. mai, alia virka daga, nema laugardaga, frá kl. 16-18. Inngangur frá baklóð. ALÞJÓÐAFLUGÞJÓNUST AN ÁFRAM Á ÍSLANDl NIÐURSTÖÐUR Parisar- fundarins tryggja það að unnt verður að halda áfram þeirri þjónustu, sem íslendingar hafa veitt unanfarin ár vélum sem Rjilga yfir N. Atlantshafið. Starf- semi þessi er ákaflega dýr i rekstri og áætlaður kostnaður er 189 milljónir króna fyrir árið 1973 og þvi illmögulegt fyrir okkur að standa undir þeim kostnaði einir. Alþjóðaflugþjónustan á ís- landi er starfrækt samkvæmt samningi 20 aðildarrikja ICAO, er gerður var 1948 og samkvæmt honum greiða aðildarrikin kostnað af flugþjónustunni á ís- landi I réttu hlutfalli við flug á þeirra vegum yfir N-Atlantshafið. Þærraddir hafa verið uppi meðal aðildarrikjanna, að þessi þjónusta væri óeðlilega dýr og fóru þau þvi fram d könnun á þvi hvort allir liðir þeirrar starfsemi, sem rekin er hér á landi væru nauðsynlegir. Niðurstaðan varð okkur mjög hagstæð, lof var borið á islenzka flugstjórnarmenn og samþykkt að halda þjónustunni áfram i sömu mynd, a.m.k. fyrst um sinn. Þetta voru orð Agnars K. Hansen á fundi sem hann hélt með fréttamönnum vegna ■ ráðstefnu þeirrar, sem haldin var i Paris dagana 27. marz til 6. april s.l. A cáðstefnu þessari var einkum fjallað um tvo mála- flokka, þj.e.tæknilegt nedurmat á þörfinni fyrir þá þjónustu sem nú er beitt, svo og ákvörðun um innheimtu afnotagjalda beint af flugumferðinni. Þær stöðvar, sem starfræktar eru á Islandi samkvæmt samningnum við ICAO, eru flug- stjórnarmiðstöðin á Reykja- vikurflugvelli , fjarskipta- stöðvarnar á Gufunesi og Rjúpnahæð, lóranstöðin á Reynisfjalli við Vik, veðurstofan á Keflavikurflugvelíi ásamt 9 veðurathugunarstöðvum á Is- landi. Einnig er samkvæmt samningnum greiddar 37 milljónir króna til Mikla norræna simafélagsins vegna leigu fjar- skiptarása i sæstrengjunum SCOTICE og ICECAN, en þessir strengir voru lagðir fyrir milli- göngu ICAO og hafa þeir gjör- breytt öllum millirikjaf jar- skiptum Islendinga til hins betra. 126menn hafa atvinnu sina beint vegna alþjóðaflugþjónustunnar á Islandi og ætti nú að vera ljóst hversu gifurlega mikilvægir þessir samningar eru fyrir okkur, enda ljóst að mestum hluta þess- arar starfsemi yrði að halda uppi þótt aðrar þjóðir hættu að taka þátt i kostnaði, vegna flugs is- lenzku flugfélaganna. Annað mál, em einnig var mikið rætt á Parisarfundinum, var hvort ekki væri unnt að inn- heimta afnotagjöld af þeim flug- vðum sem nota sér þjónustu flugvalla og flugumferðarstjórn- ar. Slik gjöld eru nú innheimt i sivaxandi mæli um allan heim og er tilgangurinn sá að flugum- ferðin standi sem mest undir eigin kostnaði. Samþykkt var, að innheimta slikra gjalda fyrir is- lenzka flugstjórnarsvæðið hæfist 1. januar 1974 og verður þá inn- heimt 40% af þeim kostnaði, sem talið er rétt mætt að flugumferð greiði fyrir. Siðar er ætlunin að hækka þetta hlutfall i áföngum, unz það nær 100%. Fyrirhugað er að i fyrsta áfanga greiði hver vél, sem flýgur um islenzku alþjóða- flugstjórnarsvæðið, fimm banda- riska dali til islenzku alþjóðaflug- þjónustunnar. Flugumferð um islenzka flug- stjórnarsvæðið hefur s.l. átta ár aukizt að meðaltali um 10% á ári. AAæðiveiki í Noregi? 200 dýr í sóttkví SB-Reykjavlk. — Smitandi og banvænn lungnasjúk- dómur hefur komið i ljós i innfluttu fé i Noregi, segir i frétt i Arbeiterbiadet fyrir skömmu. óttast er aö sjúk- dómurinn kunni aö breiöast ört út um landið. Féö, sem um er að ræöa, er innfiutt frá Hollandi, svo kallað Texilfé. Sjúkdómsins hefur einnig oröiö vart I Danmörku i samskonar fé. Páll A. Pálsson yfirdýra- læknir kvaðst kannast við þetta, þar sem hérlendis hefðu verið norskir og danskir dýralæknar til að kynna sér greiningu á mæði- veiki i fé hér og sagði hann að allt virtist benda til þess, að sjúkdómur þessi væri mæðiveiki. Texilféð hefur að sjálf- sögðu verið i sóttkvi við innflutninginn til Noregs, en ekki nógu lengi til að sjúk- dómurinn kæmi fram, þar sem meðgöngutimi hans er langur. Alls hafa verið flutt inn um 200 dýr, en trúlega er ekki nema litill hluti þeirra smitberar. Vandamálið er hins vegar að finna þau og vitað er, að féð hefur komizt i snertingu við mörg fjárbú viða um landið. Aðeins fá fjárbú hafa verið einangruð, og ráða- menn þessara mála i Noregi, telja sér ekki fært að gera slikt fyrr en áreiðanlegt er að sjúkdómurinn er til staðar, þar sem það hefur slæmar fjárhagslegar af- leiðingar fyrir bændurna. Haft er eftir formanni sauðfjáreigendasambands Noregs, að vonandi verði hægt að koma i veg fyrir að sjúkdómurinn breiðist ilt og gripa verði til stórfellds niðurskurðar, eins og gera varðá tslandiá sinum tima. Pessi ryateppi eru meöal þeirra gripa sem sýnd eru I Norræna húsinu, en þar stendur nú yfir sýning á handavinnu vistmanna I Skálatúni. (Timamynd: Gunnar.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.