Tíminn - 06.05.1973, Blaðsíða 32

Tíminn - 06.05.1973, Blaðsíða 32
32 TÍMINN Sunnudagur 6. mai 1973. b fe GAMAN GRÍMU- BALU Á SUNNUDAGINN var, var haldið grimuball að Hótel Sögu, og var það á vegum dansskóla Heið- ars Ástvaldssonar og ætlað nemendum skól- ans á aldrinum 4 til 6 ára. Margt hafði verið gert, til þess að búning- arnir mættu verða sem f jölbrey ttastir og skemmtilegastir, og efnið fengið viða að. Til dæmis sá maður kaffi- poka á dansgólfinu og sjálft Vestmannaeyja- gosið. Börnin virtust una hag sinum hið bezta á dansgólfinu, og popplög- in voru að sjálfsögðu vinsælust, enda ungt fólk á ferðinni. Heiðar Ástvaldsson stjórnaði dansinum og nokkrir danskennarar voru á gólfinu til að aðstoða börnin, ef á þurfti að halda. Það mætti sann- arlega gera meira að þvi, að efna til skemmt- ana það er að segja grimuballa eða einhvers konar dansiballa á sunnudögum fyrir börn á þessum aldri, og ef til vill ættu skemmtistaðir borgarinnar að taka það til athugunar. Kennarar úr hinum ýmsu dans- skólum borgarinnar fengjust áreiðanlega til þess að taka þátt i þess- um skemmtunum, ef til þeirra væri leitað. Þegar grimuballinu lauk yfirgáfu glöð og ánægð börn Hótel Sögu, staðráðin i að hittast aft- ur i dansskólanum næsta haust. Ljósmynd- ari Timans átti erindi á ballið og gat ekki stillt sig um að smella af nokkrum myndum og lýsa þær skemmtuninni betur en nokkur orð, og fylgja þeim þvi engir myndatextar. Timamyndir Róbert •. 'tr*

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.