Tíminn - 06.05.1973, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.05.1973, Blaðsíða 5
Sunnudagur 6. mai 1973. TÍMINN 5 Grdir kettir A nóttunni eru allir kettir gráir, segir erlent máltæki. En ef sjónvarpsmyndavélin K-5 frá Siemens beinist að þeim stenzt það ekki. Án utanaðkomandi lýsingar nást með henni skýrar myndir. Mikki köttur i veiðihug að næturlagi i byrjandi tungli kemur nærri eins vel út eins og bjartur dagur væri. Þessi vél var kynnt á vörusýningunni i Hannover 1973. Hún er sjálfvirk og lagar sig auðveldlega að breytilegum ljósskilyrðum. Ætlunin er að vél þessi verði m.a. notuð I læknisfræði og lif- fræöi, einkum þegar sterk lýsing heföi óheppileg áhrif á það sem veriö er að rannsaka. Sömuleiðis væri hægt að nota hana til að taka myndir af innri hluta augans, en nethimnan þolir litla birtu. Ný borg skipulögð Rikisstjórn Rússneska rikja- sambandsins hefur samþykkt heildarskipulag fyrir þróun bæjarins Naberesjnije Telnij i tatariska sjálfstjórnarlýðveld- inu. Þar er verið að reisa nýja vörubilaverksm iðju, sem verður ein hin stærsta i Evrópu. 1 áætluninni er reiknað með, að fram til ársins 2000 muni ibúa- fjöldinn aukastupp i 400 þúsund, en þegar bygging bilaverk- smiðjunnar hófst var hann 47 þúsund. Ný íbúðahverfi, sem verða aðskilin frá iðnaðarsvæð- inu með gróðurbelti, munu teygja sig 15 km umhverfis vatnsuppistöðulón, er búið verður til i sambandi við gerð orkuvers við Karaa, hliðará Volgu. Umferðin i borginni verður skipulögð þannig, að beint samband verður úr öllum hlutum bæjarins við verk- smiðjuhverfið, þannig að hvergi verður þangað lengri en 30 minútna ferð. Plasthlífar meðpósti Það getur verið erfitt að sniða plasthlifar á vinnuborð, bak- fleti, sem bleyta mæðir á eða til hverra annarra þarfa. Nú er hægt að fá þetta gert af fag- mönnum gegnum póstinn. Eyðublað er sent með beiðni um nákvæmar upplýsingar og verð er hægt að finna með hjálp töflu, sem fylgir meö. Næstum hvaða lögun sem er og endanleg gerð er fáanleg hjá: Contract Fabrications, 9-10 Heron Avenue, Wickford, Essex. Soraya og sorgin Eiin eltir óhamingjan Sorayu „prinsessuna” með sorgina i augunum. Eins og frá var skýrt kynntist hún ftalska kvik- myndastjóranum Franco Indovina nokkrum árum eftir að hún skildi við Iranskeisara. I fimm ár bjuggu þau saman i Róm, og þau voru farin að tala um að gifta sig. Indovina þurfti að skilja við fyrri konu sina til þess að af þvi mætti verða. Svo kom slysið. Hann fórst i flug- slysi rétt við Palermo á Sikiley. Soraya lokaði sig inni i stórhýsi sinu i Róm, og sagt var, að hún hefði gert tilraun til þess að fremja sjálfmorð. Eftir nokkurn tima fór hún að sjást úti meö milljónamæringnum Edmond Arter, en hann var kvæntur, og Soraya fékk fljótt leið á honum. Svo komu fréttir i blöðum um að nú væri Soraya orðin hamingjusöm á nýjan leik þvi að hún hefði fundið sér nýjan vin. A næturklúbbi i Paris hitti hún Claude Caouza, sem er 26 ára. Hann varð yfir sig hrifinn af fegurð hennar, og hún fór að brosa á nýjan leik. Eftir einn mánuð voru þau orðin óaðskiljanleg. Soraya brá sér þá i stutta heimsókn til ítalíu og eftir viku fréttir hún, að Claude er dáinn. Allt, sem vitað er, er, að hann tók of margar svefn- töflur. Varö þetta sjálfsmorð spyrja menn. Enn hefur Soraya lokað sig inni með sorg sinni, og hún fór ekki einu sinni i jarðar- förina, heldur sendi hjartalaga krans. Hér er mynd af Sorayu og Claude Caouza á meðan allt lék i lyndi. Soraya haföi verið búin að kaupa sér ibúð i Pais, og Claude og hún voru farin aö tala um að gifta sig.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.