Tíminn - 06.05.1973, Blaðsíða 26
26
TÍMINN
Sunnudagur 6. mai 1973
L
Hinni smávöxnu fimleikakonu vöknaði um augu og hún beit á vörina cftir mistökin á svifránni
Olga Korbut
Litla
stúlkan
sem
heillaði
Venjulega er sagt frá i
samhengi, þegar spurn-
ingu er svarað, en i þetta
skipti verð ég að brjóta
þessa reglu, þar sem ég
kynntist Olgu Korbut,
þegar hún sem 13 ára
gömul hafði náð svo góð-
um árangri i fimleikum,
að henni var boðið að
æfa með sovézka lands-
liðinu. Það var fyrir
fjórum árum i íþrótta-
höllinni i Moskvu.
Ég hafði gaman af að vera við-
staddur þessar æfingar, sitja á
bekk úti i horni og fylgjast með,
hvernig æfingin var endurtekin
tiu, fimmtiu og hundrað sinnum.
Og siðar þegar á keppni stendur,
kemur fimleikakonan 'brosandi
fram á sviðið og gerir margbrotn-
ar æfingar, að þvi er virðist án
nokkurrar fyrirhafnar, finnur þú
hinn sterka vilja og þolinmæði,
sem liggur á bak við æfingar fim-
leikakonunnar, sem heillar
milljónir aðdáenda.
Olga dró að sér athyglina þegar
i stað. Ekki bara vegna þess, að
hún var ný á sviðinu og ekki ein-
göngu vegna aldurs sins, en hún
var barn i samanburði við hinar
leiðandi stjörnur. Olga á furðu-
lega létt með að einbeita sér og lét
það sem fram fór i kringum sig
ekki trufla sig, þegar hún þeyttist
upp og niður á slánni í erfiðum og
flóknum æfingum. Klukkustund
áður hefði ég ekki getað látið mig
dreyma um að framkvæma slikt.
Ég veit, hvað vinna við fimleika-
æfingar er. Ég hef verið svo hepp-
inn að geta fylgzt með æfingum
Larisu Latyninu, Nataljiu
Kuchinskaja og Larisu Petrik.
Olga vinnur á annan hátt en þær.
Hún vinnur ákveðið og er full
andagiftar, eins og hún væri að
keppa, en ekki að æfa.
Tveim árum sfðar stóðu mörg
þúsund áhórfendur i áhorfenda-
pöllum Iþróttahallarinnar (og
jafnvel gráhærðir, heimsvanir
áhorfendur) á öndinni og siðan
hófust ofsaleg fagnaðarlæti þegar
undrunin breyttist i aðdáun. Ljós-
hærð stúlka með hvitrússneska
skjaldarmerkið á iþróttabúningi
sinum, sveiflaði sér niður frá efri
slánni, stóð grafkyrr og sveif
framundan neðri slánni eins og
þokkafullur mávur. Ekki einn
einasti fimleikamaður i heimi
hafði getað framkvæmt svo
flókna æfingu áður.
Ég er aftur staddur á æfingu.
Olga er ekki lengur byrjandi i
landsliðinu. Hún er sovétmeist-
ari. En allt er eins og áður. Ef til
vill eru hreyfingar hennar ennþá
fullkomnari, gæddar meiri yndis-
þokka. Nú hafði Olga fengið verk
að vinna, það var að fylgjast með
13 ára gamalli skólastúlku frá
Tbilisi. Henni hafði verið boðið að
þjálfa með landsliðinu alveg eins
og Olgu fyrir 2 árum. Olga þjálf-
aði og leiðbeindi þessu undra-
barni, sem hafði stormað upp á
tindinn án þess að taka tillit til
titla eldri keppinauta sinna.
Nú sátum við Olga úti i horni á
leikfimissalnum og horfðum á
Ninu og Olga svaraði spurningum
minum.
Já, hún var fædd i Grodno, sem
er borg i Hvitarússlandi. Faðir
hennar er byggingaverkfræðing-
ur. Hann er mikill fþróttaunnandi
og mjög góður skotmaður. Systur
hennar Irena og Zemfira eru
hrifnar af blaki og þriðja systirin
Ljúdmila er lika fimleikakona.
Hún er iþróttameistari. Það var
húnsem fór með Olgu i iþrótta-
skóla, þegar hún var niu ára.
Eléna Valtsetskaja fyrrverandi
heimsmeistari þjálfaði hana
fyrsta árið. Þá tók Renald
Knysh, einn af fremstu þjálfurum
landsins, við.
„Kennarar minir höfðu mikil
áhrif á mig frá upphafi og inn-