Tíminn - 20.05.1973, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.05.1973, Blaðsíða 3
Sunnudagur 20. mai 1973 TÍMINN 3 t dalbotnum renna yfirleitt vatnsmiklar ár og meðfram bökkum þeirra er góöur jarðveg- ur. Vegna sólarhitans verður hið venjulega lágvaxna birki oft að háum kjarrskógi og sums staðar eru mikil tré, að visu heldur kræklótt og undarleg i laginu. 1 skógardölunum er megin- landsloftslag. Vorið kemur seint, laufið springur út i júni, en fellur ekki fyrr en i október, jafnframt þvi sem frostiö kemur aftur á daginn. Næturfrost er iöulega allt sumarið. 1 Qingua-dalnum við Hvarf kemur sólin ekki upp fyrr en seint af degi og hverfur eftir fáar stundir. A heiðskirum sumardegi getur hitinn þarna orðið yfir 20 stig, en um leið og sólin sezt, kóln- ar á ný og frystir. betta virðist ekki hafa skaðleg áhrif á gróður- inn. Erfitt getur verið að komast leiðar sinnar gegn um kjarrið i dalnum. betta er heimskauta- frumskógur og samanflæktir runnar og tré. A stöðum þar sem snjór sezt ekki að einhverra hluta vegna, geta birkitrén orðið furðu- lega há og bein. Mælzt hafa yfir tiu metra háir stofnar og fundizt hafa tré með 300 árhringum. I dal einum við Taserminut-fjörð var um aldamótin fellt tré meö 367 ár- hringum og stofninn var, 128 sm i þvermál. bessir grænlenzku dalir eru eins og vin i eyðimörk, þegar þangað er komið eftir ferðalag um isi þakið haf og auðar, brim- sorfnar klettastrendur. Eskimóar Nú á timum koma stöku sinnum gestir i þessa dali, oft með löngu millibili. bað eru laxveiöimenn, hirðar og einstaka ferðamaður. A miðöldum var hins vegar lif og starf á þessum slóðum. bað hófst með Eiriki rauða i lok tiundu ald- ar. Hann kom með 25 skip, fimm hundruð manna, skepnur og vist- ir. Islendingarnir hófu fjárrækt, stunduðu veiðar, bæði á landi og sjó og fóru oft langt norður með ströndinni. beir sáu aldrei Eski- móa, en fundu merki eftir þá. Vel getur hugsast, að þá hafi verið Eskimóar annars staðar á Græn- landi. Merki eftir þá hafa fundizt norð-vestan á eynni, sennilega 2000 árum eldri en okkar timatal. Viðar hafa fundizt merki þeirra, sem eldri eru en byggð norrænna manna á landinu. Um það bil öld eftir „innrás” Eiriks rauða, komu Thule-Eski- móar frá Kanada til N-Græn- lands. beir færðu sig suður vestur- ströndina og komust i samband við Islendinga. Með timanum settust nokkrir þeirra að i byggö- inni. Grænlenzka þjóðfélagið þarna stóð með mestum ’flóma um 1200 og þá munu ibúar hafa veriö 4000- 5000. En tveimur til þremur öld- um siðar, var það horfiö. Siöustu sögulegar heimildir um þetta samfélag eru frá árinu 1410, en minjar.sýna, að norrænt fólk hef- ur verið á Grænlandi um 1500. Enginn veit með vissu hvað gerðist. Hvort þaö voru Eski- móarnir, sem gerðu út af við ts- lendingana, eða hvort upp kom farsótt, loftslagsbreyting eða hvað. Sumir telia, að fólkið hafi blandazt Eskimóum, eða hrein- lega úrkynjast. Ýmislegt bendir og til þess, að enskir sjóræningjar hafi herjað i Austurbyggð, og aö fólkið hafi ef til vill flúið til Evrópu, og ef til vill Ameriku, sem var vel kunn, þar sem Leifur fann hana árið 1000 eöa þar um bil. Rústir Hin nýja saga Grænlands hefst með Hans Egede, sem starfaði að trúboði frá 1721-1736. Synir hans héldu starfinu áfram ásamt fleiri trúboðum. 1814 leysist samband Noregs og Danmerkur upp, eins og allir vita, en eyjarnar urðu áfram undir danska konunginum. Nú á timum er Grænland hluti Danmerkur og tengslin eru þaö mikil, að ibúar Grænlands eru mikið blandaðir Norðurlandabú- um. Framhald á bls 39 Nú á timum eru Eskimóar mjög blandaöir. Faöir þessara barna er danskur.cn móöirin innfædd Laugavegi 178 * Sími 86-700 NÚ ER RÉTTI TIAAINN til að skipta frá Bridgestone-snjódekkjum yfir á Bridgestone-sumardekk Bridgestone í fararbroddi ár eftir ár Þú getur treyst Bridgestone Umboðsmenn um allt land

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.