Tíminn - 20.05.1973, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.05.1973, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Sunnudagur 20. mal 1973 Frægar bygg- ingar Hvaða móttökur fá fátækir innflytjend- ur, þegar þeir koma til Bandarikianna? spurði Bartholdi sjálfan sig, er hann sigldi inn til New York. í sömu svipan vissi hann hvernig afmælisgjöf Frakka til Bandarikjanna átti að vera: Geysi- stór frelsisgyðja, sem sneri ásjónu sinni i átt til Evrópu. Þannig stendur Frelsisstyttan á Liberty Island og býður alla velkomna. New York Ibaksýn. Frelsisstyttan Þungbúinn haustdag árið 1886 stóð Frakkinn Frédcrice Auguste Bartholdi upp á höfði Frelsisstytt unnar. Hann hélt i snúru og beið eftir að William Everts, öldunga- deildarþingm aður lyki hinni löugu ræðu sinni. Miðja vegu i orðaflaumnum, dró Everts upp vasaklúl til að þurrka rigninguna framan úr sér. Þetta var merkið, hugsaði Bartholdi, kippti I snúr- una, franski fáninn rann niður og al'hjúpaði andlit styttunnar, skap- að af Bartholdi. Enginn fékk að vita, hvað Everts hafði hugsað sér að segja frekar. Skipin i kring þeyttu flautur sinar, mannfjöldinn hrópaði, kirkjuklukkur hringdu og lúðra- sveitir léku. Þannig var Frelsisstyttan af- hjúpuð — afmælisgjöfin frá frönsku þjóðinni, sem 100 árum áður hafði stutt Bandarfkjamenn i frelsisstriðinu gegn Englandi. En nú skal vikið að uppruna styttunnar, hlýju vorkvöldi i Paris árið 1871. Heima hjá Edouard de Laboulaye, sextugum lagaprófessor, voru samankomn- ir nokkrir vinir til kvöldverðar. Þeir voru visindamenn, banda- menn, embættismenn og Bart- holdi, sem þá var 37 ára og einn þekktasti myndhöggvari Frakka. Eins og venjulega var farið að tala um Ameriku. De Laboulaye hafði skrifað þriggja binda verk um sögu Ameriku og ævisögu Benjamins Franklin að auki. Mesti dýrgripur hans var bréf frá Lincoln. — Herrar minir, sagði Laboulaye. — Ég hef boðið ykkur hingaði i kvöld af sérstakri á- stæðu. Eftir fimm ár verða Bandárikin 100 ára og Frakkland verður að minnast þess. Ég vil að við, sem hér erum staddir göng- um fyrir frönsku þjóðinni i að safna peningum og færa Banda- rikjunum sómasamlega afmælis- gjöf. Það á að vera stytta. Hæsta stytta i heimi. — Athyglisverð hugmynd, sagði einn gestanna. — En hvern- ig vitum við að Bandarikjamenn kunna að meta slíka gjöf. Og hvar á styttan að vera? Umræðurnar stóðu alla nóttina og Bartholdi fékk tvöfalt verk- efni. Hann átti að fara til Banda- rikjanna og koma hugmyndinni á framfæri. Ef Bandarikjamenn yrðu hrifnir, átti styttan að verða næsta stórvirki hans. Daginn eftir skrifaði Laboulaye langt bréf til Grants forseta og stakk upp á þvi að franska þjóðin byggði styttuna, en Bandarfkin kostuðu undirstöðuna. Styttan mótast Mánuði siðar stóð Bartholdi á þilfari franska gufuskipsins Pereire, meðan það sigldi inn sundið til New York. Ferðin hafði Stiginn upp I styttuna er svo þröngur, aft allir af stærri gerftinni verfta aö fara með Ivftunni. tekið tvær vikur. Bartholdi var ekki i sérlega góðu skapi. Aður en hann fór frá Paris, hafði hann spurt Laboulaye hvers konar stytta þetta ætti að vera. — Það ert þú sem ert mynd- höggvarinn. Mótun styttunnar er þitt verkefni, var svarið. Nú var New York framundan og Bartholdi hafði ekki gert eina einustu skissu. Umhverfis hann var hópur Þjóðverja sem Bart- holdi hafði rætt mikið við. Einn þeirra hafði kallað Bandarikin land möguleikanna. Brooklyn leið framhjá að aust- anverðu. Staten Island að vestan. Þá vfkkaði sundið og i morg- unskimunni kom New York i ljós. Nýja landið. Hvernig tók það á móti innflytjendum? Hugsaði Bartholdi. Engir fánar að minnsta kosti. En þeir eiga skilið að vel sé tekið við þeim. Það krefst kjarks að yfirgefa föður- land sitt og leggja út i óvissuna með fatapinkil og góðar vonir. Bartholdi kom auga á litla eyju, Bedloes Island, rétt utan við New Jersey. Þar var lágt vigi og sneru fallbyssjkjaftarnir að skipinu. Bartholdi lifnaði allur við. Auð- vitað! Þarna var lausnin... — Strax og ég áá Bedloes Is- land, sá ég styttuna fyrir mér ná- kvæmlega. Þarna átti hún að standa og taka á móti innflytjend- unum til Bandarikjanna, sagði Bartholdi siðar. Hann flýtti sér að sækja blað og penna og teiknaði konu i viðri skikkju. Hægri handlegginn rétti hún beint upp, hélt þar á kynd'Íi. Styttan átti að snúa i átt til Evróþu. Frá öðrum fætinum var að besta keðja — þetta var tákn frelsis. I vinstri hönd hélt hún á töflu, sem á var letrað: 4. júli 1776. Það var dagurinn sem Bandarikin lýstu yfir sjálfstæði sinu. Þessum fyrsta uppdrætti af styttunni var aldrei breytt og nokkrum dögum siðar sýndi Bartholdi Grant forseta hann og forsetinn var hrifinn, lika af hug- myndinni um að hún skyldi standa á Bedloeey.ju. Það var allt i lagi að leggja af virkið á eyj- unni. Grant taldi vist, að rikis- stjórnin myndi afhenda eyjuna undir styttuna. Bartholdi hitti marga menn að máli og skýrði öllum frá stytt- unni. Hugmyndinni var vel tekið og hann sendi Laboulaye skeyti um að all t væri i lagi, gjöfinni yrði fagnað og Bandarikin myndu kosta undirstöðuna. Fransk-Bandariska sambandið Fjögur ár liðu, áður en Bart- holdi gat hafið verkið. Fyrst varð hann að ljúka öllu, sem hann átti eftir að skila, m.a. Washington og Lafayette. Haustdag einn árið 1875 komu vinirnir aftur saman og nú stofn- uðu þeir fransk-bandariska sam- bandið og var Laboulaye formað- ur. Tilgangur félagsins var að út- vega peninga fyrir styttunni, sem þeirkölluðu „Styttu frelsisins lýs- andi upp heiminn” Það nafn var siðar stytt i Frelsisstyttan. Laugardaginn 6. nóvember var haldið kvöldverðarboð fyrir 200 manns á Hótel de Louvre i Paris. Meðal gesta voru ritstjórar, ráð- herrar og kaupsýslumenn. Laboulaye minnti á að Frakkland hefði sent skip og hermenn til að- stoðar Bandrikjamönnum i frelsisbaráttunni. Hann lýsti styttunni og sýndi stórt málverk af henni eftir Bartholdi. Siðan skoraði hann á gestina að ganga i félagið. Það gekk stórkostlega. Þjónar gengu milli borðanna og söfnuðu fyrstu framlögunum, alls 8000 dollurum. Þá vantaði 40 þúsund til viðbótar, og nú skyldi félagið útvega þau frá frönsku þjóðinni. t janúar 1876 tók Bartholdi á leigu stærstu vinnustofu sem hann.gat fundið i Paris, en ekkert hús var þó til i borginni, sem gat rúmað styttuna fullgerða. Hún átti að vera 15 hæða há og þar af leiðandi varð Bartholdi að gera hana i hlutum og setja þá saman úti i garði. Hlutasamsetningin var einnig hentug að öðru leyti, þvi Bart- holdi stefndi að þvi að fullgera táknrænan hluta styttunnar' og senda hann á sýninguna i Phila- delphia, sem opna átti 4. júli, á aldarafmælinu. Tilgangurinn var að vekja áhuga Bandarikja-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.