Tíminn - 20.05.1973, Blaðsíða 24

Tíminn - 20.05.1973, Blaðsíða 24
24 TÍMINN Sunnudagur 20. mai 1973 að þú skyldir geta komið mér til skemmtunar, þótt þú hafir nú um svo margt að hugsa. Lea sat i viðhafnarstofunni og bað Katrinu að setjast við hliöina á sér i sófanum. —Ég hef litið séð þig i seinni tið. og i dag eru allir einhvers staðar úti, svo þetta er einmitt stundin til að spjalla. Þar að auki nota ég tækifærið til þess að gefa þér þetta. Hún teygði sig i leðurhulstur, sem lá á boröinu og rétti Katrinu það brosandLKatrin varð dálitið miður sin þegar hún þrýsti á hnappinn og lokið spratt upp. Tvær yndislegar perlur sendu skin sitt á móti henni, og hún fann að hún varð þurr i munninum. — Ég veit ekki.hvað ég á að segja, varð henni loksins að oröi. — Ó, hvað þær eru fagrar. En þetta er þinar perlur, Lea. Mér finnst að ég geti ekki tekið á móti þeim. — Hvaða vitleysa, við þessar perlur eru ekki bundnar nokkrar viðkvæmar endurminningar. Þær eru ekki frá Mallory., ég erfði þær eftir gamla og gretta frænku mina. Svo er ég orðin of gömul til þess að bera perlur, þær eru ekki fyrir miðaldra konur, þó sumar geri það. Ef þær bara vissu, hve andstyggilegt það er,að sjá perlur á mögrum, gulum hálsi mundu þær strax kasta þeim. En þær munu klæða þig prýðilega, og ég vil að þu eigir þær. — Þúsund þakkir, tautaði Katrin dálitið ringluð. — Ég ætla að bera þær við brúðkaupið. Hve furðuleg manneskja mátti Lea vera! Var óvinsemdin og.'.hin kyrrláta mótstaða siðustu mánuöina, aðeins fóstur sjúklegs hugmyndaflugs? Nei, hún átti erfitt með að trúa þvi, hún gat ekki trúað þvi, að þessi indæla, heimilislega stund væri sönn, að þær drykkju hér te saman og Lea gæfi henni dýrmætar gjafir. Allt var þetta svo óraunverulegt að hún varð tortryggin. Var þetta ekki sjónhverfing? Þær töluðu aftur og fram um brúðkaupsundirbúninginn. Lea gekk upp i þvi með sinum venju- lega krafti, og svo þegar þær höfðu lokið tedrykkjunni, stóð Katrin á fætur og sagðist nú þurfa að fara heim. — Ég veit bara ekki, hvernig ég á að fara að þvi að þakka þér, sem vert er, fyrir hina fögru gjöf, Lea. Talaöu ekki meira um það. F'áu þér sigarettu áður en þú gengur, ég þarf að segja svolitið við þig. Satt að segja hef ég beðið með að segja þér þetta, þvi ég hef hálfpartinn kviðið fyrir þvi. Ekki svo að skilja að það skipti veru- legu máli, flýtti hún sér að bæta við. — Ég vil aö þér sé það fullkomlega ljóst, og áður en ég segi meira, verðurðu að lofa mér þvi að þú á engan hátt takir það nærri þér, sem ég nú segi þér. Af tilviljun hef ég fengið að vita i smáatriðum það, sem þú hefur haft svo mikinn áhuga á, en áður en ég segi meira verðurðu að lofa mér þvi að stofna ekki til neinna kjánalegra vandræða. — Það fer nú allt eftir þvi hvað það er, sem þú ætlar að segja mér, svaraði Katrin, og kveikti sér i sigarettu. — En ég skal reyna að hegða mér skynsam- iega. — Jæja, það er ekki illa meint, en ég veit vel hversu þér hættir til að taka hlutina nærri þér. Þetta er nefnilega um þig, Katrin og foreldra þina. — Einmitt það? Katrin beygði höfuðið yfir sigarettuna. — Veiztu eitthvað um þau? — Já. Af hreinni tilviljun fékk ég talsverðar upplýsingar fyrir nokkrum dögum, þó get ég ekki ábyrgzt öll smáatriðin. Einn af minum góðu fögfræðivinum i Lundúnum, Scott Tracey, kom hingað i heimsókn um daginn. Hann hefur unnið að rannsókn mest þekktu sakamála við Old Bailey, og hann segir mér ævin- lega nokkrar sögur, þvi hann veit að ég hef áhuga á sakamála- sögum. — Já, ég heilsaði Scott Tracey. Katrin mundi vel eftir þvi, hár og frjálslegur maður, höfuðið stórt, mikið hár og nistandi arnaraugu. Henni leizt ekkert á hann, og heldur ekki á hans þurra og mál- efnalega tal. — Hann hafði mikinn áhuga á þér, svo mikinn að hann taiaöi um þig daginn eftir. Svo fékk hann mér þetta. Hún lagði úrklippu dagblaðs á borðið fyrir framan Katrinu. Beint undir aðalfyrirsögninni voru tvær ógreinilegar myndir. Onnur myndin var af ungum manni með óvenjulega sterklegt undirandlit, samvaxnar auga- brúnir og ruddalegt, lágt enni. A hinni var kona i gamaldags fötum með hatt-ófreskju á höfðinu, dreginn niður fyrir annað eyrað. Hún leit á textann. — Norvill Butler, las, hún — var handtekinn i gær fyrir hið rudda- lega morð á Juliu Brent og barninu hennar. Likið af önnu Butler, konu Norvill Butlers, fannst i Themsá i dag, og lögreglan telur, að um sjálfsmorð sé að ræða, Ennþá hefur barnið ekki fundizt, og álitið er aö frú Butler hafi kastað sér i Themsá með það i fanginu. — Hvað sagði Hr. Tracey um þessa úrklippu? spurði Katrin stillilega. — Hann sagði....Katrin, það er hugsanlegt að hann sé á algjörum villigötum, en hann er mjög gáfaður maður, sem fer ekki með neitt þvaður og fellir ekki dóma i fljótræði. Hann þekkti Butler i sjón, þvi að hann hafði verið verj andi hans árið áður i nauðgunar- máli. Anna Butler sat þá i réttinum hvern dag og Tracey sagði, að þegar hann hafi séð þig hafi honum þótt sem Anna Butler stæði fyrir framan sig. Sérðu ekki likinguna? — Meinaröu likingu við mig? hvislaði hún. — Ég hef aðra mynd af henni, þar sem hún er hattlaus, og það er mikið betri mynd. Tracey var furðu lostinn yfir likingunni, og það þarf mikið til að koma honum úr jafnvægi. Katrin horfði fast á hið viðkvæma andlit með hin rauna- legu augu. Jú, það var enginn efi, likingin var sláandi. — En barnaheimilið var ekki nálægt Themáa'. — Nei, auðvitað ekki. Ég get svo vel sett mig i spor vesalings konunnar þegar hún varð með öllu örvita. Hun vissi að Norvill Butler mundi ekki sleppa i þetta sinn. Júlia Brent hafði verið ástmey hans i fjögur ár, og hann var faðir barnsinsAsem hún gekk með. Ef til vill hefur hún reynt að kúga af honum peninga, en það er háskalegasta ,sem hún gat gert i viðureign við mann af hans gerð. Hann fór heim til hennar að næfurlagi og drap hana og barnið. Katrinu var ekki farið að liða sem bezt, en sagði ekki orð. Lea sló eldinn úr sigarettunni og hélt svo áfram: — Anna Butler hlýtur að hafa vitað um það sem skeði, og það var of mikið fyrir haria Égerviss um, að hún hefur hugsað um það fyrst og fremst að bjarga barninu. Einhver möguleiki hlaut að vera til að forða barninu frá þeirri eymd og volæði, sem hún sjálf hafði fengið að reyna. Og hún fann möguleikann. Hún gekk alla nóttina með barnið á hand- leggnum. Hún vildi komast svo langt að heiman sem hún gæti, og hún gekk frá barninu á stað, sem öruggt var að það mundi finnast. Hún fjarlægði öll merki á fötum barnsins, og gekk svo frá þvi undir tröppunum, þar sem lögreglumaðurinn fann það. Hún var mjög klók og fipaðist ekkert. A leiðinni heim hélt hún á böggli, sem vel rriátti gera ráð fyrir að væri barn i örmum hennar. Þegar hún svo stökk út i fljótið, sá fólk að hún hafði böggulinn i fanginu, og gekk eðlilega út frá þvi að það væri barnið. Enginn leitaði að þvi annars staðar en i fljótinu, þar sem það auðvitað aldrei fannst. Hún hafði aðeins eitt i höfðinu: Hún vildi ekki að barnið fengi nokkurntima að vita það, að faðir þess hefði verið hengdur fyrir alveg sérstaklega ruddalegt og siðlaust morð. Það var sem hún hefði heyrt Tracey draga saman alla ákæru- púnktana i skipulega heild, hugsaði Katrin. Framsetningin var svo stillileg og raunhæf en i alla staði glögg og greinileg. Það var sem hún sæi fyrir sér hina ungu stúlku viti sinu fjær af ótta, með hárið niðri i augum, rölta um allar götur Lundúnaborgar. Hún sá hana ganga með uppgerðar kæruleysi eftir fljótsbakkanum með böggulinn sinn á hand- leggnum, sigri hrósandi en i botn- lausri örvæntingu. 1407 Lárétt Lóðrétt 1) tlát,- 6) Sáðkorn,- 8) Skraf,- 9) 2) Yrðling.- 3) Ká,- 4) Umsamin,- Rödd,-10) Keyri.- 11) Vindur,- 12) 5) Avana.- 7) Kotra.- 14) Áa.- Miðdegi,- 13) Þras.- 15) Reiður.- Lóðrétt 2) Fyrirgefur.- 3) Númer.- 4) Mat.- 5) Jurt.- 7) Ovirða,- 14) Eins.- Ráðning á gátu No. 1406. Lárétt 1) Nykur.- 6) Rám,- 8) Veð.- 9). Sko.- 10) Lóa,- 11) Nei.- 12) Mör,- 13) Nái.- 15) Agang,- Hl toi L.I. _L ■__ m° w // jm n lllil lllill I Sunnudagur III 20 • ma* iíÍwi B - 0 0 Morgunandakt. 9.15 Morguntónleikar j:j:j:Í:|: 11.00 Messa í Laugar- jjjjjjjjj: neskirkju. Prestur: Séra iS.ÍÍi Garðar Svavarsson. Organ- ijjjjjjjjj leikari: Gústaf Jóhannes- ss:; son. íííí jj: 12.15 Dagskráin. Tónleikar. Iji 12.25 Fréttir og veðurfregnir. ;j; Tilkynningar. Tónleikar. jij 14.00 Dagskrárstjóri i eina :j: klukkustund. Birgir Bjarna- B són kennari ræður dag- jí skránni. jji 15.00 Miðdegistónleikar: Frá ijij útvarpinu i Berlin. :ji 16.40 Sigfús Halldórsson leikur iji og syngur eigin lög. % 17.00 Kötlugos l823.Bergsteinn jij; Jónsson lektor les þriðja og | siðasta hluta frásagnar :ji Sveins Pálssonar læknis. jij: 17.25 Sunnudagslögin. jji 18.00 Eyjapistiil. Bænarorð. jjij Tónleikar. Tilkynningar. jjjj 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá jg kvöldsins. ijj 19.00 Fréttir. Tilkynningar. jij 19.20 Fréttaspegill jjj 19.35 Um þróun færeyskra :j: stjórnmála undanfarin ár. ;j; Erlendur Patursson lög- jjj þingsmaður frá Færeyjum | flytur fyrirlestur (Hljóðrit- jji uri frá Norræna húsinu 30. jjj: f.m.). ;j: 20.00 Einsöngur. Leontyne jij Price syngur ariur úr óper- jij um eftir Puccini. :jj 20.30 ,,Ég hef alltaf haldið að jjj það væri enginn fengur að jjj vera drottningarbarn”. jjj Pétur Pétursson talar enn ji við Árnýju Filippusdóttur j: fyrrum skólastjóra. ij 21.00 Tónverk eftir Magnús ;j Blöndai Jóhannsson. jjj 21.30 Lestur fornrita: Njáis jij saga. Dr. Einar Ól. Sveins- | son prófessor les sögulok jijijiji;: 22.00 Fréttir. jijjjjíj 22.15 Veðurfregnir. Danslög. SÍÉ 23 25 Fréttir i stuttu máli. Mánudagur 2l.maí jjjjjjjijj 7.00 Morgunútvarp. jijjjijjjj Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og ijjjjji;;; 10.00. Fréttir kl. 7.30, 8.15 jijijjji;; (og forustugr. landsm.bl.), ;i;;;j;j;i 9.00ogl0.00. Morgunbænkl. jijjjjjjj; 7.45: Séra Valgeir Astráðs- jjjjijjj!;; son flytur (a.v.d.v.). gSji Morgunleikfimi kl. 7.50: jijjjijjjij Valdimar örnólfsson og ijijijijijj Magnús Pétursson ÍÍiÍjÍjÍi pianóleikari (alla virka jjjijijijij daga vikunnar). Morgun- :Íi|iÍi|ijj stund barnanna kl. 8.45: jjjjjijij: Edda Scheving heldur iÍÍji áfram að lesa söguna jjijiji;;; „Drengina mina” eftir Gustaf af Geijerstam (13). ii Tilkynningar kl. 9.30. Létt jijijjjjjj iögámilli liða. Morgunpopp ijÍj; kl. 10.25: Hljómsveitin jijijijjjj C .C .S. og Jimi Hendrix M syngja og leika. Fréttir kl. jjijijijij 11.00. Morguntónleikar: jjijjjÍjÍi William Bennett, Harold jijijijijj Lester og Denis Nesbitt leika þrjár flautusónötur jjijjjjjjj eftir Handel. April Cantelo, Wilfred Brown, Jan Part- jijijijij: ridge, Christopher Keyte, Antoniusarkórinn og Enska jijj;!;!; kammersveitin flytja atriði ijjjjjjjj úr ó p e r u nn i ijijijj „Indiánadrottningunni” ;;5;j;j; eftir Purcell. ;i;i;iíj 12.00 Dagskráin. Tónleikar. ijijijj;: Tilkynningar. jjjjjjjj; 12.25 Fréttir og veðurfregnir. jijijjjjj Tilkynningar. ;;j;!;j;i 13.00 Viðvinnuna: Tónleikar. jjijjji;! 14.30 Siðdegissagan: „Sól jijijijij dauðans” eftir Pandeiis íi;® Prevelakis. Þýðandinn, Sig- jjijijjjij urður A. Magnússon, les ;j;i;i;i: (13). 5*;% 15.00 Miðdegistónleikar: ijijijjji George London syngur með SjS Filharmoniusveitinni i jjjjjjjijj Vinarborg atriði úr óperun- ;i;ii:ii um „Hollendlngnum fljúg- ijjjijijjj andi" og „Valkyrjunni" i;i;i;i;i; eftir Richard Wagner. jijijijiji Stjórnandi: Hans Knapp- j;j|j|j|ji ertsbusch. Filharmóniu- ijijijijii sveitin i Vinarborg leikur jijijijjji „Tod und Verklárung”, tónaljóð eftir Richard

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.