Tíminn - 20.05.1973, Blaðsíða 20

Tíminn - 20.05.1973, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Sunnudagur 20. mal 1973 ^dHttk. wáBkétRk JL ÆtotiKá .. —■ ' mii íí^ÉÍÉr | I ............I J, segir Þorsteinn Hannesson, sem fyrir skömmu lauk lestri bókarinnar í útvarp. Nýlega er lokiö lestri útvarps- sögu, „er ritin hefur veriö af mestum frumleik og flekklaus- astri hreinskilni at norrænu máli”. Þaö er Ofvitinn eftir Þór- berg Þórðarson. Lesari var Þor- steinn Hannesson, óperusöngv- ari, og hann þarf aö sjálfsögöu ekki aö kynna fy'rir lesendum þessara lina. Þaö var sjálfgefið aö leita til Þorsteins, þegar þessum ágæta lestri var lokið og leggja fyrir hann nokkrar spurningar. Mig langar þá aö spyrja þig fyrst, Þorsteinn: — Hver voru tildrög þess, að þú lagöir út i að lesa þessa löngu og viðamiklu bók i útvarp ? — Það er fyrst að segja, að ég er búinn að lesa margar útvarps- sögur. Ætli að þær séu ekki fimmtán, eða þar um bil. Þessari bók hef ég haft mætur á frá þvi að ég las hana fyrst, en það var rétt eftir að hún kom út. Og það er sannast að segja, að mig hefur alltaf langað til þess að lesa hana i útvarp. Ég hef nefnilega alltaf verið þeirrar skoðunar — og ég held að mér hafi tekizt að færa sönnur á það i vetur — að bókin er alveg sérstaklega vel fallin til lestrar. t henni eru ákaflega miklar hraðabreytingar og blæ brigði, sem eiga að komast til skila, þegar lesið er upphátt. Kostir Ofvitans sem útvarpssögu. — Varstu ekki neitt hræddur við hina miklu lengd bókarinnar? — Nei, ekki get ég nú sagt það. Bókin er þannig gerð, að hún heldur manni bókstaflega föngn- um, allt frá fyrstu siðu til hinnar siðustu. Það er blátt áfram ekki hægt að skiljast við hana. Svo er annað: Þegar maður les langa sögu, eru erfiðleikarnir oftast fyrst og fremst þeir, að ekki geta allir fylgzt með efnisþræðinum. Þetta kemur ekki að sök gagnvart Ofvitanum, þvi að hann er þannig skrifaður, að hægt er að grfpa niður i hann hvar sem er og lesa nokkrar siður sér til ánægju, án þess að hugsa um það.sem á und- an er komið, eða það sem á eftir fer. Þannig geta menn hlustað á lestur og lestur, en aðalatriðið er ekki að heyra þá endilega alla. Þetta er allt annað i skáldsögum með flóknum söguþræði. — Nú eru — að minnsta kosti i fyrrihluta bókarinnar — nokkrar hispurslausar frásagnir. Fékkstu aldrei ákúrur fyrir að lesa þær? — Nei, langt i frá. — Liklega hefur fólki ekki fundizt neitt óþægilegt að hlusta á þessa kafla? — Mér fannst að minnsta kosti ekki neitt óþægilegt að lesa þá. Þetta er allt svo eðlilegt og i svo rökréttu samhengi viö það, sem er að gerast á blaðsiðunum i kring, að maður skilur það strax, að höfundurinn er ekki að reyna að vera bermáll, klúr eða hvað sem menn vilja kalla það, heldur er þetta eðlilegur þáttur frásagn- arinnar. Það er sama, hvort Þór- bergur skreppur upp i kirkjugarð með dræsu utan af Nesi, eða hvort hann hleypur út i búð og kaupir sér vinarbrauð. Frá hvoru tveggja segir hann nákvæmlega, og það er þvi ekkert sjálfsagðara en að lesa það þannig. Jú, það sagði vist einhver, núna seinni- partinn i vetur, að það væri svo- litið ókristilegt að lesa þetta, svona rétt á eftir Passiusálmun- um, en mér var ógerningur að finna það. Þakklæti hlustenda. — Fékkstu ekki lika þakklæti frá einhverjum hlustendum? — Jú. Það var mjög mikið um slikt, og það var satt að segja ákaflega gleðilegt og uppörvandi fyrir mig. Eins og ég sagðí áðan, þá er ég búinn að lesa margar bækur i útvarp, og ég minnist þess ekki, að hafa fundið hjá almenningi svo mikinn áhuga og svo almenna hlustun. Það var að visu ákaflega mikið hlustað á Nirfilinn, þegar ég las hann, en þetta tók þvi þó áreiðanlega langt fram. Það var hringt til min svo að segja eftir hvern einasta lest- ur, einkum framan af, til þess að láta i ljós ánægju og tala um, hve bókin væri skemmtileg. — Hvenær lastu bókina inn — eöa var hún ekki flutt af segul- böndum? — Ég las Ofvitann inn á segul- bönd i fyrrasumar. Aður haföi ég oft lesið beint þær bækur, sem ég hef flutt, en þessa bók fannst mér ekki koma til mála að fara þannig með. Ég vildi ekki að farið væri að flytja hana fyrr en hún væri öll lesin og tilbúin. Ég hefði ekki undir neinum kringumstæðum viljað vera að lesa hana jafnóðum og henni var útvarpað. — Ætli að það sé ekki rétt, sem ég og margir aðrir hafa álitið, að á þennan lestur hafi verið óvenju- mikið hlustað? — Það er ekki minnsti vafi á þvi. Hinu er ekki að leyna, að það eru ekki allir jafn sáttir við Þór- berg, og verður þar vart margs konar viðhorfa. Sumir höfðu lesið Ofvitann, en bókin hafði eins og farið framhjá þeim. En svo komu sumir þessir menn til min og sögðu, að nú fyrst hefði bókin opnazt fyrir þeim, þegar þeir heyrðu hana lesna upphátt. Þarna fékkst enn ein staðfesting- in á þeirri hyggju minni, að bókin væri einmitt alveg sérlega vel fallin til lestrar i útvarp. Liklega á þar stærstan hlut að máli sá mikli breytileiki stilsins með öll- um sinum hraðasveiflum,sem ég var að tala um áðan. Það var hann, sem upphaflega heillaði mitt tónlistareyra, þegar ég las þessa bók fyrst, fyrir áratugum. Farið á kostum. — Þú værir nú vis að benda þeim, sem ekki hafa tónlistareyra á þá kafla, þar sem þetta er eink- um áberandi. — Ef menn vilja fletta þessu upp sjálfir, þá er enginn hlutur auðveldari en að finna kaflann, þar sem Ofvitinn er kominn vest- ur i Vör og ætlar að fara að drekkja sér, þrátt fyrir hærðslu við drauga og allt það. En þá bregður allt i einu fyrir hugar- sjónir hans gamalli mynd: Hann er staddur á fiskiskipi i rosastór- sjó djúpt úti á Selvogsbanka. Hann var þá unglingspiltur, kokkur á Kútter Hafsteini. Siðan kemur lýsingin á þessari endur- minningu, og nú breytir stillinn um svip, svo snöggt og leiftrandi, að manni blátt áfram hnykkir við. Það er eins og hendi sé veifað. Þetta er svo óskaplega vel gert i bókinni, að það er ómögulegt ann- að en að hrifast af þvi. Ef til vill er þetta eitthvart gleggsta dæmið um tilþrif stilsins i Ofvitanum, en annars er hægt að finna álika vinnubrögð hvarvetna i bókinni. Litum til dæmis á, hvernig þvi er lýst, þegar ofvitinn er lagztur i rúmið uppi á lofti i húsi Þorsteins Erlingssonar og biöur eftir þvi að deyja, hefur gefið upp alla von. Þarna er stfllinn slikur, að maður finnur það i hverri einustu linu, hversu mjög er af ofvitanum dregið. Mér dettur ekki i hug að halda þvi fram, að ég viti, hvernig Þór- bergur Þórðarson fer að þvi að ná þessu furðulega samspili máls, stils og efnis, en hitt veit ég, að það er naumast von, að mönnum verði þessir kostir bókarinnar fyllilega ljósir, fyrr en þeir hafa annað hvort hlustaö á hana lesna upphátt, eða sjálfir lesið hana fyrir aðra — eða upphátt fyrir sjálfa sig. Það er nefnilega allt annar hlutur að lesa sitjandi i stól eða liggjandi i rúmi sinu, en að lesa upphátt. Þetta er að minnsta kosti min reynsla, en ég veit, að um það eru ekki allir á einu máli. Lesarinn átti frumkvæðið. — Nú væri gaman að spyrja þig persónulegrar spurningar: Fannst þú sjálfur upp á þvi aö lesa þina uppáhaldsbók, Ofvit- ann, eða varstu fenginn til þess af öðrum? — Mér er engin launung á þessu. Mig hafði lengi langað til þess að lesa Ofvitann i útvarp, og ég beinlinis bað um að fá að gera þaö. Haraldur Ólafsson, sem þá var dagsHrárstjóri hérna, var heldur vantrúaður á þetta tiltæki i fyrstu. Hann hefur sjálfur haft orö á þvi i útvarpinu, svo að það er ekki nein synd, þótt ég segi það hér. Og Haraldur hafði reisn til þess að segja: Ég sé það nú, aö ég hafði rangt fyrir mér. Sagan er einmitt ágætlega fallin til út- varpslestrar. Siðan var Þórberg- ur svo elskulegur að leyfa lestur sögunnar, og þá var ekki annaö eftir en að byrja. — Þið spyrjið auðvitað höfund- ana leyfis? — Já, að sjálfsögöu, og ekki sizt, þegar i hlut eiga menn eins og Þórbergur Þórðarson. Það er ekki neitt sérlega leiðinlegt að heyra hann lesa sjálfan. — Trúir þú þvi, að allir atburð- ir Ofvitans hafi raunverulega gerzt — ef ég má aftur gerast nærgöngull við þig? — Það er alveg áreiðanlegt, að Þórbergur býr ekki atburðina til um leið og hann skrifar þá. Ég er alveg sannfærður um að kjarninn i öllu þessu er sannur. Auðvitað hefur höfundurinn dagbækur til þess að styðjast við, en engu að siður er það furðulegt, hversu honum tekst að koma lesandan- um inn i þann heim, sem verið er að fjalla um. Þó er bókin ekki skrifuð fyrr en áratugum eftir að atburðirnir gerðust. Það myndi engum höfundi detta i hug að semja upp úr sér atburðarásina og söguþráðinn i Ofvitanum. Við getum lesið bók- ina sem ævisögu, skáldsögu, þjóðfélagslýsingu þeirra ára, þegar sagan gerist. Allt þetta og reyndar margt fleira hefur Ofvit- inn til sins ágætis. Það eru ekki neinar ýkjur, þótt sagt sé, að þar sé á ferðinni óvenjulega auðugt bókmenntaverk. En meginstyrk- ur bókarinnar felst i þvi, hve sönn hún er, enda sannfærist maður þvi betur um það, sem maður kynnist henni lengur, að allir aðaldrættirnir eru sannir. Um lestur. — Nú ert þú þaulvanur og þjóð- kunnur upplesari. Viltu ekki segja okkur eitthvað um lestur almennt? — Ef menn ætla að lesa fyrir aðra, hvort sem það er i útvarpi eða annars staðar, er það að sjálfsögðu frumskilyrði, að þeir séu sæmilega læsir. Ef þeir eru það, er næsta' boðorðið að æfa sig ekki mjög mikið. Ef menn æfa sig mjög mikið, missa þeir stóran hluta af sinni persónulegu tján- ingu. Lesturinn verður tillærður, áherzlurnar óeðlilegar. Sæmilega læs maður finnur það venjulega á efninu og greinarmerkjunum, hvernig áherzlurnar eiga að vera, að ég tala nú ekki um, þegar lesið er eftir Þórberg. Þó er eitt hjá Þórbergi, sem maður þarf að vara sig á: Það má nokkurn veg- inn ganga út frá þvi sem visu, að næsta orð er ekki það, sem maður bjóst við að koma myndi. Slikur er auður og margbreytileiki mál- fars hans. Það er þvi ágæt regla, þegar verk Þórbergs eru lesin upphátt, að vera með augun á næstu linu fyrir neðan þá, sem verið er að segja. Til þess þarf ofurlitið sjónminni, en ef manni tekst að láta þannig augun vera jafnan einni lfnu á undan tung- unni, sem er að flytja textann, þá eru verulegar likur til þess að maður komist sæmilega frá verk- inu. Annað atriði er, sem mig lang- ar til að nefna. Eins og allir vita, er yfirleitt ekki lengur lesið beint i útvarp, heldur er nær allt efni flutt af segulböndum, og upptak- an hefur oft farið fram löngu áður en flutningur hofst sbr. lestur minn á Ofvitanum. Þetta býður þeirri hættu heim, að menn fari að reyna að taka upp aftur eöa jafnvel að klippa úr, ef þeim hefurorðið mismæli. Ég tel þetta ekki rétt. Það þarf að minnsta kosti að gera það með ákaflega mikilli gætni. Það er maður að lesa sögu i útvarpið. Hann les i hálftima i einni lotu. Hvað er eðli- legra en að honum verði einhvern tima mismæli á meðan á þessu stendur? Það væri meira að segja óeðlilegt, ef það kæmi ekki fyrir. Ég hef reynt að fylgja þeirri reglu að láta ekki leiðrétta mismæli hjá mér, ef þau eru ekki alvarlegri en svo, að mér hefði fundizt sak- laust að lofa þeim að koma fram i beinum lestri. Ég er dálitiö farinn að letjast, en ég hafði lengi vel Sunnudagur 20. mai 1973 TÍMINN 21 þann sið að lesa beint tvo til þrjá fyrstu lestrana af hverri sögu og svo aftur tvo eða þrjá siðustu lestrana. Ég er þeirrar skoðunar, að sá maður, sem ekki getur lesið beint, eigi ekki að reyna að lesa i útvarp. Þótt tæknin sé góð og sjálfsagt sé að nota sér kosti hennar, þá megum við aldrei láta hana freista okkar til þess að slaka á kröfunum til sjálfra okk- ar. Það er ekkert við það að at- huga og gerir ekkert til, þótt okk- ur verði á mistök annað slagið. Mig langar að bæta einu við um æfingu upplesarans. Ég var ekki alls fyrir löngu að tala við vin- konu mina, Finnborgu Ornólfs- dóttur. Hún er alkunnur útvarps- lesari, og nú var hún að segja mér frá þvi, þegar hún, fyrir mörgum árum, var að lesa i útvarp og vann hér með Helga Hjörvar, sem ef til vill var beztur allra þeirra, sem i útvarp hafa lesið. Hún sagði, að Helgi hefði sagt, að hún skyldi gæta þess að æfa sig ekki of mikið. Þetta þótti mér ákaflega gaman að heyra, þvi að þarna hefur hinn slyngi upples- ari, Helgi Hjörvar, löngu fyrr fundið nákvæmlega það sama, sem ég er að tala um. — Þú hefur þá ekki setið lon og don og æft þig fyrir hvern lestur Ofvitans, eins og ókunnugir gætu haldið? — Nei, það gerði ég alls ekki. Ég hlustaði stundum á þessa lestra, og ég játa það fúslega, að ég heyrði stundum setningar, þar sem ég hefði viljað nota aðrar áherzlur. En það var ekki svo mikið, að ég hefði ekki getað sætt mig við þær misfellur, ef ég hefði verið að lesa beint, en ekki af segulbandi. Skemmtilegasta verkefnið. — Nú hefur þú lesið margar út- varpssögur, eins og fram kom áð- an. Hvert þessara verkefna held- ur þú að þér hafi þótt skemmti- legast. — Þetta seinasta, alveg tvi- mælalaust. Mér þótti að visu mjög gaman að lesa Nirfilinn, enda var mikiö á hann hlustað, en Ofvitinn er eina útvarpssagan, sem ég hef getað hlustað á mér til ánægju, hreint eins og ég væri ekki að hlusta á sjálfan mig. — Má maður ekki ala með sér þá von að heyra þig lesa eitthvað fleira eftir Þórberg Þórðarson, fyrst þú ert á annað borð farinn að glima við hann i útvarpinu? — Það veit ég nú ekkert um, enda er það ekki ég einn, sem ræð þvi. En það er nú svo, að Þór- bergur er sá höfundur, sem ég les mér til einna mestrar ánægju, og vissulega hefði ég ekki neitt á móti þvi, persónulega, að lesa eitthvað fleira eftir hann, næstum hvað sem er. Þó er það tvennt, Þórbergur Þórðarson. sem fyrst kemur i hugann, þegar þetta berst i tal. Það er Islenzkur aðall og formálinn að Viðfjarð arundrunum, það sem hann skrit- ar um Skottu. Þetta hvort tveggja er eitthvert mesta lostæti, sem hægt er að kjósa sér úr bók- menntum okkar. Telpukrakkinn frá Viðfiröi, sem Þórbergur kynntist i Reykjavik og kallaði alltaf Skottu, þótt hún héti reynd- ar allt annað, verður svo ógleym anleg i meðförum hans, að ég hika ekki við að segja, að mér finnist það eitthvað þaö dásam legasta, sem ég hef lesið eftir is- lenzkan rithöfund. Ég veit, að þetta eru stór orð, en þau eru i fullri einlægni mælt. — Kannski að þú eigir eftir að lesa fyrir okkur fslenzkan aðal og frásögnina af Skottu litlu? — Getur verið. Hver veit? —VS. eins og naut! n Það var á öndverðum túna- slætti sumarið 1915, norður á Stóru-Hámundarstööum á Ar- skógsströnd viö Eyjafjörð. Ég haföi verið aö reka hross úr enginu, kom seint heim og var að boröa kvöldbita frammi i búri, þegar baul mikið heyrð- ist úti. Skyldi ég hafa gleymt að láta kálfana inn? hugsaði ég og brá mér út á hlað. En enginn sást kálfurinn. Ég gekk i kringum bæinn og klifraði lika upp á torfeldhúsiö til að skyggnast betur um. En allt kom fyrir ekki. Þótti mér þetta skrýtið. Þegar ég sagði frá þessu morguninn eftir, sagðist pabbi lika hafa heyrt baul undanfarin kvöld og haldiðsig heyra i kúm á næstu bæjum. Liðu nú nokkrir dag- ar, og heyrðist baulið enn nokkrum sinnum, bæði að kvöldlagi og snemma morg- uns. Þótti okkur þetta undar- legt, vegna þess að hljóðið virtist vera svo nærri, miklu nær en nautgripir voru i hvert skipti. Vinnumaðurinn sagði aö likast væri þvi, að ársgam- all kálfur baulaði i fárra faðma fjarlægð. Þaö haföi verið fremur vot- viðrasamt og einn morgun lá þokan niöur i miðjar hliðar — og var rennandi blautt á grasi. Heyrðust þá öskrin árdegis, að þvi er virtist rétt hjá bænum. Kú þurfti að leiða bæjarleið, og fórum við tveir strákar af staö með hana skömmu fyrir hádegi. Þegar komið var niður fyrir neöan Litla-Hjalla — um 15 minútna gang — drundi við öskur að okkur heyröist rétt hjá, og tekur kusa undir. Þeg- ar heim kom og viö fórum að segja frá, segist heimilisfólkið hafa heyrt öskrið á sama tima og virzt það koma neðan af túninu, úr áslægjunni. Fórum við paþbi nú af stað að leita og viti menn! Upp úr grösugum skorningi flýgur skyndilega fugl, og rekur upp öskur um leið, svo dimmt og stutt, að við hrukkum viö. Sá- um við bæli fuglsins i blautu grasinu. Þarna var baul- valdurinn kominn. Hann virt- ist rauðbrúnn, eða móbrúnn á lit og renndi sér einkennilega á fluginu, likt og hrossagaukar gera, — flaug i suðausturátt og hvarf. Sáum viö hann hvorki né heyrðum siðan. Pabbi sagðist muna, að i Möðru- vallaskóla heföi Stefán kenn- ari minnzt á fugl, sem öskraði likt og naut við seftjarnir i Danmörku og væri kallaður „Rördrum”. Seinna lásum við um hann i skýrslu Náttúru- gripasafnsins. Minnir mig að Bjarni Sæmundsson segði frá honum og kallaði sefhegra á islenzku. Hafa sézt hér 2 teg- undir, þ.e. Evróputegund og önnur minni amerisk, einnig kallaðir þvarar. Mun aðeins hinn stærri öskra svona gifur- lega. Sefhegrinn er æöi ein- kennilegur fugl. Hann heldur sig mest við tjarnir og fen meö hávöxnu sefi, sem hann leyn- ist i á daginn, en fer á stjá, þegar dimma tekur og veiðir froska, snáka, krabbadýr, smáfisk og jafnvel mýs. Með löngum tánum getur hann gripið um stóra sef- eða þak- reyrstönglana og ymist ferð- ast eftir þeim eða vaðið i vatn- inu. Hann læðist og veöur 'mjög sérkennilega með löng- um skrefum, teygjandi fram háls og nef, en lætur stundum vængina dragast langt aftur úr sér. Dettur þá ókunnugum sizt i hug, að þarna sé fugl á ferð, en fremur að þetta sé mörður eða refur. Stundum situr sefhegrinn langtimum saman 'grafkyrr á stólpa eða grein, með gildan hálsinn og langt nefið beint upp i loftið. Viröist hann þá framhald greinarinnar og er varla eftir honum tekið. Ef menn eða dýr ganga i kringum staðinn snýr hann sér lika og þannig að bringan snúi að friðarspillin- um. En bringan er langrákótt og likist þakreyrnum álengdar að sjá. Hann getur höggvið illilega með hvössu nefinu, ef á þarf aö halda. Sefhegri var algengur i Danmörku, en i seinni tið fer honum þar mjög fækkandi, enda hafa margar tjarnir og fenjasvæði verið ræst fram, og kjörsvæöi hans stórminnkað. Vonandi verða skilin eftir vot svæði og tjarnir handa fuglum hér á landi. Litur Evrópu-sefhegra (eða þvara) er rauöbrúnn, með svarta bletti og rákir. Þetta er allstór fugl, en hinn ameriski miklu minni. Um varptimann gefur karl- fuglinn frá sér hin miklu hljóð, sem sumir likja viö nautsösk- ur, aðrir við þokulúður, eða hljóð eins og það þegar blásið er i stút á tómri flösku. Auk þess gefur hann frá sér hást muldur. En öskrið hans er ástrarsöngur. Erlendis ganga margar þjóðsögur um þennan fugl, sem hefur bolarödd og læöist á nóttunni eins og draugur! Minnist hans, ef þiö heyrið öskur kveða við i tjarn- arsefi, eða sjáið kynlegt dýr skjótast eða busla milli star- anna. Sennilega hefur það verið ungur fugl, sem flæktist alla leiö noröur á Arskógs-strönd sumarið 1915, og tilkynnti komu sina á eftirminnilegan hátt. Sefhegri —ameriska tegundin. Aftari fuglinn teygir háls og nef upp úr sefinu. . Þorsteinn Hannesson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.