Tíminn - 20.05.1973, Blaðsíða 34

Tíminn - 20.05.1973, Blaðsíða 34
34 TÍMINN Sunnudagur 20. mai 1973 Lánsami Siggi hann missti bæði heyrn og sjón og vissi ekki, hvort hann var heldur piltur eða stúlka, en í því kom slátrari gangandi með grís. Hann aumkaðist yfir Sigga og spurði hann, hvað að hon- um gengi og gaf honum jafnf ramt að dreypa á pela sínum. Siggi sagði honum hvernig komið var, en slátrarinn sagði, að ekki væri að búast við mjólk úr svona gamalli kú, henni yrði að slátra sem fyrst. „Já", sagði Siggi, „en það verður ekki mikið varið í steik af henni, svona eld- gamalt hró, sem hún er! Þú átt sannarlega gott, að eiga þennan litla og feita grís, þar er nú maturinn góður og pylsurnar!" „Góði vinur!", sagði slátrarinn, „ef þér lízt á grísinn minn, þá geturðu fengið hann, ég skal skipta á honum og kúnni að sléttu, þykir þér það ekki gott?" „Ágætt", sagði Siggi og varð mjög glaður í bragði yfir láni sínu. Nú hélt hann aftur áfram kátur og ánægður og hugsaði: „Þú ert þó reglulega lánsamur Siggi, alltaf færðu bættan skaða þinn! En hvað svína- steikin verður góð". Skömmu síðar náði maður Sigga, sem var á sömu leið, hann hélt á stórri hvítri gæs undir hendinni. Hann heilsaði Sigga og þegar þeir fóru að tala saman þá sagði hann Sigga að gæsin væri ætluð í af- mælisveizlu. Það væri bezta steik undir sólinni og svo lofaði hann Sigga að taka á gæsinni og finna fitukeppinn undir vængjunum á henni. „Þetta er góð gæs," sagði Siggi, „en svínið mitt er nú ekki heldur neitt óhræsi" „Hvaðan er svínið þitt?" spurði hinn, og Siggi sagði honum, að hann væri ný- búinn að fá það i skiptum. Þá leit hinn í kringum sig með áhyggjusvip og sagði: „Heyrðu lagsmaður, okkar í milli sagt, þá var grís stol- ið frá fógetanum í þorpinu þarna. Þjófurinn hefur narrað þig og þegar lögregluþjónninn kemur á eftir okkur— mér sýnist að ég sjái blika á byssuhlaupið hans þarna hjá hæðinni — þá heldur hann að þú sért þjófurinn og þú lendir með grisinn í tukthúsinu í staðinn fyrir heima hjá móður þinni". ,,Æ, guð minn góður! Skelfing er ég ógæfu- samur", kallaði Siggi. „Blessaður góði vinur minn, hjálpaðu mér nú í öllum hamingju bænum!" „Veiztu hvað", sagði maðurinn, „fáðu mér fljótf grísinn og taktu gæsina, ég þekki leynistig hér nálægt og ég get falið mig". Þetta gerðist í einni svipan, og að vörmu spori voru allir horfnir, maðurinn, svínið og Siggi. „Gæfan eltir mig hreint og beint!" sagði Siggi og hló með sjálfum sér og bar gæsina áfram. Hann sá hvorki lögregluþjón né neinn annan, sem elti hann. Hann hafði allan hugann á steikinni góðu, fitunni, fjöðrunum og móður sinni svo ánægðri og nú kom hann í siðasta þorpið á leiðinni. Þar stóð maður við hverfistein, sem hann steig og dró hníf á. Hann var að sjá mjög ánægður, dró á og blístraði og blístraði og dró á og söng fjöruga visu í hljóðfalli við stigið. Að brýna hníf og brýna Ijá er bezta skemmtun, sem ég á. Hvað er betra en hverfi- steinn, hann til fjár mér nægir einn. Siggi stanzaði þarna með gæsina undir hendinni, hann var hrifinn af glað- lyndi mannsins, sem dró á, svo sagði hann: „Þér liður víst bærilega, sem getur verið svona kátur og glaður? Gaman væri að vera það!" „Og já, kunningi", sagði maðurinn, „það liggur alltaf vel á mér, ég hef alltaf peninga í vasa og það geturðu líka haft með gæsina þina. Hvaðan er annars gæsin?" „Ég fékk hana fyrir svín", sagði Siggi. „Og svínið?" „Það fékk ég fyrir kú!" — Og kúna?" — ,,Fyrir hest!" — „Og hestinn?" — „Ég lét fyrir hann gullklump, sem var eins stór og höfuðið á mér". „En þorparinn þinn" — hvar náðirðu í gullið?" — „Ég vann fyrir því í sjö ár, þetta var kaupið mitt." — „Nú áttu ekki annað eftir en að geta orðið brýninga- maður eins og ég, þá hefurðu peninga í öllum vösum, en til þessa þarftu ekki annað en hverfistein, ég hef einn hérna, hann er raunar nokkuð slitinn, en það má þó notast við hann enn nokkuð slitinn, en það má þó notast við hann enn nokkuð. Þú getur fengið hann fyrir gæsina. Viltu það?" „Ég að skipta? Já, ég held það nú", sagði Siggi mjög glaður. „Peninga í öllum vösum, það er ekki amalegt starf". AAaðurinn gaf nú Sigga gamalt hverfisteinsbrot og tinnustein, sem lá á veggn- um og Siggi var mjög ánægður. Hann var nú sannfærður um að hann hefði fæðzt undir einhverri heillastjörnu, þegar allt gekk honum svona vel. En sólin skein heitt. Siggi var orðinn bæði hungraður og þyrstur og steinarnir voru þungir, eins og gull- klumpurinn hafði verið fyrr og hann hrópaði: „Bara að ég þyrfti ekki að bera þessa þungu byrði!". Brunnur var við veginn, þar ætlaði Siggi að svala þorsta sínum og beygði sig niður, en í því missti hann steinana, sem féllu í brunninn og enginn varð glaðari en Siggi, að geta orðið svona allt í einu laus við þessa þungu steina, svona alvég af sjálfu sér. Nú reis hann glaður á fætur, laus við allar áhyggjur og byrðar og leit svo á, að hann væri gæfu- samasti maður undir sólunni og kom nú mjög ánægður heim til móður sinnar, — lánsami Siggi!!! DAN BARRV Eftirlitssveit..W Þetta er fyrsti fljúg ~Y _Trumanstöðin [ andi diskurinn, sem (ht "Ikallar.pramleiddur er á jörðu ®§5P^Hann hefur náð hraða 3 djóssins, og,komizt i Se&n um allar tilraunir Y Hann kemst til baka, í 1ÍF Eruein hver vand 1Í Hvpllur, en ekki á rétt^ ræði með aftur; an stað. Stjórntækih1 komuna, ^maŒláta ekki að stjórn. I Jarðstöð komdu inn. Vandræði! Reyndu að fylgjast með mér. Ég ætla að reyna að lenda nálægt Filippseyj um...nærri landi. Við _______með þér^p Fjandinn. Auðvitað f&Kj þurfti ég að lenda i stormi. Ég ætla að réyna ai llenda hér við Mindanao.gáT King F—tuiát SyndicaU, fnc., 1973. World right» roervcd.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.