Tíminn - 20.05.1973, Blaðsíða 15

Tíminn - 20.05.1973, Blaðsíða 15
Sunnudagur 20. mai 1973 TÍMINN 15 Thor Vilhjálmsson, rithöfundur i stássstofu sinni. Veggirnir eru þaktir af konst. Yfirleitt eru þetta smámyndir, sem listamennirnir sjálfir hafa fært skáldinu og mér er sagt aö engin mynd f húsinu sé keypt, heldur séu myndirnar skiptimynt i samskiptum rithöfundar og málara. A myndinni má greina verk eftir Kjarval, Scheving, Sverri Haraidsson og ýmsa flciri. ,,Það eru ýmsir málarar, sem skrifa vel. S,vo auövitað er samband á milli hlutanna. Að visu eru ekki allir málarar þannig að þeir njóti sin i rituðu máli. Þeir hugsa ekki þannig”. (Thor Vilhjálmsson i viötali). og örlögin eru sameiginleg, þvi að það eru vissar staðreyndir, sem ákvarða örlög okkar allra. Það er þvi firra, ef rithöfundar láta eins og þeim komi ekki það við, sem skeður utan landhelgi okkar. — Hvað um málfrelsi og bar- áttu vissra rússneskra og griskra listamanna og visindamanna fyr- ir andlegu frelsi? — Það eru nokkrir hugrakkir menn þarna að berjast fyrir þvi, sem i rauninni ætti að vera sjálf- gefið, að mega segja hug sinn all- an. Tala eins og samvizkan býður þeim. Samkvæmt eðli fasismans, sem eru trúarbrögð fólskunnar, er reynt að berja alla list. Hjá Bernard Shaw er Fjandinn excentriskur og hefur sál og er listelskur og gáfaður, en hjá fas- istum er þetta alltaf sama and- lausa bullan. Ég trúi þvi vissulega, að það sé sameiginleg barátta: að varð- veita sannieikann og hið talaða orð. Það var einhvern tima verið að minnast á guðsröddina i brjósti mannsins, að hún sé það, sem listamanninum beri að hlusta eftir. Honum beri ekki að þjóna neinum skrifstofukorpór- öllum landsins, né að flytja neins konar boðskap út af þeirra kon- tórum. —- Hvað segirðu um þessi mál i sósialistisku löndunum? — Mér finnst það fjandi hart. Sósialisminn átti einmitt að gera manneskjuna frjálsa. Það, sem er i rauninni eðli fasismans, er óeðli i sósialismanum. Ég vil ekki að sósialisminn gangi aðeins út á það að gefa fólki að éta, þótt reyndar sé það höfuðkostur. Ég hefi svo sannarlega ekki á móti þvi, að hann sé praktiseraður, sem mötuneyti, en það verður lika að lofa fólki að lifa sálarlifi. Ég er sannfærður um að það sé hægt að samræma þetta. — Hvað segirðu um neyzlu- þjóð? — Menn eru núna farnir að gera sér grein fyrir þvi, að ef þeir ekki gæta sin, mun mannkynið kafna i óþverra. Það er einkum og sér i lagi ungt fólk, sem gerir sér grein fyrir þessu: skilur það betur en okkar kynslóð gerði. Að visu má segja sem svo, að hver kynslóð verður að bjarga heimin- um, Ég trúi sem sé ekki á endan- Thor segir: ,,Ég hefi ekki haldið neina málverkasýningu. Vil ekki setja mig isteilingar og vera hátiðlegur. Þetta er nokkuð, sem ég geri mér til unaðssemdar, ekki ui að kássast upp á annarra manna jússur”. lega lausn. Mesta vonin er fólgin i þvi fólki, sem nú er að vaxa upp. Andóf þess gegn prjáli, er til dæmis athyglisverð. Það var skiljanlegt, að fólk, sem alltaf hafði verið fátækt, reyndi að afla sér og sanka að sér alls konar hlutum, sem það hafði i rauninni ekki neina sérstaka þörf fyrir. Sumir menn urðu bókstaflega óð- ir, þegar það kom vinna og pen- ingar og þeir héldu áfram að þræla dag og nótt, löngu eftir að þeir voru búnir að eignast allt, sem þeir höfðu þörf fyrir og þeir eyðilögðu i sér magann og taug- arnar og hjartað og allt, sem heiti hefur, þvi að þeir gátu ekki hætt. Við þurfum að gera mikinn grein- arraun á vinnu fyrir frumþörfum og vinnu, sem menn leggja á sig fyrir helvitis hégóma og prjál. — Finnst þér vera still yfir ís- landi. — Nei. Annars er þjóðlegur still yfir fáeinum gamalmennum á Islandi. Ég las tslendingasög- urnar norður á Húsavik, heima hjá foreldrum minum og einu sinni stóð jafnvel til að ég yrði part úr vori eins konar skrifari hjá Guðmundi á Sandi, þeim góða manni og það hefði aldrei staðið til, ef ég hefði verið fákunnandi um fornsögur. Ég held að við sé- um að þvi leyti til frábrugðnir gömlu mönnunum, að við dáum sögurnar bókmenntalega, stil- fræðilega, en erum ekki persónu- legir vinir Njáls og Gunnars á Hliðarenda, eins og garnla fólkið var, og fornritin eiga sinn gilda þátt i þeirri virðingu, sem borin kann að vera íyrir rituðu máli á Islandi. „Myndlistin hefur verið náttúrleg fyrir sig. Ég ætla ekki að halda nein sunnudagserindi um það hvað myndlistin er og hvað ekki. Ég hefi fyrst og fremst gaman af að skoða myndir. Ég hefi oft verið mjög upplagður á söfnum, þegar aðrir eru farnir heim. Ég geri mér þetta til yndis-auka”, segir Thor Vilhjálmsson um myndlist sina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.