Tíminn - 20.05.1973, Blaðsíða 36

Tíminn - 20.05.1973, Blaðsíða 36
36 TÍMINN Sunnudagur 20. mai 1973 licr er sýnd cin af hinum fjórum frumgerftum húsanna, sem senn verður fariö aö framleiða á Siglu- firöi. Grunnmyndin af húsinu á aö koma það skýrt fram, aö hún þarfnast ekki frekari skýringa. Fiatar- mál þessa húss, sem er þaö stærsta, er 125,90 fermetrar. Húsin eru sett saman úr einingum, sem eru um 130 sm breiðar og aöallega af þrem gerðum, hcilar einingar, gluggaeiningar, og hurðaeiningar, fyrir aöalhurö, bakhurö og svala- eða garðhurö. Áætlaö er, að verð húsanna verði um 65% af andvirði visi- töluhúsanna. Taliðcr að hægt sc að reisa húsin á 4 vikum. Nýtt stórfyrirtæki að rísa upp á Siglufirði Almenn gróska og bjartsýni ríkjandi á Siglufirði MA EKKI HÆTTA VATNS KÆLINGUNNI NÝTT STÓRfyrirtæki er i burðar- liðnum á Siglufirði, Ilúseiningar h.fog verður aðalstofnfundur þess, sem formlegs hlutafélags haldinn laugardaginn 19. mai. Húseingingar h.f. var fyrst stofn- að sem könnunarfélag í ágúst á siðastliðnu ári, og skyldi rann- saka hugsanlegan grundvöll fyrir verksmiðjuframleiðslu á timbur- húsum á Siglufirði, og var aðal- hvatamaður að stofnun félagsins, Hafsteinn Ólafsson húsasmiða- meistari i Reykjavik. Könnunin var mjög jákvæð, og var þvi ákveðið að breyta félaginu i framleiðslufélag. Stofnun þess stendur einmitt yfir eins og áður segir. Sérstök nefnd eða stjórn hefur undanfarið unnið að undirbúningi stofnunar félagsins, og mun hún skila af sér á aðal- fundinum nú á laugardaginn. Verður þá jafnframt kosin ný stjórn. Hlutafjársöfnun hefur staðið yfir undanfarna daga. Höfðum við samband við Skúla Jónasson á Siglufirði, en hann er einn þriggja meðlima undirbúningsnefndar- innar, og tjáði hann okkur, að þegar hefðu safnazt milli G og 7 milljónir i hlutafé. Væri markinu eiginlega náð þar með, en þó sagði Skúli, að reynt yrði að halda áfram og ná svo sem 8 til 9 milljónum samtals. Stærsti hlut- hafinn er Siglufjarðarbær, með 2 milljónir. Hinir hluthafarnir eru einstaklingar og fyrirtæki á Siglufirði. Hlutafé fyrrnefnds könnunar- félags var 300 þúsund og lögðu nokkrir einstaklingar á Sigluíirði þaðfram.Auk þess lét Húsnæðis- málastofnun rikisins i té 500 þús- und til könnunarinnar og Byggða- sjóður sömu upphæð. Áætlana og skýrslugerð fyrir félagið annaðist verkfræðistofa Guðmundar Óskarssonar í Reykjavik, en þeir Edgar Guðmundsson verkfræð- ingur og Helgi Hafliðason arki- tekt unnu mest að áætluninni. Húsin, sem Húseiningar h.f. kem- ur til með að framleiða, teiknaði Helgi Hafliðason. Að sögn Skúla koma vélarnar i verksmiðjuna nú um mánaða,- mótin. Eru þetta nýjar vélar, flestar norksar, upp á 7-8 milljónir króna. F'yrirtækið verð- ur til húsa i Tunnuverksmiðju rikisins á Siglufirði. Meiningin er að fara i það að rifa niður vélarn- ar, sem fyrir eru i tunnuverk- smiðjunni mjög bráðlega, þannig að húsið verði tilbúið, er nýju vélarnar koma. Er reiknað með, að uppsetning þeirra taki um hálfan mánuð. Þá sagði Skúli, að von væri á efni I 10 hús i júli, þannig að búizt væri við, að hægt yrði að byrja framleiöslu húsanna um mánaðamótin júli-ágúst. Verksmiðjan á að vera i gangi allt árið, i framtiðinni, og er reiknað með framleiðslu 40 húsa á ári. En Skúli kvaðst álita, að hægt væri að framleiða um 100 hús á ári, án þess að aukið væri við vélakost. A þessu ári er reikn- að með að framleidd verði 10-12 hús. Við viljum fara hægt af stað og vanda okkur þeim mun betur, sagði Skúli. 12 manns munu vinna i verksmiðjunni til að byrja með. Byggingarkostnaðurinn lækkar um ein 35% Um er að ræða fjórar frum- gerðir húsa, en með breytingum, sem út frá þeim spinnast, eru gerðirnar alls um 20. Að sögn Skúla er miðað við, að húsin fari ekki upp fyrir það hámark, sem Húsnæðismálastjórn setur um stærðhúsa, 127 f.m. Þá erueinnig minni gerðir. Húsin verða unnin til fullnustu i verksmiðjunni, með eldhúsinnréttingu og öllu. Eru þau framleidd í einingum, og verða siðan sett saman S grunn- um, er reistir hafa verið sam- kvæmt teikningum þeirra. Samkvæmt hönnun, er gerð var i vetur. er byggingarkostnaður húsanna um 65% af byggingar- kostnaöi visitöluhússins. Hins vegar sagði Skúli, að ekki væri gott að segja á þessu stigi um væntanlegt verð húsanna, þar sem byggingarvisitalan væri sifellt að hækka. Kostnaður við steinhús myndi þó aukast meira. þar sem vinnuhlutfallið væri hærra við þau. og vinnulaunin hafa hækkaö meira en timbrið. Skúli kvað fjölda fyrirspurna, hafa borizt hvaðanæva að af land- inu. Það virðist þvi auðsætt, að, ekki myndi skorta markað íyrir hin nýju timburhús. 1 heimabæn- um sjálfum, Siglufirði. eru likur til, að reist verði íljótlega. eða þegar framleiðslan leyfir. mörg hús. Bæjarstjórn Sigluf jarðar. sem hefur frá upphafi sýnt félag- inu mikinn áhuga, fól fyrir nokkru bæjarverkfræðingi að skipuleggja svæði fyrir 20-30 hús frá Húseiningum. Ef allt gengur vel, ætti fyrirtækið að geta verið búið að framleiða ein 50-60 hús um áramótin 1974-75, miðað við núgildandi áætlun. En eins og áð- ur er komið fram, er grundvöllur fyrir því að framleiða allt að 100 hús á ári, án þess að auka við vélakostinn. Hér rikir mikil bjartsýni Aðspurður, hvort hin nýju hús gætu ekki orðið til að draga fólk til Siglufjarðar, sagði Skúli, að svo gæti vel farið. En annars væri húsnæðisskortur á Siglufirði um þessar mundir, þannig að fyrst um sinn, yrði vart gert meira en anna eftirspurn þar á staðnum. Unga fólkið vantaði viðunandi húsnæði. Það væri ekki hægt að bjóða þvi upp á byrja búskap sinn i gömlum húshjöllum, sem mikið væri af á Siglufirði. Hin nýju hús myndu og koma til móts við það fólk, er gerði einhverjar kröfur um ibúðarhúsnæði sitt. — Mér virðist, að það sé farið að gæta mikillar bjartsýni meðal fólks hér á Siglufirði. Þá er fólk utan af landi allmikið farið að spyrjast fyrir um húsnæði og vinnu hér. Það er ýmislegt hér á döfinni, er gæti spáð góðu, ef vel tekst tií. Þormóður rammi er t.d. með miklar áætlanir. Hann er að byggja nýtt fiskiðjuver og fá nýja togara. Og við hér hjá Isafold erum aðspá i togskip lika, þannig að fiskvinnslumálin ættu að geta orðið alltrygg. Sigló-verksmiðjan getur vonandi gengið áfram, og svo eru hér mörg smærri fyrir- tæki, sem virðast eiga framtið fyrir sér. Mér er óhætt að segja, að hér riki meiri gróska og bjartsýni, en verið hefur um fjölda ára. — Stp. ET-Reykja vik. — Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur, lét Timanum i té þær upplýsingar, að hraunmyndun i gignum á Heima- ey væri að jafnaði u.þ.b. 5 rúm- metrar á sekúndu, færi jafnvel upp i 10 rúmmetra á sekúndu. Frá páskum hefur hraunmyndunin haldizt að mestu óbreytt. Hins vegar er hraunið nú meira þunn- fljótandi en áður, t.d. hefur rennslishraði þess komizt i 1 metra á sekúndu. Sigurður kvað sprengigosið nú vera orðið það litið, að hugsazt gæti, að þvi lyki e.t.v. i bráð. Aft- ur á móti mætti alls ekki ganga út frá þvi sem gefnu, að sú yrði raunin. Sigurður sagði, að vatnskæl- ingu hraunsins ætti skilyrðislaust Athugasemd Grein i Alþýðublaðinu 18. mai undir fyrirsögninni „Verkalýðs- hreyfingin og rikisstjórnin” er mér allsendis óviðkomandi, þótt höfundurinn beri sama nafn. Jón tyarsson, Viðimel 42. Reykjavik. ^ Spó sem eftir er að vita.hvort kem- ur fram: Spákonan boðar, að ríkis- stjórnin muni sitja áfram, tið- indaleysi i herstöðvamálinu og að landhelgisdeilan leysist á árinu, og islendingar uni sinum hlut bærilega. Hún segir að Bernhöftstorf- an verði endurnýjuð nokkuð á árinu. Þá segir hún fyrir um tvo stórbruna. Ýmsir stórviðburðir aðrir eiga að verða, t.d. heimsóknir margra merkra manna, m.a. Danadrottningar og Alccs Douglas Home, auk þeirra, sem þegar hafa verið nefndir. Þá hljóðar spádómurinn upp á að Moshe Dayan taki við af Goldu Meir i israel og hörð átök fyrir botni Miðjarðar- hafs. Loks boðar valvan stórkost- legt vfsindaafrek á árinu, sem verði heiminum til góðs. Útvegsbankinn iðnaði, 8.6% i útlánum til einstak- linga 6,8% i útlánum til opinberra aðila, 5,3% i bygginga og mann- virkjagerð og 4.2% i samgöngum. Staða Útvegsbankans gagn- vart Seðlabankanum fór batnandi á árinu 1972. Innstæða Útvegsbankans á bundnum reikningi i Seðlabankanum nam 554 milljónum króna i árslok. Arsskýrsla Fiskveiðasjóðs Is- lands, sem lýtur sérstakri stjórn, en er i umsjá Útvegsbanka ís- lands, fylgir ársskýrslu útvegs- bankans. Lánveitingar Fisk- veiðasjóðs námu á árinu 1972, 1,264 milljónum króna á móti 858 milljónum króna á árinu 1971. Meiri hlutinn af útlánum Fisk- veiðasjóðs á árinu 1972 fór til skipasmiða, eða 932 milljónir króna. Útlán til hraðfrystihúsa og annarra vinnslustöðva námu hins vegar 331 milljónum króna á árinu. Útistandandi lán Fisk- veiðasjóðs námu i árslok 4,333 milljónum króna. að halda áfram af sama krafti og áður, þótt þess sæjust merki, að gosið væri i rénun. Hann kvað hraunmyndun enn það mikla, að hluti bæjarins væri i hættu, ef að- stæður breyttust til hins verra. Hins vegar taldi hann öskumynd- un svo litla, að rétt væri að halda áfram hreinsun bæjarins af full- um krafti. — Nei, það var heldur minna að þessu sinni. Þó var mikið af loðnu á 30 sjómilna löngu og 5-10 sjómilna breiðu svæði. Auk þess var dreifðari loðna suður með brúninni, allt suður i Reyðar- fjarðardýpi. Af óviðráðanlegum orsökum varð könnunin á loðnumagninu ekki eins ýtarleg og við væntum i upphafi. Samt sem áður er óhætt að fullyrða, að verulegt magn loðnu gangi upp að suðurströnd- inni til hrygningar næsta vetur, þó e.t.v. ekki sambærilegt við það mikla magn, sem hrygndi i ár. — Hvað viltu segja um veiðina s.l. vetur? — Veiðin i ár fór fram úr þvi, sem ég hafði búizt við. Ég vil aft- ur á móti leggja áherzlu á, að mjög erfitt — ef ekki ógerlegt — er að spá fyrir um veiðarnar. Aðstæður i vetur voru að mörgu leyti hagstæðar: Loðnan veiddist austar en áður hafði þekkzt, mik- ið magn gekk á miðin og vertiðin stóð lengur en oft áður, vegna þess að hátt verðlag var á afurð- unum. Siðast en ekki sizt tókst skipulag löndunar með miklum ágætum, jafnvel enn betur en menn höfðu gert sér vonir um. — Er sóknin of mikil i loðnuna? — Nei. Sem stendur er ekki sjáanlegt að of mikið sé sótt I loðnuna. Við höfum ekki getað „slegið máli á stofninn”, en s.l. 2 ár, — sem voru metaflaár — held ég, að tæplega komi til mála, að meira hafi verið veitt af hrygningarstofninum en 5-10%. — Svo útlitið er gott. — Þaðvirðist a.m.k. öruggt, að nægileg loðna gengi á miðin næsta vetur. Þá sýna ungfisk- rannsóknir s.l. sumars, að árang- urinn frá 1972 — sem hrygnir ýmist 1975 eða 1976 — er mjög stór. Að því er bezt verður séð, lit- ur þvi vel út með loðnugengd næstu 2-3 árin, en eðli málsins vegna, sjáum við ekki lengra fram i timann. Við fiskifræðingarnir reynum að fylgjast sem bezt með loðnu- gengdinni og höfum fullan hug á að koma i veg fyrir, að stofninn rýrni óhæfilega mikið. — Ertu bjartsýnn á, að það takist? — Loðnuveiðarnar, eins og þær hafa verið stundaðar að undan- förnu, virðast á engan hátt ofbjöða stofninum. Sennilega má auka þær á næstu árum, ef tveim aðalskilyrðum verður fullnægt: 1) Ungloðnan fyrir Austurlandi sé látin i friði að vorlagi og 2) Mjög varlega sé farið i loðnuveiðar á ætisvæðinu úti fyrir Norður- og Norðausturlandi, — sagði Hjálm- ar Vilhjálmsson að lokum. E.T. INNGANGSHLIÐ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.