Tíminn - 20.05.1973, Blaðsíða 12

Tíminn - 20.05.1973, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Sunnudagur 20. mai 1973 Kaupmenn - Kaupfélög Garðslöngur úr gúmmi og plastslöngur með nylonstriga frú TRELLEBORG V i Uðarar og slöngutengi frú # GARDENA unnai (yfoxekóófln h.f. Suðurlandsbraut 16. > Sími 35200 t>egar hópurinn lék á Carnoustie kom þar blaðamaöur frá stórblaðinu Observer og var hann aö leita aö islenzkum varðskipsmönnum. Var honum sagt, að þeir væru ekki meö I þetta sinn, þvi þeir væru heima aö skjóta á Englendinga, en þeir létu alla Skota i friði. Lét hann sér þaö svar vel lika og tók nokkrar myndir m.a. af þessum herramönnum, sem eru, taliö frá vinstri: Ingólfur Helgason, Bert Hanson , Kristmann Magnússon og Ólafur Tryggvason. Um síöustu mánaðamót hélt héöan um 120 manna hópur íslenzkra golfáhuga- manna og kvenna til Skot- lands þar sem hópurinn fyrirhugaöi að ráöast til at- lögu við nokkra frægustu og beztu golfvelli Bret- landseyja. Vellir þessir eru allir í North Berwick eöa næsta nágrenni, sem er í * um klukkustundar akstur frá Edinborg, viö hinn sögufræga fjörö Firth of Forth. betta var fjórða árið i röð, sem islenzkir kylfingar ráðast til at- lögu við þessa velli, en aldrei fyrr hafa þeir verið eins fjölmennir og i þessari ferð, sem stóð i 9 daga. Dvalið var á Marine Hotel eins og i fyrri ferðum og var hótelið með öllu yfirtekið af tslendingum, starfsfólkinu til mikillar ánægju, enda sögðu þeir að þetta væri bezti og fjörugasti hópur útlend- inga, sem þangað kæmi ár hvert. Það voru ekki margar minútur liðnar frá þvi að hópurinn kom á hótelið, þar til að stærsti hluti hans var kominn út á einhvern völlinn með kylfur sinar og kúlur og byrjaður að róta upp skozkum jarðvegi eða sandi úr hinum fjöl- mörgu sandgryfjum, sem haföar eru á öllum völlum til að gera þá erfiöari yfirferðar og hættulegri fyrir höggafjölda. Þarna hófst þegar mikill slátt- ur, sem stóð yfir frá morgni til kvölds i þá 9 daga, sem ferðin tók. Hafa höggin sem hópurinn sló, sjálfsagt skipt þúsundum, enda þurftu margir mörg högg til að ljúka þeim 18 eða 36 holum, sem leiknar voru daglega. Menn A hótelinu voru haldnar kvöldskemmtanir og þar jafnan mikiö sungiö. Ilér taka þeir Sveinn Snorrason. Valur Fannar og Birgir Þorgilsson lagið. Við pianóiö sitja Sigurbjörg Guðnadóttir og pianóleikarinn Ilavid Cheethon og taka bæði undir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.