Tíminn - 20.05.1973, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.05.1973, Blaðsíða 9
Sunnudagur 20. mai 1973 TÍMINN 9 Höndin og kyndillinn var þaö fyrsta sem tilbúiö var af styttunni. Til aö Bandarikjamenn legöu fram fé, var stykkiö sent á afmælissýninguna i Philadelphia. manna, þannig að söfnunin i undirstöðurnar gengi betur. Fyrst mótaði Bartholdi stytt- una úr leir, fjögurra feta háa, þá niu feta háa úr gipsi. Hann kallaði á móður sina, þvi andlit hennar var eins og skapað á frelsisgyðju að áliti sonarins. Likama gyðjunnar varð að móta eftir yngri konu, einnig vegna þess að það var ekki fyrir nema unga og hrausta manneskju að sitja fyrir timunum saman með handlegginn upp i loftið. Bartholdi vissi nákvæmlega hvaða konu hann vildi. I brúð- kaupi nokkrum vikum áður hafði hann hitt stúlku að nafni Jeanne Emilie. Hún hafði rétta likam- ann. Auk þess áleit Bartholdi, að með þessu móti fengi hann tæki- færi til að kynnast stúlkunni bet- ur. Jeanne Emilie tók leitan hans vel og tveimur vikum siðar var hin niu feta stytta tilbúin. Bart- holdi var orðinn ástfanginn upp fyrir bæði eyru og um haustið kvæntist hann Jeanne Emilie! menn og hóf verkið. Stærðin var gifurleg. Aðeins höndin var meira en hálfur fimmti metri, og visifingurinn 2,45 metrar. í júni var höndin búin. Hún og kyndillinn voru tekin i 21 hluta og flutt til Philadelphia með gufu- skipinu Labrador. Fjöldi fólks safnaðist saman á sýninguna, á hverjum degi komu um 50 þúsund manns á svæðið. Meðal gripa þarna var 700 lesta gufuvél og ný uppfinning sem kölluð var talsimi. Og forsmekk- urinn af frelsisstyttunni. 125 þús- und manns greiddu 10 cent fyrir að prila upp járnstygann inn i höndinni. Af pallinum undir kyndlinum var hægt að sjá yfir sýningarsvæðið. Bartholdi var sjálfur á staðnum og horfði á gapandi undrun Bandarikjamanna. Hugsa sér, að ein þumalfingursnögl skyldi vera 33 sm á lengd og 25 á breidd. Upp- haf frelsisstyttunnar varð geysi- vinsælt i Bandarikjunum, en framhaldið gekk ekki eins vel með. Velgengni i byrjun Niu feta styttan var stækkuð fjórum sinnum. Það var rétt að kyndillinn komst fyrir i vinnu- stofunni. Nú taldi Bartholdi, að ó- hætt væri að hefjast handa með fyrsta hlutann i réttri stærð. Það var kominn april. Ef hann átti að ná sýningunni varð hann að flýta sér. Hann valdi höndina með kyndlinujn, réöi aðstoðar- Styttunni lokið Fransk-bandariska sambandið kom saman 7. júli 1880 i matsal Continental-hótels i Paris. De Laboulay var nú 69 ára og hrum- ur orðinn. Hann las upp bréf, sem hann hafði skrifað Frelsisstyttu- nefndinnii Bandarikjunum. Hann vissi, að fjármögnunin og bygg- ing styttunnar myndi taka nokkur ár. Arið 1878 hafði andlit styttunn- Frédéric Auguste Bartholdi. Maöurinn sem teiknaöi og geröi Frelsis- stvttuna. ar dregið að sér gesti á heimssýn- inguna i Paris og nú, tveimur ár- um siðar, trónaði styttan 30,5 metra yfir bráðabirgða undir- stöðu sina. Þá kom upp vandamál. Bart- holdi gat ekki leyst það, hvernig hann átti að búa svo um, að stytt- an þyldi mikið vindálag? Myndi hún ekki lika draga að sér elding- ar? Hvernig átti hann að koma i veg fyrir að hún eyðilegðist af eldingu? Hann fékk sér verkfræðiaðstoð og hana ekki af verri endanum. Gustave Eiffel bauð sig fram, maðurinn bak við Eiffelturninn. Eiffel vann i marga mánuði við styttuna. Til að tryggja hana gegn vindi lét hann fjórar járn- súlur ganga upp úr undirstöðunni og út frá þeim margar greinar, þétt net úr járni. Þetta var beina- grind styttunnar. Koparplöturnar 300, sem mynda sjálfa styttuna, voru siðan festar á netið. Eiffel sagði, að hætta á elding- um væri auðvitað fyrir hendi, en koma yrði i veg fyrir skemmdir. A hverjum stað, þar sem kopar- inn snerti beinagrindina, var sett asbestplata og eldingavara var komið fyrir. 1 júni 1882 var styttan þakin koparplötum upp að miðju og i desember sagði Bartholdi banda- risku nefndinni, að með vorinu myndi andlit gyðjunnar birtast yfir húsþök Parisarborgar. 1 júni 1884 var hin glæsta stytta loks fullgerð og af útsýnispöllum hennar var hægt að sjá yfir alla Parisarborg. Hinn 4. júli bauð fransk-banda- riska sambandið allri Parisar- borg til opinberrar athafnar. De Laboulaye hafði látizt árið áður og formaður sambandsins var nú Ferdinand de Lesseps greifi, sá sem byggði Súez-skurðinn. De Lesseps afhenti ambassador Bandarikjanna i Frakklandi, Levi Morton styttuna og sagði, að meira en 100 þúsund Frakkar hefðu lagt til hennar fé. — Við vonum að styttan verði ávallt trygging vináttu milli rikj- anna, sagði Lesseps og siðan var franski þjóðsöngurinn leikinn. Morton undirritaöi skjal og þar Andlit styttunnar er andlit móöur Bartholdis, en kona hans lagöi til likamann. með varð styttan eign Banda- risku þjóðarinnar. En siðan gerðist nokkuð ótrú- legt. 1 heilt ár stóð Frelsisstyttan i garðinum við vinnustofuna og Frakkar tóku að velta vöngum. Vildu Bandarikjamenn kannske ekki þiggja þessa glæsilegu gjöf? Ekki var furöa þótt undrast væri. Undirstaðan á Bedloeeyju var ekki tilbúin og þjóðin vildi ekki leggja fram meira fé. Pulitzer fer á stúfana Föstudaginn 13. marz 1885 var Framhald á bls 39 Gólfdúkur Hollenzk og amerísk gæðavara Fagmenn á staðnum. UTAVER .1 inn í jtaver Grensásvegi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.