Tíminn - 20.05.1973, Blaðsíða 11

Tíminn - 20.05.1973, Blaðsíða 11
Sunnudagur 20. mai 1973 TÍMINN II Amelai Kaiser er þýzkættuö, eins og margir stórjaröeigendanna í Suður-Chile. Hún hefur byggt kofa á jaröeign sinni, þar eö stjórnin gerir upptækar allar jarðir, sem eigandinn dvelur ekki á nokkurn hluta ársins. ♦------------------------ Beztu bújarðir Chile eru i suöur- hluta landsins og stórjarö- eigendur þar höfðu augðazt vel. En nú taka smábændur og iand- búnaðarverka menn við stór- jöröunum. ekki nytjuðu. Landbúnaður Chile er ennþá vanþróaður og það verður að flytja inn mikið magn landbúnaðarafurða. Alþýðustjórnin gerir ráð fyrir að um tvö þúsund og fimm hundrað stórjarðir hafi verið gerðar upptækar i stjórnartið hennar til loka ársins 1972. Þorir ekki að byggja herra- garð Upptökur stórjarðanna ganga ekki alltaf þegjandi og hljóða- laust fyrir sig. Þá er grátið.sár- bænt og stundum jafnvel hleypt af skotum. Harmrænar sögur eru sagðar af evrópskum land- nemum, sem komu vestur um haf með tvær hendur tómar og reistu sér hörðum höndum byggðir og bú i suðurhéruðunum, sem Chile- menn sjálfir sýndu þá litinn áhuga. Nýbyggjar þessir urðu hins vegar fljótt að auðugum góss- eigendum, sem margir keyptu sér ibúðir i höfuðborginni. Þar dvöldust þeir siöan lengst af, en komu sjaldnast til jarðanna suður frá nema i sumarleyfinu. Hins vegar ráku þeir búskapinn þar áfram og græddu á honum of fjár. Alþýðufylkingin segir að vilji stórjarðeigandi halda jörð sinni, verði hann að búa þar að minnsta kosti nokkurn hluta ársins. Amelai Kaiser, þýzk að ætt, hefur þess vegna byggt sér kofa á stórjörð, sem hún erfði i suður- landinu, og þangað fer hún nú reglulega til þess að lita eftir bú- skapnum og dokar við i nokkur dægur hverju sinni. Hana blóð- langar að byggja sér stóran og fallegan herragarð, á svæði þar sem mikið er um fagurt blóm- skrúð. En hún þorir það ekki, og svo er um fleiri. Hún veit ekki nema jörð hennar verði þá og þegar gerð upptæk. Af skýrslum.sem borizt hafa til Cora sést að jarðeignir undir áttatiu hektara stærð eru lika gerðar upptækar. óhultir virðast jarðeigendur fyrst ef þeir eiga ekki meira en fjörutiu hektara, og Cora beitir ýmsum aðferðum við upptökuna. Til dæmis má taka upptöku stórjarðarinnar Villa Rosa, sem blaðamenn frá Norðurlöndunum voru vitni að nýlega. Þeir komu þangað ásamt fjórum starfs- mönnum Cora og tiu vopnuðum lögregluhermönnum. Sterkt sól- skin var, en þótt bændurnir, sem stóðu i röð fyrir framan bæjar- húsin með hattana i hendinni, sneru sér undan sólinni, voru augu þeirra pirð eins og þeir hörfðu i mikla birtu. Þeir voru þögulir og aðgætir. Við eignaupp- tökurnar hefur stundum komið til bardaga milli fyrrverandi og verðandi eigenda. Stúdentar i hinni byltingar- sinnuðu vinstrihreyfingu MIR hafa i tið alþýðustjórnarinnar komizt i gott samband við Indián- ana sunnan við Bio-Bio-fljót og hjálpað Arákönunum við upptöku margra stórjarða. Ut af þessu hefur stundum farið i hart, og Cora hefur oft látið snörpustu átökin ganga um garð áður en hún hefur sjálf tekið i taumana. Þeirra eigin lög Stórjarðeigendur suðursins héldu fyrst, að með þvi að beita vopnum gætu þeir staðið af sér atlögur Cora og jarðnæðislausra bænda. En það hefur farið á aðra leið. Það kaldhæðnislega er að lög borgarastéttarinnar sjálfrar verða stjórjarðeigendunum nú að fótakefli. Allende forseti útskýrir málið þannig: „Borgarastéttin setti lög, sem voru væg gagnvart þeim sem tók jörð eignarnámi, var það útskýrt þannig að svoieiðis gerðist oftast vegna misskilnings. A hinn bóginn yfirmáta hörð gagnvart þeim sem tók til sín jörð, sem hann hafði átt áður. Lögin refsa sem sagt ekki þeim, sem tekur jörð eignarnámi nema þvi aðeins að hann hafi átt hana áður! Hvernig stendur á þessu? Jú, það var vegna þess að upprunalega lögðu gósseigendurnir undir sig jörð, sem tilheyrði þeim innfæddu, og lögin voru sett með það fyrir augum, að hindra þá i að ná jörð sinni aftur. Lögspekingar borgarastéttarinnar gátu ekki látið sér til hugar koma, að alþýðan gæti beitt gegn þeim þeirra eigin lögum. Og hvað leiðir svo af þessu? Jú, sveitamennirnir sjálfir leggja undir sig jarðnæðið, til dæmis Indiánarnir, en þeir Framhald á bls 39 n ®a SOKKAX XXFOEYMX þjónusta - sala - hleðsla - viðgerðir Alhliða rafgeymaviðgerðir og hleðsla Notum eingöngu og seijum járninnihaldslaust kemiskt hreinsað rafgeymavatn Næg bílastæði — Fljót og örugg þjónusta i Tæhniver AFREIÐSLA Laugavegi 168 Simi 33-1-55 RÆSIÐ . BÍLINN MEÐI SÖNNAK Yeggfóður Fjölbreyttasta veggfóður sem völ er á. Vymura og Decorene ásamt fjölda annarra gerða. .1 inn í jtaver Giensásvegi y Bílaperur — Fjölbreytt úrval Perur í mælaborð o.fl. gw<©«cd mm „Asymmetriskar’ framljósaperur Pulsuperur „Halogen” framijósaperur „DtmUnc” i TveSfí.Ía framljósaperur fe pola perur Heildsala — Smásala ARAAULA 7 - SIMI 84450

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.