Tíminn - 20.05.1973, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.05.1973, Blaðsíða 7
Unnið við snið. Þetta er mjög vandasamt verk, þvl mikillar nákvæmni veröur að gæta svo allt standist á, þar sem efnin eru mynstruð. 1 hillun- um eru lilsniðnar flíkur tilbúnar til sauma. Frágangur og eftirlit er nauösyn- legur þáttur I klæðagerð. Hér er verið að leggja siðustu hönd á prjónles. Prjónastofa stofnuð til að skapa vinnu Prjónastofa Borgarness hf. var stofnuð 19. júli 1970, til að hamla gegn atvinnuleysi, sem þá var i Borgarnesi og reyndar viða um land. Stofnendur fyrirtækisins voru 15, aðallega Borgnesingar, sem vildu taka þátt I nýjum at- vinnurekstri og tók verksmiðjan til starfa strax þá um haustið, eft- ir að aflað hafði verið nauðsyn- legra véla erlendis frá. Allt var þó i smáum stil, þvi að nauðsynlegt var að afla fagþekkingar og skipuleggja framleiðsluna frá grunni áður en lengra var haldið. Fyrsta árið starfaði 5 manns hjá stofunni, fjórar stúlkur og einn karlmaður og var framleiðslu- verðmætið 3 milljónir króna. Fyrirtækið er til húsa að Brákarbraut 3, þar sem verzl. Borg var i eina tið. Þar eru vinnu- stofur snyrtilegar og bjartar og er húsnæði prjónastofunnar alls um 500 fermetrar að stærð, og það vekur athygli hve snyrtilegt og fágað allt er innan dyra og utan. Það kom fljótlega i ljós, að framleiðsla verksmiðjunnar var seljanleg markað^vara. Um ára- mótin 1971-1972 var vélakosturinn aukinn og má telja að þá fyrst hafi fyrirtækið farið að framleiða með fullum afköstum: að fram.til þess tima hafi flest verið á tilrauna- stigi. Siðan hefur salan farið vax- andi og þá framleiðslan um leið. Fllkurnar eru burstaðar, áður en þeim er pakkað til afskipunar. Stúlkán á myndinni er að leggja siðustu hönd á jakka, sem fara á alla leið til Japan, en er eitt þeirra fjölmörgu landa, sem kaupir prjónavörur frá Borgarnesi. vik við sölu og afskipanir, en verksmiðjustjóri er Gisli V. Halldórsson, sem annast dagleg- an rekstur i Borgarnesi. Þeir eru báðir Borgnesingar. Telja þeir verksmiðjuna eiga mikla framtið fýrir sér, islenzka ullin og vörur úr hreinni ull yfirleitt, eigi mikla framtið fyrir sér. Framkoma margvislegra gerviefna i iðnaði hafi gjörbreytt framleiðsluhátt- um og verðmætamati i heiminum og hafi skapað nýja framtið fyrir ullina og gert hana verðmeiri, en hafi ekki rutt henni úr vegi, eins og ýmsir töldu á timabili. Ullar- iðnaðurinn á þvi mikla framtið fyrir sér á Islandi. Jónas Guðmundsson Hluti af prjónasal. Þarna er unnið 20 tlma á sólarhring viö prjónaskap. Prjónaðir eru efnisstrangar, sem flikurnar eru slðan sniðnar úr. Framleiðsluvörurnar eru einkum peysur, jakkar, kápur og fl., loð- bandsvörur, prjónaðar úr is- lenzkri ull. Allar flikur eru hannaðar hér innanlands af frú Hildi Helgason hönnuði, og reynt er að hafa vöru- flokkana eins fáa og frekast er unnt, þvi með þvi móti næst betri árangur. Venjulega eru aðeins framieiddar 15-20 gerðir. Unniö dag og nótt 1 stuttu máli gengur framleiðsl- an þannig fyrir sig, að stórvirkar prjónavélar prjóna voð eða stranga, i sérstökum litum og mynstri. Siðan er voðin þvegin, þurrkuð, pressuð og fengin i sitt endanlega ástand. Þá er sniðið i flikur og saumað saman. Þegar fyrirtækið tók til starfa, var þarna ein prjónavél. Arið 1972 voru starfræktar tvær prjónavélar og þá var unnið á vöktum allan sólahringinn. Núna eru 4 prjónavélar og eru þær starfræktar 20 tima á sólarhring. Hjá prjónastofunni starfa nú 26 manns, 23 konur og 3 karlmenn. Heildarveltan siðasta ár var um 17 milljónir króna og þar af voru launagreiðslur um 6 milljónir króna. Gert er ráð fyrir verulegri aukningu á þessu ári 96% til útlanda Prjónastofa Borganesshf. selur framleiðslu sina að langmestu leyti til útflutnings. 96% fram- leiðslu siðasta árs fór til erlendra kaupenda, til Bandarikjanna, Bretlands og annarra Evrópu- landa, ennfremur til Japans. Þegar blaðamaður Timans heim- sótti verksmiðjuna var verið að pakka stórri sendingu til Japans. Mjög mikið hefur verið sótt i að kaupa framleiðsluna innanlands og má vera að unnt verði að selja á innanlandsmarkaðinn lika á þessu ári. Alls munu um 50 er- lendir viðskiptamenn hafa verið afgreiddir með pantanir á siðasta ári. Vörurnar fara allar flugleiðis til útlanda. Prjónastofa Borgarness hf. sel- ur allar vörur sinar sjálf til út- landa undir vörumerkinu EIDER KNIT Ltd. Hefur tekizt að koma upp viðfeðmu sölukerfi, en prjónavörur þessar flokkast und- ir tizkuvörur og eru dýrar i fram- leiðslu og seldar á hærra verði, en almennar prjónavörur. Mjög mikil áherzla er lögð á nákvæmni og frágang og mjög strangt eftir- lit er með framleiðslunni af hálfu fyrirtækisins. Prjónamynstrin verða að falla nákvæmlega að sniðum flikanna og standast á innbyrðis og staðhæfa margir, að einmitt þetta stranga gæðaeftirlit eigi sinn þátt i að skapa traustan markað erlendis fyrir prjóna- vörurnar. Stofnkostnaður mikill Prjónastofa Borganess hf. varð að leggja mikið fé I húsnæði, véla- kost og annan stofnkostnað. Gera þurfti miklar breytingar á hús- næðinu, til að það hentaði verk- smiðjurekstri. Afla varð hráefnis, fagþekkingar, vélakosts og þjálfa upp starfslið, og siðast en ekki sizt þurfti að selja framleiðsluna. Segja má, að hins sama þurfi ávallt, þegar stofnað er til nýrra fyrirtækja, en oftast ráöa stofn- aðilar yfir öðru meiru en vinnu- kraftinum einum i upphafi máls- ins. Þ.e. hafa yfirgripsmikla þekkingu og reynslu aö baki, eða eitthvað álika, sem gefur byr i seglin. Þess vegna hefur fyrir- tækið nokkra sérstöðu að okkar mati. Framkvæmdastjóri Prjóna- stofu Borgarness hf. er Sigurður Fjeldsted og starfar hann jöfnum höndum i Borgarnesi og i Reykja-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.