Tíminn - 20.05.1973, Blaðsíða 30

Tíminn - 20.05.1973, Blaðsíða 30
30 TÍMINN Sunnudagur 20. mai 1973 EVRÓPA ÁRIÐ 2000 KEMUR ÚT 10 SINNUM Á ARI. FJÖLDI MYNDA PRÝÐA BLAÐIÐ. Sérfræðingar ó vegum Menningarsjóðs Evrópu vinna að gerð óætlunar um hvernig Evrópa muni líta út um næstu aldamót. Sú mynd, sem þeir fó út, er blanda af draumi og martröð . . . ur-Evrópu mestanpart færast suöur að Miðjarðarhafi. Við rækt- unina verða i vaxandi mæli notuð gróðurhús og nýtízku vökvunar- aðferðir. Færri i starfi Vinnandi menn munu verða miklu minni hundraðshluti ibúa- fjöldans en nú er. Skólanemar verða fleiri en nú er, svo og eftir- launafólk, og vinnandi menn munu varla fyrirfinnast nema i aldursflokkunum frá tvitugu til sextugs. f sumum starfsgreinum verður eftirlaunaaldurinn kom- inn niður i fimmtiu og fimm ár. Margir sérfræðinganna, sem hér um hafa fjallað, telja að vinnu- timinn styttist verulega, en franski prófessorinn Bertrand de Jouvenel er annarrar skoðunar. Hann hefur ekki trú á að vinnu- timinn verði styttur að ráði næstu tuttugu og sjö árin og leggur tii að i staðinn sé reynt að gera vinnuna þýðingarmeiri fyrir starfsmenn- ina. Menn þurfi að losna frá þvi ævagamla viðhorfi að vinnan sé bölvun. Hann bendir á vaxandi fjöl- breytni i verkefnum, sem meðal annars komi til af þvi, að menn hafi i framtiðinni oftar og lengur fri en áður. Hann telur jafnvel að sumarleyfi vefði skipulögð þann- ig, að ibúar heilla svæða fari i fri i einu og flytji sig á eitthvert annað svæði, sem það hafi komið sér saman um. Fólk frá einhverju öðru svæði verði i frii i þeirra hér- aði á meðan. Kerfi á borð við þetta myndi auðvitað krefjast mikilla fjárfestinga og mikils vinnuafls. Náttúran á undanhaldi Landslag og umhverfi álfunnar mun breytast, og það svæði, sem ber merki hinnar upprunalegu náttúru dregst stórum saman. Borgarsvæðin munu um næstu aldamót hafa stækkað tvöfalt eða þrefalt og ná þá kannski yfir svo sem fjórðung af öllu þurrlendi Vestur-Evrópu. Nú þegar þenja vegir og brautir ýmiss konar sig yfir tiunda hluta af flatarmáli Vestur-Þýzkalands og Englands. Um aldamótin verða kannski fjörutiu af hundraði flatarmáls Vestur-Evrópu sem heildar kom- in undir þetta, svo að þá verður ekki mikið rúm afgangs handa náttúrunni. Reglugerð um skýin Um næstu aldamót verður fisk- ur útdauður i flestum fljótum álf- unnar, og kannski einnig i sumum höfum. Talin er hætta á þvi að all- ur fiskur drepist i Miðjarðarhafi vegna frárennslis úr efnaiðjuver- um, sem mikið er orðið um á ströndum þess. A þurrlendinu mun um tugur spendýra eiga út- þurrkun yfir höfði sér, svo og um fimmtiu fuglategundir. Mikill skortur verður á fersk- vatni úr uppsprettum i náttúr- unni. Búast má við miklum fram- kvæmdum til þess að gera sjó- vatn ferkst, og belgiski prófess- orinn Jean-Paul Harroy telur þörf á alþjóðlegri reglugerð, sem girði fyrir það að eitt riki geti tekið til sin meira vatn úr regnskýjunum, en viðundandi geti talizt með til- liti til nágrannanna. „Frelsið á höfunum” i hættu Frá Norður-Hollandi — eða kannski alla leið frá Liverpool i Norðvestur-Englandi — verður samfellt belti borga til Norð- Fæðingafjölgun i Norðvestur-Evrópu? 1 Evrópu lengist meðalævin alls staðar.en margs konar þverstæð- ur i þjóðlifi og mannlifi færast i aukana. t Suður- og Aust- ur-Evrópu fleygir iðnþróuninni fram. Konum stórfjölgar i borg- um. Það leiðir bæði af sér fækkun fæðinga og minni barnadauða, en dauðsföllum fullorðinna af völd- um umferðar- og vinnuslysa fjölgar hins vegar. Italski mann- talsskýrslufræðingurinn Nora Federici heldur þvi fram að fæð- ingum muni fjölga litið eitt i Norðvestur-Evrópu. Talið er, að heldur dragi úr þátttöku kvenna i atvinnulífinu i Vestur-Evrópu, þannig að konur verði aðeins þrjátiu og þrjú prósent vinnuafls- ins, en þetta verður mjög breyti- legt eftir löndum. Miklir fólksflutn- ingar frá Afriku Þegar um 1980 má búast við að fólk verði hætt að flytjast frá Evrópu. Hins vegar má reikna með talsverðum fólksflutningum þangað frá Afriku og kannski lika Rómönsku-Ameriku. Hollenzki Nóbelsverðlaunamaðurinn Jan Tinbergen heldur þvi fram, að um aldamótin tvö þúsund muni verkamenn frá öðrum heimsálf- um verða fimmtán af hundraði vinnuaflsins i Vestur-Evrópu. Stórlega mun draga úr fjölda þess fólks er vinnur við landbún- að. Nú starfa um fimmtán af hundraði vinnufærra Vest- ur-Evrópumanna i þessari at- vinnugrein, en eftir tuttugu og sjö ár verða það varla yfir þrjú prósent eða svo. Um það leyti munu fleiri fást við fræðslustörf en landbúnað. Akurjörð rúinnkar stórum, og liklegt er aþ i framtið- inni muni landbúnaður Vest- ingarsjóðsins hefur veriö hafizt handa um að gera mynd af Evrópu, eins og hún muni lita út um næstu aldamót, og er fyrir- hugað að þvi verki verði lokið 1975. Félagsfræðingar, hagfræð- ingar, landfræðingar og fleiri hafa hafizt handa við þetta. Þeir hafa þegar gefið út álitsgerð til bráöabirgða. Fimm hundruð og þrjátiu milljónir ibúa Höfundar álitsgérðarinnar taka það fram i upphafi, að þeir reikni ekki með striði, kreppu eða nokk- urri vísindalegri uppgötvun, sem byltingu valdi i mannlifinu, næstu tuttugu og sjö árin. Þeir leggja áherzlu á að þeir ákveði ekki neitt fyrir aðra, heldur vilji þeir upp- lýsa menn um, hverju þeir kunni að eiga kost á, með það fyrir aug- um að þeir velji hið skásta. 1970 voru Evrópumenn fjögur hundruð fimmtiu og fjórar milljónir talsins, en verða senni- lega fimm hundruð og þrjátiu milljónir árið 2000. Þá eru Aust- ur-Evrópulöndin talin með, en ekki Sovétrikin og Tyrkland. Fjölgunin annars staðar verður miklu meiri, mest i Afriku og Rómönsku-Ameriku, en um alda- mótin verða ibúar fyrrnefndu álf- unnar sjö hundruð sextiu og átta milljónir og þeirrar síðarnefndu sex hundruð þrjátiu og átta. Ibú- um þessara heimsálfa á sem sagt að fjölga um meira en helming fram að aldamótum. ÁSTAND Evrópu um aldamótin 2000 verður einhvers staðar á milli draums og martraðar — þó ivið nær þvi siðar- nefnda — nema þvi að- eins að Evrópumenn i suðri, norðri, austri og vestri taki þeim mun betur vara á sér. Lifskjörin verða þá miklu betri en I dag, það er að segja ef við mælum með þeim kvarða, sem nú er venjulegt að nota til þess að meta lifskjör. En gleðin af þeim sökum verður blandin, meðal annars vegna vaxandi árekstra milli hinnar feitu Evrópu og vax- andi eymdar annars staðar i heiminum. Vanþróuð lönd, sem búa við offjölgunarvandamál, munu sjá evrópsku „þjón- ustu-samfélögunum” fyrir vinnu- afli. Hins vegar munu tugmilljón- ir Evrópumanna búa við slfka sæld, að þeir geta tekið sér sumarfri eða önnur leyfi tvisvar til þrisvar á ári Bilabann i borgum frá 1985 Til þess að forðast það versta verða Evrópumenn að sætta sig við vaxandi fjölda reglugerða, og mörg hefðbundin viðhorf verða að endurskoðast. Réttur manna til þess að ferðast á landi, á sjó og i lofti verður takmarkaður, svo og réttur til einkaleyfa, réttur til að eignast jarðnæði eða lóð og jafn- vel rétturinn til að eignast börn. Og þegar um 1985 mun bilaum- ferð hafa verið bönnuð i miðborg- um margra stórborga. „Hugsanaverksmiðja” Allar þessar hugmyndir um framtiöina koma frá „hugsana- verksmiðju” Evrópu, sem ekki vill láta Bandarikjamenn hafa einkaleyfi á þvi að spá i framtið- ina. „Hugsanaverksmiöjan” er Evrópski menningarsjóðurinn, sem er sameiginlegt afsprengi Evrópuráðsins, Efnahagsbanda- lagsins og nokkurra evrópskra stórfyrirtækja. A vegum menn- EINA BLAÐIÐ Á ÍSLANDI, SEM KOMIÐ HEFUR ClT AÞREMUR TUNGUMÁLUM, ISLENZKU, ENSKU OG RÚSSNESKU. skák er tvímælalaust bezta tómstunda- iója sem um getur kaupið SKAK tímaritiá FLYTUR KJARNANN UR FRETTUM SKAKPRESSUNNAR! OG HELZTU FRETTIR AF INNLENDUM VETTVANGI. M 15899. HRINGIÐ STRAX. hentar öllum oa& oorgar sig TlMARITIÐ SKAK, PÓSTHÓLF 1179, REYKJAVIK.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.