Tíminn - 20.05.1973, Blaðsíða 10

Tíminn - 20.05.1973, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Sunnudagur 20. mai 1973 Frá þvi að sósialistinn Salvador Allende varð forseti Chile fyrir rúmum tveimur árum, hafa miklar umbætur verið þar framkvæmdar i land- búnaðarmálum. Þær umbætur felast meðal annars i þvi að stórjarðeigendur verða að láta af hendi jarðir sinar, sem þeir auðvitað gera sárnauðugir. gggg ótrúlegt minni Ritvélin, sem flestir vélritarar velja sér í dag heitir FACIT 1820. FACIT 1820 er tugþúsundum ódýrari en sambærilegar rafmagnsvélar. FACIT 1820 sparar ótrúlegan tíma með því að leggja ó minnið útlit allra eyðublaða fyrirtækisins. Þér stillið vélina ó stöðlun eyðublaðanna einu sinni, og FACIT geymir í sér stillinguna framvegis. FACIT 1820 er með tveimur böndum, — svart/rauðu silkibandi og svörtu plastbandi. FÁCIT 1820 býður yður marga einstaka möguleika: Bakslag með og ón línubils, undirstrikun og línubil ón bakslags, sjólfkrafa pappírsþræðingu, þægi- legan óslótt og hóvaðalausa vélritun. © * ’l“- 1 Sisli %3. tSofinSen í/ VESTURGÖTU 45 SÍMAR: 12747-16647 Suðurhluti Chile er sá hluti Rómönsku-Ameríku, sem flestum íbúum þeirrar álfu þykir framand- legastur. Þangað fara túristar til þess að sjá sér- kennilegt landslag með litlum, dökkbláum stöðu- vötnum í eiturgrænum barrskógi. Og þar er loftið eins hreint og á fjöllum uppi á Norðurlöndum. Sum héruð sunnan til i Chile minna mest á Dalina i Sviþjóð. Landslagið þarna er harla ólikt þvi, sem maöur sér i sól- purrkuðum miöhéruðum kringum höfuöborgina Santiago og er alger andstæða eyði- mörkinni i norðurhluta landsins. Chile er gifurlega langt og mjótt, og vestan að þvi liggur Kyrrahafið. bar er gnótt um bað- strendur, sem eru fjölsóttar á sumrin, og ennþá sækja tiltölu- lega fáir til vatnanna inni i landi suður frá. bar gnæfa eldfjöll sem minna á hið japanska Fújiyama, eins og risar á verði yfir þeim héruöum, sem áður tilheyrðu Indiánum af þjóðflokki þeim er Arákanar kallast. I dag eru Arákanar ekki fjöl- mennari i Chile en landsmenn af þýzkum ættum — eða um fjögur hundruð þúsund talsins. Stjórn- málaleg og viðskiptaleg miðstöð Arákana er borg að nafni Temucu, og nokkru sunnar er helzta gósenland þýzku stórjarð- eigendanna i landinu. barna er frjósamasta ræktarmold Chile og á henni eru hinir bjartleitu herra- menn búnir að þéna vel, enda aldrei verið hörgull á hræódýrum vinnukrafti, sem meða'l annars hefur verið fengin frá Arákönun- um. Tilgangslaust aö kvarta Hinir indiánsku landbúnaðar- verkamenn hafa yfirleitt sýnt tómlæti i daglegri umgengni við húsbændur sina, og fyrrmeir voru gósseigendurnir vanir að halda þvi fram að það stafaði af kyn- þáttaástæðum. — t dag litum við það öðrum augum, segir Ilse, dóttir eins stórjarðeigandans. — Sú var tiðin að ég hélt að vinnumennirnir horfðu svona undarlega á mig vegna þess að ég er ljóshærð og ólik þeim i útliti. Nú veit ég aö þeir lita fyrst og fremst á mig sem herramannsdóttur og i öðru lagi sem bjóðverja. Verka- mennirnir hér suður frá hafa mjög sterka, pólitiska stéttar- vitund. Allt frá þvi aö sósialistinn Salvador Allende varð forseti Chile siðla hausts 1970 hafa umbæturnar i jarðnæðismálum farið eins og hvirfilbylur yfir hóla og sléttur suðurlandsins. Stórjaröeigendur (latifundistas) hafa með skelfingu horft á „lifs- verk” sitt slitið úr höndum sér og i örvæntingu flúið til höfuð- borgarinnar, þar sem þeir kæra mál sin fyrir Cora, jarðnæðisum- bótastofnun rikisins. Svo mikil varð aðsókn ofsahræddra gósseigenda að aðalskrifstofu Cora i' Santiago, að stofnunin neyddist til þess að læsa hliðar- grindinni hjá sér með hengilás og stilla varðmönnum, sem voru heljarmenni að burðum og fúl- mannlegir ásýndum, upp við inn- ganginn. Og gósseigendurnir fá heldur litla áheyrn hjá Cora. Lög- fræðilegir ráðunautar, sem sitja þar enn sem eftirlegukindur borgaralegra stjórna, geta vottað gósseigendunum persónu- lega samúð sina — en mikið annaö geta þeir ekki gert fyrir þá. Stjórn chilensku alþýðufylk- ingarinnar hefur sem sé fast- ákveðið að draga verulega úr misréttinu i þjóðfélaginu, og um- bæturnar i jarðnæðismálum eru ein leiðin til þess. Hugmyndin um þær umbætur er þó ekki ný af nálinni i Chile. Stofnunin Cora var sett á laggirnar þegar árið 1962, er ihaldsforsetinn Alessandri var við völd. 1964-1970, i stjórnartið Freis forseta af flokki kristilegra demókrata (sem eru einskonar miðflokkur), voru hins vegar ekki tekin af gósseigendunum nema um þrettán hundruð stórjarðir, eða álika margar og alþýðufylk- ingin gerði upptækar þegar á fyrsta valdaári sinu. Frei forseti leit á umbæturnar i jarðnæöis- málum sem aöferð til þess að gera landbúnaðinn sterkari þátt I kapitalisku hagkerfi landsins, en nú eru þær liöur i áætlun alþýöu- fylkingarinnar um að gera Chile sósialiskt. 1 umbótalögunum stendur aö rikið getið gert upptæka jörð, sem sé illa nytjuö, svo og jarð- eignir yfir áttatiu hektara að flatarmáli. Við starf sitt hefur Cora mikið gagn af geysihaglega gerðum landabréfum, sem bandarískir sérfræðingar höfðu áður gert yfir ræktarland Chile. Aður fyrr réðu þrir af hundraði jarðeigendanna yfir um þriðjungi ræktanlegs lands i Chile. Gróðabrallarar úr stór- borgunum gerðu lika mikið að þvi að kauna iarðir. sem heir siðan Landbúnaðarverkamenn hvlla sig I grasinu eftir þreytandi vinnudag. Landslagiö i Chile sunnan til er viöa svipað og á Norðurlöndum, en eld- fjallið Osorno er þó fremur i japönskum stil.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.