Tíminn - 20.05.1973, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.05.1973, Blaðsíða 5
Sunnudagur 20. ma! 1973 - TÍMINN 5 Leikur í nýrri kvikmynd Guðfaöirinn, þar sem Marlon Brando, fór með aðalhlutverk hlaut þrenn Oscarsverðlaun, eins og allir munu vita. Einn þeirra, sem gerði sitt til þess, að myndin yrði jafnfræg og hún hefur orðið er A1 Pacino, sem var litt þekktur áður en þessi mynd kom fyrir sjónir almenn- ings. Hann fór með hlutverk sonar Michaels don Corleones sjálfs. Nú er A1 Pacino farinn að leika i nýrri mynd, og i þetta skioti leikur hann með öðrum Oscarsverðlaunahafa, Gene Hackman, en hann fékk Osckarsverðlaun á siðasta ári fyrir hlutverk sitt i myndinni The French Connection. Mynd- in, sem þeir leika i heitir Fugla- hræðan. Þeir fara báðir með hlutverk flækinga, sem þvælast um i Vesturrikjum Bandarikj- anna og leita að nýjum tilgangi lifsins. Lif A1 Pacinos breyttist mjög mikið eftir að hann vann sinn mikla sigur i Guðföðurn- um, þar sem hann fékk hlutverk á móti hinum þekkta Brando, og undir stjórn leikstjórans Francis Gord Cappola, og þegar myndinni var lokið sáu allir, að það hafði verið þess virði að gefa þessum óþekkta leikara tækifæri meðal þessara stór- jöfra. Pacin fékk mjög góða dóma og getur nú lifað i lysti- semdum pragtuglega i framtið- inni. ☆ Konur eiga fda fulltrúa d þingi Á franska þinginu sitja nú átta konur. en alls eru þingmenn 490 talssins. Foringjar kven- réttindamála i F'rakklandi hafa bent á. að i landinu eru 52% kjósenda konur, en fulltrúar þeirra eru innan við 2% fulltrúa á þinginu. Fatnaður hækkar í verði Tizkudrósir verða nú að eyða mun meiri peningum i klæðnað sinn, en verið hefur fram til þessa, meira að segja i Þýzkalandi. Þrátt fyrir það, að þýzka konan getur enn keypt fatnað um 25% ódýrari heldur en konur i Frakklandi hefur verðlag hækkað um 8% á öllum tizkuvörum i Þýzkalandi og stafar þetta af þvi,að ull hefur hækkað mjög mikið, eða um allt að 40%. ☆ Læknar ímyndunarveiki Bandariskur iæknir hefur fundið lækningu við alls konar tauga- veiklun. Byggist hun á þagnareyði, og er að- ferðin eiginlega fengin að láni hjá Mafiunni. Dr. Gordon Forrer i Detroit komst að raun um, að fari fólk að tala um sjúkdóma og þjáningar við fólk, sem er taugaveiklað og imyndunarveikt, fer þvi að versna og fer dagversnandi. Ef fólkið er neytt til þess að hætta að tala um krankleika sinn, batnar þvi miklu betur og fyrr imyndunarveikin. Einhvern tíma 53D verðurhennar minnzt sem móður minnar Liza Minelli fékk Oskars- verðlaun fyrir leik i Cabaret. Hún var yfir sig glöð við út- hlutunina, kannski ekki sizt vegna þess að hún vænti þess, að ekki liði langur timi þar til kirkjuklukkurnar myndu hringja fyrir hana og mann hennar tilvonandi, Desi Arnaz Jr. hinn tvituga son Lucille Ball. Desi hefur heitið þvi að ekki muni liða langur timi, þar til giftingin fer fram. Desi var að ljúka leik i kvikmynd i London, og Liza fór á eftir hon- um til þess að vera með honum þar — Hvers vegna ættum við ekki að reyna að vera eins mikið saman og við getum, segir hún. Liza og Desi hittust i veizlu fyrir einu ári i Hollywood og haia verið óaðskiljanleg siðan. Liza sat og hvildi sig undir bananatré, þegar augu þeirra mættust, og bæði fengu sting i hjartað. Liza hefur verið gift einu sinni áður, Petei Allen. Hún skildi við hann eftir nokkurra ára hjónaband árið 1970, en reynslan hefur ekki orðið til þess að hún hætti sér ekki út i annað hjónaband. — Hvers vegna ætti ég að vera hrædd, nú veit ég þó, hvað lifið er. Hjóna- bandið er i minum augum dá- litið, sem heldur áfram jafnvel löngu eftir að fyrsta ástin er liðin hjá.Desi segir um Lizu, að hún sé heilbrigð og sönn kona, en hingað til segist hann aðeins hafa þekkt taugaveiklaða aumingja af veikara kyninu. Hann telur þó ekki, að móðir sin sé ein i þeim hópi. Liza segir sjálf, að einn góðan veðurdag verði móðir hennar þekkt fyrir það eitt, að hún hafi verið móðir Lizu, en ekki Liza þekkt fyrir að hafa átt þessa þekktu leikkonu, sem Judy Garland var, fyrir móður. Hún minnist þess, er hún i fyrsta skipti söng fyrir móður sina. Þá sat hún agndofa i nokkur augnablok, en sagði svo: — Dansaðu, dansaðu litla barn. Judy Garland átti i mikl- um erfiðleikjum, vegna skilnaðarmála, drykkjuskapar og ofneyzlu lyfja, og áð lokum dó hún eftir að hafa tekið inn of stóran skammt af svefnlyfjum. Liza er aftur a móti ekki eins veikgeðja og móðir hennar, hún segist vera sterk á flestum svið- um. — Ég gekk i 22 skóla og átti fimm pabba. Undir venjulegum kringumstæðum, hefði ég átt að verða vitlaus af þessu öllu saraan, en ég hafði hjá mér konu, sem alltaf var hægt að leita trausts og halds hjá. Það var ensk barnfóstra, sem gætti min og Lornu systur minnar, og átti að gera okkur að hefðar- frúm. Nú er verið að leita að leikkonu, sem getur leikið Judy Garland, i mynd, sem gera á um lif hennar. Lizu var boðið hlutverkið, en hún afþakkaði það — Ég vil ekki að fólk haldi áfram að notfæra sér móður mina, núna eftir að hún er dáin ., það hafa menn gert allt of lengi. Ég mun reyna að koma i veg fyrir það með öllum tiltæk- um ráðum, segir Liza að lokum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.