Tíminn - 20.05.1973, Blaðsíða 13

Tíminn - 20.05.1973, Blaðsíða 13
Sunnudagur 20. mai 1973 TÍMINN 13 Þessi „fjörulalli” heytir Pétur Auðunsson og er frá Hafnarfirði. Ekki vitum við,hvernig hann fór áð þvi að koma boltanum þarna i fjöruna, en hann kann sýnilega lagið á þvi að koma honum upp aftur. Hiuti islendineunnasem fóru tii Skotlands til að leika golf, eru þarna fyrir utan Dewar’ s-wisky verksmiðjuna, sem þeir rétt gáfu sér tima til að skoða, þvi góður golfvöllur var á næstu grösum. (Ljósmyndir Kristmann gengu sig upp að hnjám á eftir boltanum og tugir kilómetra voru lagðir að baki i þeim göngu- ferðum. Konurnar gáfu karl- mönnunum litið eftir i göngunni. Þegar þær voru ekki úti að spila eða draga kerruna með kylfunum fyrir bóndann, gengu þær um göt- ur Edinborgar og gláptu i búðar- glugga og verzluðu. Má um það deila hvort það hafi ekki verið eins erfitt og að hringsóla um vellina i leit að golfbolta bónd- ans. Smakkarastarfið ekki á lausu Þessi ferð var mjög áþekk hin- um fyrri, nema að nú gátu menn komizt i a.m.k. tvö ferðalög. Var annað þeirra upp i fjöllin, þar sem skoðaðar voru sögufrægar rústir halla og annað markvert og þágu margir það boð. Hin ferðin var farin til að skoða Wisky-verk- smiðju og jafnframt til að leika golf á einum þekktasta golfvelli Skotlands, Carnoustie. Þessi ferð var farin i boði verk- smiðjunnar, Dewar’s, sem fram- lfeiðir eitthvert mesta magn af wisky i heiminum. Þar vinna um 800 manns og hafa vélarnar ekki undan að tappa á flöskurnar, en þar er sett á um 270.000 flöskur af eygðs kylfusveins, sem fenginn var Jakobinu Guðlaugsdóttur til halds og trausts. Var það undir- ritaður, sem það setti með þvi að slá samtals 107 högg á 18 braut- um, þar af 52 á sjálfum flötunum, sem þó eru taldar með þeim beztu i heimi. Það met sagði sá eineygði að mundi standa óbreytt um kom- andi ár... Held ég að hann hafi séð og mælt rétt þar. Mikil spenna var i mannskapn- um þegar leið á lok ferðarinnar, þvi flugmannaverkfall var i vændum. Sem betur fer var þvi frestað og fengu menn þvi 9 daga fullkomna golfferð. Næst siðasta dag ferðarinnar var haldið stórmót á East Links golfvellinum i North Berwick. Var þar keppt i fjórða sinn um ferðabikar F1 og voru þátttak- endur um 90 talsins. Ef rótað hefur hefur verið i skozkum jarð- vegi fyrr i ferðinni, þá sló þessi keppni öll met, þvi að nú voru menn orðnir þreyttir og sumir svefnlitlir þar að auki. En slikt er ekki talið heppilegt veganesti i golfkeppni. Sú varð lika raunin, að þarna kepptust menn við að vera undir 90 eða 100 höggum. Settu sumir markið jafnvel enn hærra. Útkoman varð sú, að Þorbjörn um 45 stærðum og gerðum dag- lega. Þótti mönnum mikið til þess koma að sjá alla þessa framleiðslu, og spurðu jafnvel sumir, hvort ekki væri laust „smakkarastarf” á staðnum. Svo var ekki enda er slikt starf aðeins fyrir innfædda „sérfræðinga”. Siðar um daginn var leikið á Carnoustie og hafði Dewar’s verksmiðjan gefið verðlaun til að keppa um. Fegurð þessa vallar fór þó fyrir ofan garð og neðan hjá flestum úr hópnum, þvi úrhellis rigning var þegar leikið var. Var i þetta sinn þvi leikið 'meiri water-polo en golf, enda höggafjöldinn eftir þvi. úrslit i keppninni urðu annars þau, að án forgjafar sigraði Jón Hjálmars- son, GR. Annar varð Atli Aðal- steinsson, GV þriðji IKonráð Bjarnason NK, fjórði Sigurjón R. Gislason.GK og fimmti Sverrir Guðmundsson.GR. Með forgjöf sigraði Jim Foreman, NK, annar varð Sigurjón R. Gislason, GK i þriðja sæti varð Jakobina Guðlaugsdótt- ir GV, fjórða sæti Sveinbjörn Björnsson, GK og fimmta sæti Sverrir Guðmundsson.GR. Ritstjórinn fór holuna í einu höggi. Eitt met var slegið á vellinum þennan dag að sögn gamals ein- Kjærbo GS, kom inn á fæstum höggum — án forgjafar — eða samtals 79 högg. En hann hafði áður leikið þennan völl i ferðinni á 72 höggum. Rétt á eftir honum kom Morgunblaðsmaðurinn Gisli Sigurðsson á 80 höggum. Munaði þar mikið um, að hann fór eina holuna — 16. holu vallarins, sem er 181 metri — 1 EINU höggi. Hann er ekki óvanur þvi, þvi það hafði hann einnig leikið hér heima fyrir tveim árum. Fyrir þetta afrek á erlendri grund fær hann að gjöf „pútter” frá einu stórblaðanna i Skotlandi. Hefði hann aftur á móti náð þessu af- reki á næsta velli viö hliðina, West Links, hefði hann fengið að launum vikudvöl á Marine Hótel, sem sjálfsagt fleirr heföu þegið. Fjórum höggum á eftir Gisla komu fjórir harðir náungar. Það voru þeir Guðmundur Þórarins- son GV, Gunnar Sólnes, GA, Jóhann Benediktsson GS, og Eirikur Smith GK. Siðan komu tveir menn á 85 höggum, þeir Tómas Arnason GR og Sigurjón R. Gislason GK. Ánægjulegar ferðir fyrir alla An forgjafar i kvennakeppninni sigraöi Jakobina Guðlaugsdóttir GV, á 92 höggum. 1 ööru og þriðja sæti urðu þær Ólöf Geirsdóttir GR, og Hanna Aðalsteinsdóttir GR á 98 höggum, en siðan komu þær Sigurbjörg Guðnadóttir GV, Laufey Karlsdóttir GR og Inga Magnúsdóttir GK á um 100 högg- um. Með forgjöf i kvennaflokki sigraði Jakobina Guðlaugsdóttir á 77 höggum nettó. Inga Magnús- dóttir varð önnur á 81 höggi nettó. Aðalkeppnin — um sjálfan Flugfélagsbikarinn — var for- gjafarkeppnin i karlaflokki. Þar urðu jafnir i efsta sæti þeir Kjartan Jensson GK, sem lék á 94 höggum og hafði 30 i forgjöf og Jóhann Reynisson NK, sem lék á 87 höggum og hafði 23 i forgjöf. Voru þeir þvi báðir á 64 höggum nettó. Léku þeir holukeppni til úrslita og sigraði Kjartan á annarri holu þar sem hann hafði forgjöf. Hlaut hann þvi ferðabikar FI 1973 til varðveizlu i eitt ár. 1 þriðja sæti kom Gisli Sigurðsson á 70 höggum nettó og Sigurjón R. Gislason einnig á 70 höggum nettó. Þessi ferð eins og hinar fyrri, var i alla staði mjög ánægjuleg og fróðleg fyrir allan hópinn. Anægj- an liggur i skemmtilegum félags- skap og niu daga fjörugu golfi. Fróðleikurinn i að hafa séð hvernig beztu golfvellir lita út og hvernig gengið er um þá. Hafa þessar ferðir þvi verið mikil lyfti- stöng fyrir iþróttina, auk þess sem þær binda menn traustari böndum og auka kynningu meðal golfáhugamanna. Eiga þeir félagar Sigurður Matthiasson og Birgir Þorgilsson hjá Flugfélagi Islands, sem hafa skipulagt þessar ferðir, þakkir skilið fyrir að hafa komið þeim á og taka áreiðanlega allir þeir hátt á þriðja hundrað Islendingar, sem hafa tekið þátt i þeim s.l. fjögur ár, undir það með mér. — klp — 15 er treyst á TD-8B JARDÝTUNA Lipur — en afkastamikil Auöveld í flutningi milli staða Hægt aö taka hana á flestar vörubifreiðir Góð varahlutaþjónusta Vegna fjölda vélanna hér á landi er unnt að hafa góðan varahlutalager Verð mjög hagstætt — kr. 1.890.000/00 Samband íslenzkra samvinnufélaga VÉLADEILD Ármúla 3 Reykjavik simi 38900 <5 Ul 51 51 G]EIEIE]E]E]E1E]E]EIE1E]E]E]E]E1E]E]G]E]E]E]E]EIE]E1EIG]E]E]EIK51 g U U | u u u u i Ej § ? a a a a 51 511 51

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.