Tíminn - 20.05.1973, Blaðsíða 19

Tíminn - 20.05.1973, Blaðsíða 19
Laugardagur 19. mai 1973 TÍMINN 19 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timans). Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug- lýsingasími 19523. Askriftagjald 300 kr. á mánuði innan lands, i lausasöiu 18 kr. eintakið. Blaðaprent h.f . -J Forustugrein úr The Times: Brézjnef þykir góður gestur í Hvítahúsinu Heimsókn hans dregur athygli fró Watergatemólinu Að sníða sér stakk eftir vexti Allmikil deila hefur staðið að undanförnu um stærð fyrirhugaðrar geðdeildar við Landspital- ann. Svokölluð geðdeildarnefnd, sem heilbrigðis- ráðherra hefur skipað, hefur lagt til að reist verði mikið stórhýsi, sem verði alls 11.850 gólf flatarmetrar. Það á þó ekki að rúma nema 120 sjúklinga og verður þvi alveg ófullnægjandi til að leysa vandkvæði geðsjúkra hér á landi. Fyrirsjáanlegt er,að bygging eins og sú, sem hér er ráðgerð, muni kosta mörg hundruð milljónir króna. Læknaráð Landspitalans hefur mótmælt þessari fyrirhuguðu stórbyggingu á þeim grundvelli, að hún muni þrengja of mikið að öðrum deildum Landspitalans, eins og lóð hans er háttað, og einnig dragi hún of mikið úr fjár- veitingum til annarra deilda hans, ef leggja ætti kapp á að hraða uppbyggingu hennar. Til- laga læknaráðs er sú, að byggð verði við Land- spitalann geðdeild fyrir 50-60 sjúklinga og stefnt að þvi.að hún geti tekið til starfa sem fyrst. Slika geðdeild telja þeir falla eðlilega inn i skipulag Landspitalans, enda sé eðlilegt, að geðdeildir séu starfræktar viðar. Þegar á það er litið að viða er þörf mikilla uppbygginga á sviði sjúkramála, en fjárráð takmörkuð, hlýtur sú lausn, sem felst i til- lögum læknaráðsins að koma til vandlegrar at- hugunar. Þess ber lika að geta, að ákveðið er i hinni nýju löggjöf um heilbrigðisþjónustu að láta sitja i fyrirrúmi uppbyggingu hennar i þeim héruðum, sem búa við verst skilyrði i þessum efnum. Þar bætast við ný útgjöld, sem taka verður tillit til. Það er vissulega æskilegt, að spitalar séu sem rúmbeztir og glæsilegastir. En til fjár- hagsgetunnar verður lika að taka tillit. Þvi verður að leggja áherzlu á sem mesta hag- kvæmni, en þess hefur of litið gætt i sambandi við opinberar byggingar að undanförnu. Hér verður þjóðin að læra að sniða sér stakk eftir vexti, þvi að verkefnin eru mörg sem biða, og mörgum þeirra er óhjákvæmilegt að sinna samtimis. Hótanir Breta Þótt Bretar hafi á liðnum áratugum tapað hverju nýlendustriðinu á fætur öðru, virðast þeir ekkert hafa lært. Þeir sýna það i land- helgisdeilunni við íslendinga, nú, að þeir trúa miklu meira á ögranir og ofbeldi en friðsam- lega samningagerð. Þeim hefur staðið sam- komulag til boða i nær tvö ár eða siðan i ágúst 1971, en hafnað þeirri lausn og gert íslending- um algjörlega óaðgengileg tilboð. Fyrir íslendinga er ekki annað að gera en að sýna þrautseigju og einbeitni, meðan Bretar vilja ekki semja. ögranir og ofbeldi Breta munu engu breyta, heldur aðeins gera ósigur þeirra enn meiri en að lokum. STARFSMENN Hvita húss- ins hljóta aö hafa varpað önd- inni léttar þegar tilkynnt var, að Brezjnef ætlaði að koma til Washington i júni. Það er ávallt gott að fá góöa vini i heimsókn, ekki hvað sizt þeg- ar þeir eru reiðubúnir að sýna, að þeir geri fastlega ráð fyrir, að sá, sem bauð þeim, verði enn á sinum stað til þess að taka á móti þeim eftir nokkrar vikur. Heimsóknin verður efa- laust til þess að renna _ istoð- um undir þá fullyrðingu Nixons forseta, að ábyrgð hans og velgengni i utanrikis- málum eigi það skilið, að hennar sé minnzt. Ekkert verður fullyrt um, hverjum augum sovézkir leið- togar liti á Watergatehneyksl- iö i raun og veru. Sennilega telja þeir það skipulagt stjórn- málasamsæri gegn Nixon for- seta. Þeir fyllast varla hryll- ingi við tilhugsunina um hler- un samtala stjórnmálaand- stæðinga. Og fjarri fer, að þeir séu heimsmeistarar i opin- skárri, launungalausri stjórn. Sá möguleiki hlýtur samt sem áður að valda þeim nokkrum áhyggjum, að Watergate- hneykslið kunni að draga úr áhrifum Nixons forseta i þing- inu og umheiminum yfirleitt. FRÆÐILEGA séð ættu sovézkir leiðtogar að gleðjast yfir sérhverju nýju áfalli Nixons forseta. Bandarikin eru helzti keppinautur Sovét- rikjanna um vald og áhrif i hugsjóna-, stjórn-, efnahags- og hermálum. Máttur Sovét- rikjanna og vald ætti að eflast hlutfallslega i sérhvert sinn, sem máttur og vald Banda- rikjanna verður fyrir áfalli. En staðreyndirnar eru hvergi nærri svo einfaldar að út frá sliku megi ganga og viðbrögö- in efalaust miklu margslungn- ari og mótsagnakenndari en flesta grunar. Sovézk blöð hefðu fyrir fá- um árum útmálaö með fögn- uði sérhvert nýtt blæbrigði Watergatemálsins og notfært sér það sem dæmi um spill- ingu og sundrungu auðvalds- stefnunnar. Sú er hins vegar raunin I þetta sinn, að sovézkur almenningur veröur að langmestu leyti að treysta á erlendar heimildir. Opinber- ir aðilar heima fyrir hafa látið sér nægja að skýra einungis frá fáum staðreyndum, venju- lega seint og um siðir og af sýnilegri tregðu, og litlar sem engar skýringar látnar fylgja að öllum jafnaði. VEL mætti hugsa sér, að sovézkum valdhöfum veittist erfitt að útskýra, hvers vegna hleranir væru óréttmætar. En hin raunverulega ástæða fyrir viðbrögðum þeirra er efalaust sú staðreynd, að fréttaflutn- ingur er I eðli sinu fremur stefnuboðun en frásögn i Sovétrikjunum, og um þessar mundir er Sovétmönnum fyrst og fremst kappsmál aö bæta sambúöina við Bandarikja- menn. Þetta kjósa Sovétmenn að gefa valdhöfunum í Hvita hús- inu til kynna með þeim undar- lega hætti meðal annars, að leyna almennum fréttum. En hvað sem þvi liður teldu leið- togar Sovétrikjanna óviðeig- andi að birta óþægilegar frétt- Heimsókn Brézjnefs er Nixon kærkomin I raunum hans ir af leiðtogum þeirra þjóöa sem þeir vilja bæta sambúö- ina viö. Til þessa viðhorfs á rætur að rekja sá mikli mis- skilningur, sem stundum verður vart þegar vestrænir menn gera sig seka um sllkt. MARGAR ástæður valda þvi, að Brézjnef er mikið kappsmál að bæta sambúðina við valdhafana I Washington, og það styrkir aðstöðu Nixons til mikilla muna. Efalaust ber einna hæst þá ástæðuna, að Sovétmönnum er afar brýn nauðsyn á að fá notið vest- rænnar tækni og lánstrausts. Lifskjör i Sovétrikjunum fara verulega batnandi, en landbúnaöurinn hefir orðið fyrir áföllum hvað eftir annaö, óhjákvæmilegt hefir reynzt að flytja inn korn i stórum stil og hægt hefir til muna á hag- vextinum. Sýnilega hefir mis- tekizt að efla nýja tækni og jafnvel að færa sér til fulls i nyt gamla tækni nema á fáum og þröngum sviöum. Allar horfur eru þvi á, að biliö milli austrænna og vestrænna þjóða breikki enn til muna nema þvi aðeins að gripið veröi til nýrra og skjótvirkra ráða. ALLAR horfur eru einnig á, að alvarlegur orkuskortur verði innan tiðar. Hann gæti orðið hagrænni eflingu fjötur um fót, einkanlega i Austur- Evrópu. Sovétmenn setja von- ir sinar þvi á vestræna tækni og lán til að auðvelda nýtingu oliu- og gas-linda sinna og annarra hráefna. Þeir gera sér einnig vonir um, að þeir geti aukið innflutning sinn frá Vesturlöndum með þessum hætti. Undirbúningur sumra þess- ara viðskipta er þegar vel á veg kominn, en ef vel á aö fara þarf að efla gagnkvæmt traust og tryggja frið og öryggi um alllangt skeið. Ennfremur þarf að fá bandariska þingið til þess aö tryggja Sovétmönn- um beztu kjaraviðskipti hvað útflutning þeirra áhrærir. EINS og nú standa sakir virðist áhugi Sovétmanna á framgangi þessara mála bera ofurliði alla tilhneigingu til að fara út fyrir yfirráðasvæði kommúnista. Sennilega yrðu Sovétmenn meira aö segja tregir til að stuðla að breyt- ingum, sem ógnuðu eflingu efnahagslifs I vestrænum löndum. Sovétmenn virðast heldur ekki sérlega áfjáðir i að fylgja, að svo stöddu, fram þeirri yfirlýstu stefnu sinni, aö draga úr nærveru Bandarikja- manna i Vestur-Evrópu. Astandið, sem nú rikir, viröist henta þeim tiltölulega vel eins og sakir standa. bað veitir báðum risaveldunum nokkur áhrif á framvindu mála bæði I Austur- og Vestur-Evrópu, og einkum þó á sambúð þýzku rikjanna tveggja. Núverandi ástand dregur einnig úr ákefð Vestur-Evrópumanna I sam- einingu álfuhlutans i stjór- veldi i stjórn- og her-málum. Sovétmönnum er þvi um sinn hagur að þvi aö Banda- rikjaforseti sé máttugur og valdamikill i þinginu. Hann þarf einnig að hafa nægileg áhrif i umheiminum til þess að ganga frá samningum, sem verða haldnir, og afl til þess að beita kyrrandi áhrifum á óróasvæðum eins löndunum fyrir botni Miðjarðarhafsins. Af þessum sökum hlýtur Watergate-málið að vera leið- togunum i Kreml nokkurt áhyggjuefni. ÖÐRU máli gegnir þegar litið er langt fram I timann, og þvi mega vestrænir menn alls ekki gleyma. Tómarúm, sem til yrði fyrir þverrandi afl Bandarikjamanna, yrði ekki látið ófyllt lengi, allra sizt i Evrópu. Ennfremur sýnast Sovétmenn ganga út frá þvi sem gefnu, að orkuþörf vest- rænna þjóða verði að minnsta kosti jafn þung á metum og tækniþörf Sovétmanna þegar til lengdar lætur. Ekki verður fullyrt, hvort þetta reynist rétt eða ekki, en möguleikinn ætti að vera nægileg áminning um, að langtima stefnu má ekki miða við þá hugsun, að Sovétrikin muni um ókomna framtið þarfnast Vesturveldanna meira en Vesturveldin Sovét- rikjanna. Sennilegra virðist, að þörfin verði gagnkvæm en misþung á metum hverju sinni, eins og raunin er þegar orðin i hermálunum. Viður- kenning þessa er eitt af þvi veigameira, sem dregur þá Nixon og Brézjnef hvorn að öðrum. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.