Tíminn - 20.05.1973, Blaðsíða 39

Tíminn - 20.05.1973, Blaðsíða 39
Sunnudagur 20. mai 1973 TÍMINN 39 o Grátandi sem reyna að ná jarðnæðinu aftur með vadli eru gósseigendurnir, sem nú er verið að taka jarð- eignirnar af. Það eru sem sagt þeirra eigin lög, sem ákveða þeim þungar refsingar.” Alþýðufylkingin telur það eink- um stórjarðareigendunum að kenna hve matvælaframleiðslan i landinu er litil, og einnig kennir hún þeim um þá almennu van- þróun og fátækt, sem rikir i sveitum Chile. Litið er svo á að heppilegast sé að skipuleggja samvinnubúskap á stórjörðunum, sem gerðar hafa verið upptækar. A sumum stórjaröanna ætlar rikið þó sjálft að hefja stór- búskap og beita til þess allri nú- tima tækni. Hnífur í hjarta En landbúnaðarverka- mennirnir á Villa Rosa sýndu engin gleðimerki, þegar sú stór- jörð var opinberlega gerð upptæk. Það var engu likara en þeir þyrðu ekki að trúa fullyrð- ingum mannanna frá Cora um að nú ættu þeir jörðina, og að gömlu gósseigendurnir, sem þeir höfðu óttazt svo mjög, væru nú allt i einu bæði peninga- og valda- lausir. A mörgum stórjarða suður- landsins hafa bændurnir flutt inn i herragarðana, en á Villa Rosa kom slikt ekki til greina. Góss- eigandinn hafði i reiði sinni að skilnaði lagt hús sitt i rústir, svo VIPPU - BltSKÚRSHURÐÍN Lagerstærðir miðað við múrop: Haeð: 210 sm x breidd: 240 sm' 210 - x - 270 sm Aðrar stærðir. smíSaðar eftir beiðni. GLUGGASMIÐJAN að það leit ut eins og það hefði orðið fyrir sprengju. Hann var þó of trúaður maður til þess að þora að láta einka kapellu sina sæta sömu meðferð. Jesúsmyndin hékk þar enn óskemmd yfir auöum bekkjunum. Þar.gað höfðu vinnumennirnir á búgarðinum fengið að koma inn i tið góss- eigandans og biðja Jesú fyrir- gefninga á syndum sinum, sem þeir sjálfsagt hafa fengiö. Hins vegar fengu þeir alltaf þvert nei, þegar þeir notuðu tækifærið til að biðja gósseigandann um launahækkun. Umbæturnar i jarðnæðismálum ná til alls Chile. 1 starfi sinu verður Cora vitaskuld að hafa i huga uppskerutimann, sem ber auðvitað ekki upp á sömu tiö i öllum hlutum þessa langa lands. Alþýðufylkingin hefur þegar þjóðnýtt koparnámur, banka og verksmiðjur, en að engum um- bótum hefur þó verið gengið að slikum krafti sem i jarðnæöis- málunum. Meðan landbúnaðar- verkamennirnir halda kappreið- ar á sinum nýfengnu jörðum flýja margir fyrri eigenda úr landi. Stórjarðeigendur suður- landsins fylgja flestir að málum hinni ihaldssömu stjórnarand- stöðu landsins. Þeir segja að hnifur standi i hjarta sér, en vona þó að skammt sé i breytta tima, þegar þeir fái búgarðana sina aftur og landbúnaðarverka- mennirnir verði aftur þægir og auðmjúkir. Þá skuli heldur ekki standa á þvi að þeir fái að biðja Jesú fyrirgefningar i einka- kapellunum á stórjörðunum kringum eldfjöllin Osorno og Villa Rica. Þessi von stórjarð- eigendanna lét sér þó til skamm- ar verða i siðustu kosningum. o Grænland Þjóðminjasafnið i Kaupmanna- höfn hefur um árabil gert forn- minjarannsóknir i Austurbyggð á Grænlandi. Þar hafa fundizt rúst- ir 190 norrænna býla, auk 30-40 grunna, sem eru á við og dreif. Grafnar hafa verið upp kirkjur og bæir. Þá hefur áhugafólk leitað minja þarna viða og fundið merki eftir norræna menn á ekki færri en 107 stöðum. Meðal þeirra merkari eru rústirnar við Sand- höfn. Þá hefur landið verið betur kannað og eitt skemmtilegasta svæði, sem fundizt hefur er dalur við Úlfsvatn. Það er inn af Lichtenaufirði, um 15 milur frá Hvarfi. Þar er einn þéttasti og fegursti skógur á öllu Grænlandi. Þar hafa einnig fundizt rústir eft- ir norræna menn. „öflin" eru ibúarnir Hluti grænlenzku skógardal- anná hefur lengi verið þekktur, og þangað fóru Grænlendingar á sumrin inn að vötnunum til veiða. Þeir þurrkuðu eða reyktu silung- inn og geymdu hann til vetrarins. Norðan Lichtenaufjarðar eru þó nokkrir dalir, sem erfitt er aö komast að vegna fossa i ánum og ófærra gjáa meðfram þeim. Þó er hægt að komast inn-með þvi að fara yfir fjöllin ofan frá, en Græn- lendingar voru ekkert fyrir pril, fylgdu oftast ánum. 1 hugum fólksins var Grænland byggt ,,öflum”. Fólk dró engin skýr mörk milli raunveruleika og imyndana, og á þessum slóðum má enn finna merki um hinn gamla hugmyndaheim, sem fólk- ið lifði i. Landið er stórt og það er langt á milli byggða. Náttúran getur oft virkað þrúgandi á mannssálina, einkum á haustin og veturna, þegar dagarnir eru gráir og stormarnir geisa. Djúpt i hugum fólksins lifir enn sú vissa, að margir hlutir séu yfirnáttúrlegir og margt sé það, sem aldrei verði skýrt. Ótal sögur og sagnir eru til um fólk, sem séð hefur verur, sumar góðar, aðrar illar. 1 fjarðarbotnunum, við rætur fjallanna, eiga að vera til mann- verur.,sem geta flogið.Þær eru kallaðir Qivitog og vekja ógnar- hræðslu. Þetta fólk er til, en það er bara venjulegt fólk, sem flúið hefur samfélagið, eins konar úti- legumenn. Enginrt sér úlfana Svo eru það amaroq-arnir, eða úlfarnir. Nú verður aö segja það eins og er, að svo vitað sé, hefur ekki veriðskotinn einn einasti úlf- ur á V-Grænlandi. Enginn vis- indaleiðangur hefur heldur séð úlf þar. Enn þann dag i dag heyrast nýjar sögur um úlfa, sérlega á svæðinu við Lichtenaufjörðinn. En það merkilega við þessi dýr er, að enginn sér þau. Það heyrist i þeim á næturnar og svipir þeirra sjást i sandinum viö fiskivötnin og á regnvotri jörðinni. Til er saga um hinn hugrakka Stóra-Martin frá Lichtenau. Fyr- ir meira en öld fór hann yfir inn- landsisinn til að leita að hreindýr- um, sem fundust ekki lengur i strandhéruöunum. Martin bar bátinn sinn yfir ána innst i dalnum og reri yfir vötnin upp að isnum. Hann fann engin hreindýr, og siöan fór enginn þarna inneftir i langan tima. Það var ekki fyrr en nú fyrir nokkrum árum, að smalar fóru sömu leið- ina á snjósleðum. Þá komu þeir að gömlum steinhúsum við stórt vatn. 1 einu þeirra fundu þeir tjásur af ljósu hári. Það voru að likindum siðustu leifar mann- eskju frá tima hinna norrænu. Ferðamannaland framtiðarinnar? Fornleifafræðingar fóru og rannsökuðu ljósu hártjásurnar og i ljós kom, að smalarnir höfðu haft rangt fyrir sér. Hárið var af hreindýri. En skammt þar frá, á kafi i kjarrskógi, fundust rústir af stóru bóndabýli með mörgum herbergjum. Þetta voru áreiðan- lega leifar þeirra norrænú manna, sem hurfu fyrir mörgum öldum. Þarna við Úlfsvatn er næstum ótrúlega grænt og grösugt og þetta er nánast eins og ævintýra- land, en alls ekki heimskauta- eyja. 1 vatninu úir og grúir af urriða. Það er lognkyrr nótt við Úlfs- vatn. Maður liggur i tjaldi á vatnsbakkanum og hlustar á nið fossins fyrir ofan. Út um rifuna sjást fjöllin eins og svartir skugg- ar við ljósan himininn. Það glampar á lygnt vatnið og þegar dimmir meira, sjást norðurljósin i fletinum. Refir læðast eins og vofur um nágrennið og öðru hvoru heyrist skrækur i fugli. Rétt hjá eru rústir húss, þar sem fjölskylda bjó fyrir mörgum öld- um. Þarna fær hugmyndaflugið byr undir báða vængi — áhrif um- hverfisins eru feykisterk. Eftir tuttugu ár verður Græn- land ef til vill ekki fjarlægt, óþekkt land, heldur eftirsótt feröamannaparadis. Þá fljúga kannski þyrlur með feröamenn upp i fjallahótelin. SB. ® 60 ára fáir af þeim félagsmönnum, sem tekið hafa einhvern verulegan þátt i störfum stúkunnar, vildu hafa farið á mis við þá reynslu. Fundirnir hafa verið i vitund þeirra eins og sólskinsstundir, þar sem þeir hafa leitað sinum innri manni næringar og svölun- ar. Nú á 60 ára afmæli stúkunnar er bjart yfir starfi hennar. Sum- arskóli er hér i nokkra daga á hverju sumri. Visindin hafa nálg- azt ýmsar kenningar gupspekinn- ar á siðari árum. Þau viðurkenna nú einhver andleg svið bak við þennan sýnilega heim. Þau beita sér aö þvi að rannsaka vitund mannsins. Guðspekistúkan hefur verið þáttur i andlegu lifi þessa bæjar i 60 ár. Hún mun vinna að þvi eins og hingað til að glæöa með mönn- um frjálsar hugsanir um andleg mál. Eirikur Sigurðsson. Q Frelsisstyttan tilkynnt i New York: Stöðva verð- ur vinnu við undirstöðuna. Nefnd- in sem tilkynnti þetta, sagði að þar sem engir peningar fengjust til að halda áfram, væri það aug- ljóst mál. Allt hefði verið reynt, en enn vantaði 110 þúsund doll- ara. Aðeins helmingur undirstöð- unnar var fullgerður þegar nefndinni barst skeyti frá Bart- holdi. Hann hafði gefið skipun um, að styttan yrði þegar flutt til New York. Astandið var ekki sem bezt. Þá kom i ljós, að föstudagur þessi myndi þrátt fyrir allt enda vel. Eigandi blaðsins, sem birti fréttina um stöðvunina var Joseph Pulitzer, sem 17 ára gam- all hafði flúið frá Ungverjalandi — ómenntaður og blásnauður. Hann var lifandi sönnun þess, að Bandarikin voru Land möguleik- anna. Þess vegna hafði fyrirsögn hans eigin blaðs þennan dag mikil áhrif á hann. Hann ákvað að út- vega peningana sjálfur. Mánudaginn 16. marz birti blaðið grein eftir hann, þar sem sagði: — New York og banda- riska þjóðin hafa orðið sér til skammar með þvi að geta ekki tekið við þessari höfðinglegu vinargjöf. Þá lofaði hann að birta nöfn allra þeirra, sem sendu pen- inga í sjóðinn. Fyrstu vikuna komu á þriðja þúsund dollarar. — Þennan dollar fengum við til að fara í bió, skrifuðu tvö syst- kini. —Getég sent kjúklinga, sem blaðið getur selt? spurði 9 ára stúlka. 1. mai voru komnir 50 þúsund dollarar og Bartholdi tilkynnti i skeyti að nú væri styttan komin um borð i skip. 22. mai lagði skip- ið af stað og 17. júni stóð New York á öðrum endanum. 90 bandarisk skip framleiddu allan þann hávaða,sem tiltækur var um borð til að bjóða skipið og stytt- una velkomin. 214 kössum var skipað upp, þeir vógu frá 75 kóló til 3 tonn. 1 blaði mátti lesa: 1 einum kassa voru augu, nef og munnur, I öðrum ennið og augnabrúnirnar. Vinstra eyra og dálitið af hárinu var i átta feta löngum kassa. Frelsisstyttan var sett i kössum inn i skúr á Bedloeeyju. 11. ágúst birti blað Pulitzers svohljóðandi fyrirsögn á forsiðu: — 100.000 dollarar! Nánari skýr- ingu þurfti ekki. 121 þúsund manns höfðu lagt fram 102 þús- und dollara og nær öll framlögin voru innan við dollar. Tilbúin til afhjúpunar Hinn 22. april 1886 var undir- stöðunni lokið og járnbjálkarnir stóðu 150 metra upp i loftið, reiðu- búnir til að taka á móti gyðjunni. Hinn endi bjálkanna var vand- lega festur niðri i undirstöðunni, sem vóg 28 þús. tonn. — Til að velta styttunni, þarf að velta allri eynni, sögðu verkfræðingarnir. Daginn eftir voru fyrstu koparplöturnar hifðar á sinn staða og boltaðar fastar. Fyrsti boltinn var skirður Bartholdi og sá næsti Puitzer. Samkvæmt fyrirmælum Eiffels voru plöturnar festar þannig að þær gætu aðeins mjakast til. Þær þurftu aö geta þanist út i hitanum og skroppið saman i kulda. Það sést ekki, en yfirboð styttunnar er sifellt á hreyfingu. Siðasti boltinn var festur 23. október, i hægri fót styttunnar. Verkamenn komu með ræðustól og skreyttu hann franska og bandariska fánanum. Bryggjan á Bedloeeyju fékk rækilega við- gerð, fallbyssurnar voru málaðar og N-Atlanzhafs-flotasveitin skreið öll inn á höfnina i New York. Þriðjudaginn 28. október voru Bandarikin reiðubúin aö taka á móti gjöfinni, 15 árum eftir kvöld- verðinn á heimili Laboulaye. Litilsháttar rigning var, en hvað gerði það til? lbúar New York höfðu aldrei séð önnur eins hátiðahöld. Það var Liberty Day, fólk gekk tugþúsundum saman i skrúðgöngu niður Manhattani dansaði og söng. Fremstur gekk Cleveland forseti og veifaði flos- hatti sinum. Allt var skreytt fánum, frönsk- um og bandariskum. Margar verzlanir höfðu fjarlægt vörur úr gluggum sinum og komiö þar fyrir stólum handa beztu við- skiptavinunum. Götusalar settu stóla i vagna sina og seldu stúku- sæti fyrir 50 cent. Gangan fór niður Fifth Avenue og beygði inn á Broadway. Fyrir framan Ráðhúsið, City Hall, steig forsetinn upp á heiðurspall, þar sem hann tók i hönd grönnum manni með brúnt skegg. Allir þekktu hann af myndum og nafn hans var i öllum blöðum. Bart- holdi. Franski þjóðsöngurinn var leikinn og Bartholdi horfði til himins með hönd á hjartastað. Klukkan varð tvö og skyndilega sló þögn á mannfjöldann. Niður götuna kom vagn Georges Wshington, dreginn af átta gráum hestum. Tómi vagninn átti að minna fólk á sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Siðan fóru forsetinn og Bart- holdi út á Bedloeseyju, til að af- hjúpa Frelisstyttuna. Eyjan heit- ir nú Liberty Island, Frelsiseyj- an. SB. Sundlaug Opin frá kl. 08-11 og 16-22. Laugardaga og sunnudaga frá kl. 08-19. rrnm r, KALT BORÐ^ S í HAÐEGINU % f HÆG BILASTÆDI \\ BLÓMASALUR HI LOFTLBÐIR a m m m m tftii ■ i i 7IH\\Y^/* KVÖLDVERÐIJR FRA KL. 7. BORÐAPANTANIR I SlMUM 22321 22322 BORÐUM HALDIÐ IIL KL. 9. VÍKINGASALUR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.