Tíminn - 20.05.1973, Blaðsíða 14

Tíminn - 20.05.1973, Blaðsíða 14
TÍMINN Sunnudagur 20. mai 1973 EINN umdeildasti höfundur landsins er Thor Vil- hjálmsson. Sumir opna ekki verri bækur sina daga en hans, en aðrir og liklega fleiri eiga naumast orð til að lofa hinn torlæsa texta og meitlaða stil, sem glymur i eyrum, eins og þung högg i smiðju, eða voldugur kliður i eilifu fljóti, og milli þessara fylk- inga um „kúnstner Hansen," stöndum við með óskrifuð blöðin, þvi við tókum á honum hús til að ræða um framtið skrifandi manna, og til að kynnast heimili hans og lifsvenjum. Thor Vilhjálmsson rithöfundur i skrifstofu sinni, þar sem öllu ægir saman. Þetta er stórkostlegt og persónulegt vinnuherbergi, þakfð bókum, áhugaveröum smámunum og listaverkum.Skáldiö sánkar aö sér smámunum til aö búa til heilleg verk. Thor Vilhjálmsson, er fæddur 12. ágúst, 1925 og gaf lit sina fyrstu bók árið 1950, „Maðurinn er alltaf einn" og siðan hefur hver bókin rekið aðra, sem of langt IZKUSPURNI MANNKYNSINS TAÐAR HINAR skrifi, það sem fyrir þá er lagt. — Er ekki minni þörf fyrir höf- unda, þar sem réttlæti hefur náðst í þjóðfélagsmálum? — öðru nær. Það er alls staðar segir Thor Vilhjálmsson, rithöfundur í samtali við Tímann M/S GULLFOSS á málverki Kjarvals, er ein þeirra sérkennilegu mynda, sem prýða heimili Margrétar Indriðadóttur og Thors Vilhjálmssonar i Karfavogi 40. mál yrði að rekja út i hörgul. Við hófum viötaliö með eftirfarandi spurningu? — Eru rithöfundar, eða bækur þeirra að verða gagnslausar? — Það finnst mér alveg af og frá, svaraði hann dálitið forviða. Meðan einhver kann að lesa, þá trúi ég á ritmálið. Að visu er verið að setja okkur undir stjórn vél- heilans i rikari mæli og ekki sizt þess vegna verður einhver að hafa hugmyndaflug til að hafa við robotunum. Rithöfundurinn á samt ekki að sitja á vegamótun- um og skrá einhverjar staðreynd- ir, sem hægt er að finna með öbr- um mælitækjum. Krafan er, að hann noti hugmyndaflug sitt, en skrifi ekki bara niður það sem samþykkt hefur verið i einhverj- um félögum. Voldugar hreyfing- ár, sem stundum eru taldar bua við bræðraþjóðskipulag hafa krafizt þess, að rithöfundar séu aðeins venjúlegir borgarar, sem þörf fyrir rithöfunda. Allt hefur sinn tima, eins og predikarinn sagði. Ef þú ert að tala um skyld- ur rithöf. til að tala máli f£- tækra manna, þá veit ég ekki um neitt þjóðfélag, þar sem ekki er ti\ fátækt fólk. Heimurinn hefur skroppið mikið saman og ritstörf- in eru að verða meira alþjóðleg vinna. Þó að við séum tslending- ar, þá megum við ekki gleyma þvi, að við erum aðeins deild i stóru félagi. Passíusálmarnir hafa verið þýddir á kínversku og Halldór Laxness á Shwahili, tamil og úrdu. Hvar sem menn eru staddir á jörðunni, eru það sams konar spurningar, sem þá vantar svar við, þess vegna geta þeir ekki látið eins og það sé sér óviðkomandi þótt Amerikanar bombanderi fólk i Asiu og að tug milljóna hungurdauði vofi yfir fólki á Indlandi, þvi að monsún- regnið hefur brugðizt i mörg ár. Samvizkuspurningar mannkyns- ins eru þvi alls staðar hinar sömu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.