Tíminn - 20.05.1973, Blaðsíða 37

Tíminn - 20.05.1973, Blaðsíða 37
Sunnudagur 20. mai 1973 TÍMINN 37 í fótspor víkfng anna Þann 26. júli koma hingað til lands 40-50 stúdentar i sagnfræði við Berkeleyháskóla i Kaliforniu og verða i landinu i fjóra daga. Fara þeir m.a. i 2ja daga ferð um Suðurland og skoða sögustaði og fornminjar. Viðdvölin hér er liður i langri ferð til Englands, Noregs, Sviþjóðar, Danmerkur og Þýzka- lands, en stúdentarnir kynna sér einkum fornminjar, sögustaði Is- lendingasagna, forn vikingaskip og listaverk á ýmsum söfnum Þeir munu einnig hlýða á fyrir- lestra, skandinaviskra fræði- manna, um Vikingaöldina. Undanfari þessarar ferðar var erindaflokkur i Berkeleyháskóla i aprilmánuði. — SJ. Fiskverð hækkar á Bandaríkjamarkaði — Þorskblokkin komin vel yfir 60 sent ET-Reykjavik Verð á þorskblokkum hefur enn einu sinni hækkað á Banda- rikjamarkaði. Verðið er nú komið upp i rúm 60 cent blokkin, en var i desember 48 cent. Verðhækkunin er þvi 25% á tæpu hálfu ári. Guðjón ólafsson, fram- kvæmdastjóri sjávarafurða- deildar SIS sagði, að verðið á þorskblokkum færi sihækkandi á Bandarikjamarkaði. Það væri nú komið vel yfir 60 cent blokkin. Astæðurnar til þessarar verðhækkunar kvað Guðjón stafa af miklum skorti á þorski til vinnslu. Hann áleit að freðtisk- framleiðsa sjávarafurðadeildar- innar fyrstu 4 mánuði þessa árs væri 12-15% minni enásama tima i fyrra. Þessi framleiðslurýrnun drægi þvi verulega úr áhrifum hækkaðs verðlags, þannig að aukning útflutningsverðmætis yrði minni fyrir vikið. Guðmundur H- Garðarsson hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna tók i sama streng og Guðjón. Guðmundur taldi þó verðið á þorskblokk varla vera hærra en 59-60 cent blokkin. Hann sagði, að verulegur samdráttur hefði orðið i þorskframleiðslunni á þessu ári T. d gat hann þess, að fram- leiðslan SH fyrstu 4 mánuði ársins næmi tæpum 9 þús. tonn- um, en hún var 11 þús. tonn i fyrra. Guðmundur sagði, að stöðvum frystihúsanna . i Vest- mannaeyjum hefði valdið veru- iegu tjóni, þar eð Vestmanna- eyjaflotinn hefði þurft að sækja mun lengri leið til fanga og aflinn þvi orðið minni. Steypubíll ó 18 hjólum FYRIR nokkru kom til landsins stærsti steypublil, sem fluttur hefur verið hingað. Er hann af gerðinni Magicus Deutz og er hann i eigu B.M. Vallá. Að sögn Víglundar Þorsteinssoiíar, forstjóra fyrirtækisins, tekur þessi bíll 10 rúmmetra af steypu eða um helmingi meira magn en þeir hilar, sem hér eru fyrir. Ilann sagði að fullhlaðinn væri billinn urn 38 tonn á þvngd og væri hann með 18 hjólum til að halda uppi þeint þunga. Þessi mynd var tekin þegar hílnum var skipað i land úr Dettifossi, sem þá var m.a. að konta frá Þýzkalandi. Varð aðskipa bilnum i land i tveim hlutum. (Timamynd Róbert). Þessa mynd tók ljósmvndari okkar I Grindavik Óiafur Itúnar, yfir Grindavik og Grindavikurhöfn á dögunum. Þá lágu þar við bryggju inilli 140 og 150 bátar, sem voru að ljúka vetrarvertiðinni. Grindavik varð hæsta verstöðin í ár. Þar var landað samtals 36.300 iestum af bol- fiski. Ef loðna er meðtalin, var þar landað liðlega 55.000 lestum, sem er það langmesta sem ein verstöð tók á móti, þá fjóra og háifan mánuð, sem vetrarvertiðin stóð yfir. Norrænir iðnaðarmenn styðja stéttarbræður sína úr Eyjum IÐNAÐARMANNASAMBÖNDIN á Norðurlöndum hafa staðið fyrir fjársöfnunum til stuðnings iðnaðarmönnum i Vestmanna- eyjum . Nýlega barst Landssambandi iðnaðarmanna ávisun að upphæð tæplega 194 þús. ísl. kr. frá danska iðnsambandinu, Hánd- værksrádet, sem safnað var i al- mennri fjársöfnun meðal félags- manna, og þessóskað,að fé þessu verði varið til stuðnings iðnaðar- mönnum og eigendum iðnfyrir- tækja i Vestmannaeyjum, sem orðið hafa fyrir áfölium af völdum eldgossins i Heimaey. Samskonar fjársafnanir fara fram á öðrum Norðurlöndum og ennfremur mun Norræna iðnráðið, sem Landssamband iðnaðarmanna er aðiii að, leggja fram nokkurt framlag, og er ætlunin að afhenda þetta söfnunarfé á stjórnarfundi i Norraina iðnráðinu, sem haldinn verður"i byrjun júni-mánaðar næstkomandi. —JS OKKAR I LAUGARDALSHOLL STÆRSTU KÆLISKA'PAFRAMLEIÐENDUR -EVRÓPU- BJÓÐA YÐUR VELKOMIN í SÝNINGARSTÚKU RAFIDJAN VESTURGÖTU 11 SÍM119294 RAFTORG V/AUSTURVÖLL SÍMI 26660

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.