Fréttablaðið - 28.08.2004, Side 4

Fréttablaðið - 28.08.2004, Side 4
4 28. ágúst 2004 LAUGARDAGUR Líkfundur í Najaf: Tíu lík í dómssal al Sadr ÍRAK, AP Íraska lögreglan fann að minnsta kosti tíu lík í byggingu í Najaf, sem talið er að sjíaklerkur- inn Muqtada al Sadr hafi notað sem dómssal. Stuðningsmenn al Sadr segja líkin vera af félögum þeirra sem hafa fallið í átökum við íraskar og bandarískar hersveitir undan- farnar vikur. Daunninn af líkun- um varð til þess að lögreglan fann þau. Líkin höfðu verið brennd og voru mjög rotin. Blaðamaður AP-fréttastofunn- ar sá tíu lík sjálfur í byggingunni. Líkin voru hulin með teppum en eitt líkanna var af eldri konu. Ekki er ljóst hvað varð fólkinu að aldurtila. Talsmaður lögreglunnar í Najaf segir sum líkanna vera af lögreglumönnum en önnur af óbreyttum borgurum. Áður en átökin hófust í Najaf sakaði lögreglan stuðningsmenn al Sadr um að taka lögreglumenn í gíslingu og drepa suma þeirra. Réttarsalur al Sadr hefur verið starfræktur um skeið en stjórn- völd í Írak hafa farið fram á að honum verði lokað. ■ HÚSNÆÐISMÁL Íbúðalánasjóður til- kynnti í gær að frá og með næsta mánudegi yrðu vextir á lánum sjóðsins 4,35 prósent. Þetta er 0,05 prósentustigum lægra en bank- arnir hafa boðið í þessari viku. Hallur Magnússon hjá Íbúða- lánasjóði segir að tekin hafi verið ákvörðun um það í fyrradag að í stað þess að vaxtabreytingar sjóðsins hlaupi á heilum tugum þá séu þær á heilum og hálfum tugi. Þetta hefur það í för með sér að vextir á lánunum verða 4,35 pró- sent en ekki 4,4 prósent. Að sögn Halls var þetta ákveð- ið í fyrrakvöld en hann segir að Íbúðalánasjóður sé þó ekki að keppa við bankana sem í vikunni hafa boðið 4,4 prósenta vexti. „Við erum ekki að keppa við einn eða neinn í þessu,“ segir Hallur. Bankarnir hafa gagnrýnt Íbúðalánasjóð fyrir að fara ekki í opin útboð um skuldabréf í íbúða- lánakerfinu en Hallur segir að vegna aðstöðunnar á bankamark- aði nú hafi verið gripið til þess ráðs að hafa útboðið lokað. „Og það er líka alveg ljóst að þessa dagana hefðu hagsmunir bank- anna verið að hækka ávöxtunar- kröfu bréfanna,“ segir Hallur. Hallur segir að hjá Íbúðalána- sjóði hafi menn efasemdir um að bankarnir geti staðið undir því að bjóða lán með þeim kjörum sem hafa verið auglýst. „Hvernig á Sparisjóðurinn að geta boðið 4,4 prósenta vexti ef langtímavextir lækka ekki á næstu örfáu mánuð- um. Þeir geta ekkert fjármagnað þetta,“ segir Hallur. Hallur telur að þótt bankarnir séu farnir að bjóða svo lága vexti til íbúðakaupa þá ógni það ekki til- vist Íbúðalánasjóðs. „Í fyrsta lagi þá hefði þetta tilboð KB banka aldrei orðið nema með tilstilli Íbúðalánasjóðs. Þetta er bein af- leiðing af tvennu; endurskipu- lagningu skuldabréfaútboða hjá okkur þar sem við tryggðum okk- ur og lækkuðum vaxtagólfið í landinu með sölu á íbúðabréfum á erlenda markaði og úrskurðar ESA um að starfsemi okkar félli innan ákvæða EES-samningsins,“ segir hann. Hann segir að Íbúðalánasjóð- ur hafi það markmið að tryggja jafnræði á lánamarkaði og lækka vextina. Það sé hins veg- ar ekki markmið að Íbúðalána- sjóður haldi svo hárri markaðs- hlutdeild sem hingað til. „Þvert á móti þá er það mjög ánægju- leg þróun að bankarnir séu að koma inn á þetta í meiri mæli,“ segir Hallur. thkjart@frettabladid.is AÐSKILNAÐARMÚRINN KLIFINN Palestínskir mótmælendur klifra upp á aðskilnaðarmúrinn sem ætlað er að verði fullreistur á næsta ári. Landnemabyggðir á Vesturbakkanum: Bush gefur Sharon grænt ljós ÍSRAEL, AP Ariel Sharon, forsæt- isráðherra Ísraels, hefur fengið meðbyr til að framfylgja áætl- un sinni um byggingu 1.800 húsa á vesturbakkanum eftir að bandarísk stjórnvöld neituðu að fordæma áætlunina. Óbeinn stuðningur Banda- ríkjanna verður hugsanlega til þess að Sharon getur friðað harðlínumenn sem hafa sett sig á móti aðgerðunum. Palestínumenn eru hins veg- ar ævareiðir og þessi ákvörðun Bandaríkjamanna gæti gert þeim erfitt með að miðla mál- um milli deilenda, en í henni felst breyting á margra ára stefnu þeirra í málefnum Mið- Austurlanda. ■ Er rétt hjá Ólafi Stefánssyni að taka sér frí frá keppni með hand- boltalandsliðinu? Spurning dagsins í dag: Á borgin að selja fyrirtæki sem eru í samkeppni við einkaaðila? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 28% 72% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is Kúba: Milljarða króna tjón HAMFARIR Stjórnvöld á Kúbu áætla að skemmdir af völdum fellibylsins Charley sem gekk yfir eyjuna fyrir tveimur vikum síðan nemi tugum milljarða króna. Um 70 þúsund heimili í landinu urðu fellibylnum að bráð og eru al- veg eða að hluta til ónýt. Rafmagn fór af tugum borga og bæja og enn er verið að koma lagi á rafmagn víða. Um 13 þúsund manns eru heimilislausir í Havana einni sam- an en ekki er vitað með vissu um heildarfjöldann á landinu öllu. Skorað hefur verið á stjórnvöld að bregðast sem fyrst við ástandinu í landinu. ■ UPPBYGGING HAFIN Fellibylurinn Charley olli usla á fleiri stöðum en í Bandaríkjunum. DÓMSSALURINN Eitt líkanna tíu var af aldraðri konu en stuðningsmenn al Sadr segja þetta fallna skæruliða. Stykkishólmur: Kærður fyrir kynferðis- ofbeldi LÖGREGLA Fjörutíu og sex ára gam- all maður er grunaður um að hafa beitt stúlku á ellefta ári kynferð- islegu ofbeldi í Stykkishólmi þeg- ar Danskir dagar voru haldnir þar fyrr í mánuðinum. Málið var kært til lögreglu. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að lögreglan í Stykkishólmi vildi ná tali af konu sem hafði fylgt stúlkunni frá Laufásvegi í Stykk- ishólmi að tjaldstæðinu þar í bæ. Konan hafði samband við lögregl- una snemma í gærmorgun eftir að hafa lesið fréttina og gat því styrkt framburð stúlkunnar. Stúlkan er frá Reykjavík og var gestkomandi í Stykkishólmi ásamt foreldrum sínum. Foreldr- ar hennar gistu á tjaldsvæðum en hún í heimahúsi í bænum. Maður- inn sem grunaður er um verknað- inn var einnig gestkomandi í bæn- um og gisti í sama húsi og stúlkan. Hún yfirgaf húsið og hjálpaði kon- an henni að komast á tjaldstæðin til foreldra sinna. ■ Landbúnaðarháskólinn: Ágúst skip- aður rektor MENNTAMÁL Dr. Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður í stöðu rekt- ors Landbúnað- arháskóla Ís- lands til næstu fimm ára. Skól- inn verður til úr s a m e i n i n g u Landbúnaðarhá- skólans á Hvann- eyri, Garðyrkju- skóla ríkisins og Rannsóknastofn- unar landbúnað- arins frá og með 1. janúar 2005. Ágúst lauk doktorsprófi í bú- fjárerfðafræði við sænska land- búnaðarháskólann árið 1996 og hlaut viðurkenningu fyrir framúr- skarandi árangur í doktorsnámi frá konunglegu sænsku akademíunni. Umsækjendur um stöðuna voru 14 og voru þeir allir taldir uppfylla lágmarksskilyrði laga um hæfni. ■ ÁGÚST SIGURÐSSON Nýskipaður rektor við Landbúnaðar- háskóla Íslands. VIÐSKIPTI Hlutabréf í deCode, móð- urfélagi Íslenskrar erfðagreining- ar, féllu hratt í viðskiptum á hlutabréfamörkuðum vestan hafs í gær í kjölfar yfirlýsingar um að e n d u r s k o ð u n a r f y r i r t æ k i ð Pricewaterhouse Coopers væri hætt að starfa fyrir deCode. Að sögn Eiríks Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Íslenskrar erfðagreiningar, var ekki um neinn ágreining á milli aðilanna tveggja að ræða. Hann segir að engar deilur séu um reiknings- skil eða bókhald. „Enda hefði þurft að tilkynna það til banda- ríska verðbréfaeftirlitsins,“ seg- ir Eiríkur. Stutt er í aðalfund deCode og má þá búast við því að nýir endur- skoðendur félagsins verði kynntir „Það má líka segja að þetta sé hluti af því ferli að skipta um end- urskoðendur,“ segir hann. Bréf í deCode lækkuðu í við- skiptum á Nasdaq í gær og stóðu í 5,75 dölum á hlut við lokun markaða – sem er 9,52 prósenta lækkun frá fimmtudeginum. Fjármálafyrirtækið J.P. Morg- an gaf út yfirlýsingu vegna brott- hvarfs Pricewaterhouse Coopers og telur ekki að efnislegur ágrein- ingur hafi ráðið ákvörðuninni en gefur í skyn að samskipti milli endurskoðenda og fjármáladeild- ar deCode hafi valdið samstarfs- slitunum. J.P. Morgan telur ekki að þessi tíðindi hafi áhrif á verð- mat félagsins. ■ VEIÐIMENNSKA Veiðifélag Skaftár lýs- ir yfir alvarlegum áhyggjum vegna hugmynda Landsvirkjunar um fyr- irhugaða Skaftárveitu, þar sem hluta af vatnsmagni árinnar verði veitt yfir á vatnasvæði Tungnaár og Þjórsár. Ályktun þess efnis var samþykkt á aðalfundi Veiðifélags Skaftár. Þar segir að félagið leggist því alfarið gegn öllum virkjana- framkvæmdum sem hugsanlega gætu haft áhrif á vatnsbúskap og veiðimöguleika í ánum á vatna- svæði Skaftár og þar með stofnað í hættu þeim miklu atvinnuhagsmun- um sem byggðarlagið hefur af veiði og veiðitengdri ferðaþjónustu. ■ Veiðifélag Skaftár: Áhyggjur af Skaftárveitu deCode skiptir um endurskoðendur: Bréf lækkuðu um 9,5 prósent HÖFUÐSTÖÐVAR ÍSLENSKRAR ERFÐAGREININGAR deCode leitar nú að nýjum endurskoðanda eftir að Pricewaterhouse Coopers sagði sig frá verkefninu. ■ BANDARÍKIN FRESTA ÁKÆRU Í GUANTANAMO Bandarískur herdómstóll sem dæmir í málum fanga í herstöðinni við Guantanamo-flóa hefur frestað að birta meintum aðalgjaldkera al- Kaída hryðjuverkasamtakanna ákæru. Honum verður birt ákæra síðar ásamt níu öðrum, þar á meðal nokkrum sem stóðu að árásunum á World Trade Center. HALLUR MAGNÚSSON Hefur áhyggjur af því að bankarnir standi ekki undir því að bjóða lán á þeim kjörum sem kynnt hafa verið undanfarna viku. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Engin samkeppni án Íbúðalánasjóðs Íbúðalánasjóður lækkaði í gær vexti niður fyrir tilboð bankanna. Hallur Magnússon segir að samkeppnin á lánamarkaði í dag sé vegna tilvistar Íbúðalánasjóðs. Sjóðurinn sé því ekki óþarfur.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.