Fréttablaðið - 28.08.2004, Side 34

Fréttablaðið - 28.08.2004, Side 34
Kynntu þér frábæra kosti Námsmanna- þjónustu Sparisjóðsins: • ISIC-kreditkort – frítt fyrsta árið • Námsmannadebetkort – frítt fyrsta árið • ISIC-plúskort – engin heimild – engin færslugjöld – frítt fyrsta árið • Hagstæð Tölvukaupalán til allt að 48 mánaða • Glæsileg tölvutilboð • Leikir og tilboð á www.namsmenn.is • Glæsilegar inngöngugjafir • Þú getur komist á vit ævintýranna með hagstæðu Ferðaláni • Frábærir námsstyrkir, bókastyrkir og bílprófsstyrkir fyrir námsmenn • Þinn eiginn heimabanki þér að kostnaðarlausu • Frí internetáskrift frá Margmiðlun • Þinn eiginn þjónustufulltrúi • Gegn lánsloforði frá LÍN geta námsmenn fengið framfærslulán hjá Sparisjóðnum • Greiðsluþjónusta – frí fyrsta árið • Sparnaður – við aðstoðum þig við að spara ... og margt margt fleira www.namsmenn.is Námsmannaþjónusta Sparisjóðsins er fjármálaþjónusta fyrir námsmenn 16 ára og eldri. Með því að ganga í Námsmannaþjónustuna, tryggir þú þér aðgang að víðtækri þjónustu og getur fengið ráðgjöf í fjármálum. Ath. lán eru háð útlánareglum Sparisjóðsins Þitt er valið! HVAMMSTANGI: KAUPTÚN Á LITLU NESI VIÐ AUSTANVERÐAN MIÐFJÖRÐ SEM GENGUR INN ÚR HÚNAFLÓA. ÍBÚAFJÖLDI: 583 FJALLIÐ: Vatnsnesfjall. UPPHAF BÚSETU: Fyrsta íbúðarhúsið var reist aldamótaárið 1900 en fimm árum áður varð staðurinn löggiltur verslunarstaður. LANDFRÆÐILEG EINKENNI: Í gegnum kauptúnið rennur lítil og falleg á. GOTT AÐ VITA: Handverkshúsið á staðnum heitir Bardúsa. SVIPMYND Hjólreiðaferð meðfram sjónum er upplyfting bæði fyrir líkama og sál. SJÓNARHORN VISSIR ÞÚ … 28. ágúst 2004 LAUGARDAGUR12 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T … að árið 1899 héldu menn að búið væri að finna allt upp sem hægt væri að finna upp? … að skakki turninn í Pisa hefur aldrei verið alveg beinn? … að dósahnífurinn var fundinn upp 48 árum á eftir niðursuðudósinni? … að Óskarsverðlaunin voru veitt tvisvar árið 1930? …að það eru til yfir tuttugu þúsund tegundir af bjór? …að það er minna koffein í espressó- bolla en venjulegum kaffibolla? … að Pétur mikli skattlagði þá sem létu sér vaxa skegg? … að Móna Lísa er ekki með neinar augabrúnir því það var í tísku í Flór- ens að raka þær af? … að líkami þinn býr til og eyðir fimmtán milljón rauðum blóðkorn- um á sekúndu? … að gler er milljón ár að eyðast í náttúrunni? … að næstum helmingur allra dag- blaða í heimi kemur út í Bandaríkj- unum og Kanada? … að flestir varalitir innihalda fiskroð? … að meira en 2.500 örvhentir deyja árlega í Bandaríkjunum úr því að nota hluti sem hannaðir eru fyrir rétthenta? … að broddgeltir fljóta? … að lengsta skráða flug hænu varði í 13 sekúndur? … að kattahland lýsir í ákveðinni birtu? Blómið: Helluhnoðri Helluhnoðri myndar lágvaxna, litfagra brúska og vex í klettum, sandi og á melum um allt land. Blöðin eru safamikil og snubbótt og sitja þétt og blómin eru fagur- gul og breiðast út í stjörnu. Hellu- hnoðri blómgast í júlí og ágúst. Þótt blöðin séu beisk á bragðið lögðu menn þau sér til munns og töldust þau góð við skyrbjúgi, kvefi, hósta og harðlífi. Bæði má sjóða blöðin í seyði fersk og þurrkuð. Heimild: Ágúst H. Bjarnason. Íslensk flóra með litmyndum. Iðunn 1983 og Myndskreytt flóra Íslands og Norður-Evrópu. Skjaldborg 1992. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.