Fréttablaðið - 28.08.2004, Síða 42

Fréttablaðið - 28.08.2004, Síða 42
Enn af sigrum Arnaldar Verk Arnaldar Indriðasonar halda áfram að vekja athygli í útlöndum. Bækur hans Mýrin (s. Glasbruket) og Grafarþögn (s. Kvinna i grönt) seljast vel í Svíþjóð þessa dagana og hafa ratað inn á metsölulista. Þá hefur Mýrin (e. Jar City) hlotið góða dóma í enskum blöðum og varð einum gagnrýnandanum meðal annars á orði að Mýrin næði meiri dýpt en aðrar glæpasögur. Ekki amalegt það! Bourne í bókabúðum Spennusögur Roberts heitins Ludlum um njósnarann Jason Bourne nutu mikilla vinsælda þegar þær komu út á sínum tíma. Bækurnar um þennan minnislausa hryðjuverkamannabana urðu þrjár: The Bourne Identity, The Bourne Supremacy og The Bourne Ultimatum. Bíómynd byggð á The Bourne Supremacy var frumsýnd um helgina og bókin hefur því að sjálfsögðu verið endurútgefin með mynd af Matt Damon á kápunni. Bókin stenst fyllilega tímans tönn þannig að það er um að gera að kíkja á Bourne. BÓKASKÁPURINN AF BÓKUM OG FÓLKI 30 28. ágúst 2004 LAUGARDAGUR AÐALLISTINN - ALLAR BÆKUR: ÝMISLEGT UM RISAFURUR ... Jón Kalman Stefánsson ÍSLENDINGAÞÆTTIR Mál og menning KORKU SAGA Vilborg Davíðsdóttir DA VINCI LYKILLINN Dan Brown BRENNU-NJÁLS SAGA Mál og menning BRENNU-NJÁLS SAGA Jón Böðvarsson / Iðnú KÁRAHNJÚKAR - MEÐ OG ... Ómar Ragnarsson KALDALJÓS Vigdís Grímsdóttir ÍSLENDINGAR Sigurgeir Sigurjónss./Unnur Jök... EDDUKVÆÐI Mál og menning SKÁLDVERK - KILJUR ÝMISLEGT UM RISAFURUR ... Jón Kalman Stefánsson ÍSLENDINGAÞÆTTIR Mál og menning KORKU SAGA Vilborg Davíðsdóttir DA VINCI LYKILLINN Dan Brown BRENNU-NJÁLS SAGA Mál og menning BRENNU-NJÁLS SAGA Iðnú - Jón Böðvarsson KALDALJÓS Vigdís Grímsdóttir EDDUKVÆÐI Mál og menning MÝRIN Arnaldur Indriðason ÓVINAFAGNAÐUR Einar Kárason HANDBÆKUR/FRÆÐIBÆKUR/ÆVISÖGUR KÁRAHNJÚKAR - MEÐ OG ... Ómar Ragnarsson ÍSLENDINGAR Sigurgeir Sigurjóns./Unnur Jök... DÖN.-ÍSL. / ÍSL.-DÖN. ORÐAB... Orðabókaútgáfan SPÆ.-ÍSL. / ÍSL.-SPÆ. ORÐAB... Orðabókaútgáfan DÖNSK-ÍSL. SKÓLAORÐABÓK Mál og menning FRÖ.-ÍSL./ÍSL.-FRÖ. ORÐABÓK Orðabókaútgáfan ÞÝSK-ÍSL./ÍSL.-ÞÝSK ORÐABÓK Orðabókaútgáfan KORTABÓK 1:300.000 Mál og menning ÍSLENSK FJÖLL Ari Trausti og Pétur Þorleifsson ÍSL.-ENS./ENS.-ÍSL. SVÖRT ORÐA... Orðabókaútgáfan Listinn er gerður út frá sölu dagana 18.08. - 24.08. 2004 í Bókabúðum Máls og menningar, Eymundssonar og Pennanum. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 EYMUNDSSON MÁL OG MENNING PENNINN [ METSÖLULISTI ] Á Menningarnótt gaf barna- bókadeild Máls og menningar út bókina Kóralína eftir Neil Gaiman í þýðingu Margrétar Tryggvadóttur. Sagan er mjög drungaleg á köflum og þannig nær Gaiman hvort tveggja að halda tryggð við eldri aðdáend- ur sína og lokka til sín blessuð börnin. Gaiman braust fram á sjónar- sviðið með myndasögunum Sandman. Það er ævintýri í tíu bindum um konung draum- heimsins þar sem dulspeki, goðafræði, guðfræði og tilvísan- ir í bókmenntasöguna eru bland- aðar hryllingi og rómantík. Það hlýtur því að hafa verið spurn- ing hvort Kóralína ætti að flokk- ast undir barnabókmenntir? „Hún er alveg ofsalega óhugnanleg,“ viðurkennir Sig- þrúður Gunnarsdóttir, útgáfu- stjóri barnabókadeildar Máls og menningar. „Hún höfðar al- veg eins til fullorðinna lesenda. En bókin er snilldarlega skrifuð barnabók vegna þess hvernig hann stillir sér þétt upp við aðalpersónuna og fylgir henni í gegnum allar þessar þrenging- ar. Ég á tíu ára dóttur sem hafði rosalega gaman af henni. Krakki sem les þessa bók upp- lifir þetta svo sterkt í gegnum stelpuna. Þannig virkar hún sem bók fyrir alla.“ Sagan fjallar um unga stelpu sem flytur með foreldrum sín- um í nýja íbúð sem gæti ekki verið venjulegri. Kóralína litla finnur litla hurð sem henni til mikillar undrunar leiðir beint að steinvegg. Í eitt skiptið sem hún opnar hana leiðir hún þó óvænt inn í aðra íbúð, eins konar spegil- mynd af henn- ar eigin. Hún fer í gegn og kemst að því að hinum megin eru önnur eintök af foreldrum hennar. Fljót- lega kemst hún að því að ekki er allt sem sýnist og hún er fangi ævintýraver- aldar þar sem dýr geta talað og illar v e r u r brugga laun- ráð gegn henni. Allur frá- gangur bók- arinnar er hinn glæsi- legasti. Hún er mynd- skreytt af Dave Mc- Kean, samstarfsmanni Gai- mans til margra ára, og prentun kápunnar er sérlega vönduð. ■ Og botnaðu nú Í tilefni af umfangsmikilli ljóða- og smáprósaútgáfu Bjarts á haustdögum efnir forlagið til botnakeppni. Áhugasömum er gert að botna fyrripart sem hljóðar svo: Gætið yðar, gólf er hált! / Gangið hlaupið ekki, sem, eins og glöggir lesendur átta sig á, er ættað úr sundlaug- unum. Botnana skal senda á netfangið jonkarl@bjartur.is og er tíu miða sundkort í verðlaun. Kanadíski rithöfundurinn Robertson Davies fæddist á þessum degi árið 1913. Hann sendi frá sér um þrjátíu bækur af ýmsu tagi og meðal þeirra kunnustu eru þrílógíurnar Salterton og Deptford. Nokkrar bóka hans hafa verið gefnar út á íslensku. Robertson Davies lést 1995. Svo hallaði hann sér öðru hvoru að mér og hvatti mig til að gera bara einsog hann, losa mig við „kellinguna“ eitt kvöld og ERGÓ!, fara á almennilegt bús! Einar Kárason BÓKMENNTIR: VINSÆLUSTA BÓK NEIL GAIMAN KOMIN ÚT Á ÍSLENSKU Dóttir huglesarans eftir Lene Kaaberböl Í gær voru Norrænu barnabókaverð- launin veitt danska rithöfundinum Lene Kaaberböl fyrir bækur hennar um dóttur hugles- arans. Fjalla þær um unga stúlku og æv- intýri hennar í furðuheimum í anda Harry Potter og Hringadrótt- inssögu. Hafa þær notið vin- sælda víða um heim og eru verðlaun- in til vitnis um hversu vel þær eru skrifaðar. Fyrsta bókin í serí- unni er væntanleg út á íslensku í sept- ember á vegum PP forlags. ■ Á dögunum opnaði rithöfundur- inn Elías Snæland Jónsson vef- síðuna valkyrjan.is þar sem hann fjallar um goð og valkyrjur og lífið í Goðheimum. „Ég skrifaði barnabókina Valkyrjan sem seg- ir frá hinni tólf ára gömlu Hildi og ævintýrum hennar í Goðheim- um. Eftir útkomu bókarinnar las ég oft upp úr henni fyrir börn og tók eftir því hvað þau urðu for- vitin um þennan ævintýraheim. Margar spurningar kviknuðu meðal hlustendanna og þá fékk ég hugmynd að heimasíðu þar sem þeim helstu væri svarað,“ segir Elías. Heimasíðan er ítarleg í máli og myndum en að sögn Elíasar eiga fræðin fullt erindi til barna í dag. „Valkyrjurnar lifðu í heimi sem einkenndist af dirfsku og hetjumóð. Öllu máli skipti þá að mæta örlögum sínum með reisn, takast á við vandamálin og gæta að orðstír sínum. Ég held að þetta geti verið krökkum til skemmtunar og fróðleiks. Ég fjalla um hið margþætta eðli val- kyrjanna, þær sóttu fallna stríðs- menn á vígvöllinn og fluttu þá til Valhallar þar sem Óðinn réði ríkjum. Einnig birtust þær í öðr- um myndum, sem skjaldmeyjar eða mennskar konur í Miðgarði sem bjuggu yfir mikilli þekkingu á rúnagöldrum. Þær gátu farið sem fljúgandi svanir til manna í Svansheima en allt þetta útskýri ég á síðunni. Fyrir þá sem vilja afla sér enn frekari upplýsinga eru tenglar á síðunni að íslensk- um og erlendum heimasíðum um sama efni.“ Elías hefur þegar lokið við sjálfstætt framhald af Valkyrj- unni og stefnir að því að koma henni út um jólin. ■ Valkyrjur Elíasar Drungaleg saga fyrir alla NEIL GAIMAN Hefur vaxið með hverri útgáfu og Kóralína hefur farið sigurför um heiminn. KÓRALÍNA Drungalegt ævintýri fyrir alla aldurshópa. ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Gamal- reyndi blaðamaðurinn sendi frá sér bókina Valkyrjan og opnaði í kjölfarið vefsíðu til að svara spurningum krakka um Goð- heima og valkyrjurnar.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.