Fréttablaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 4
4 11. september 2004 LAUGARDAGUR EFNAHAGSMÁL Verðbólgan virðist fara minnkandi. Vísitala neyslu- verðs hækkaði um 0,43 prósent milli ágúst og september. Þetta er heldur minni hækkun en greining- ardeildir bankanna gerðu ráð fyrir. Á ársgrundvelli er verðbólgan 3,4 prósent og hefur lækkað úr 3,7 prósentum í júlí. Hækkun vísitölu neysluverðs í september er rakin til þess að haustútsölum er lokið með tilheyrandi hækkun á verð- lagi á fatnaði. Að mati greiningardeildar Ís- landsbanka er hækkunin þó minni milli mánaða en gert var ráð fyrir. Ástæða þessa er sögð sú að hús- næðisverð hafi hækkað hægar en spár gerðu ráð fyrir. Að sögn Arnórs Sighvatssonar, aðalhagfræðings Seðlabankans, er vísitöluhækkunin minni en gert var ráð fyrir. „Þetta eru ekki slæm tíðindi,“ segir hann. Hann segir þó of snemmt að segja til um hvaða áhrif þessi mæl- ing komi til með að hafa á vaxta- stigsákvarðanir Seðlabankans. „Við ákveðum ekki vexti út frá eins mán- aðar verðbólgutölum,“ segir hann. Arnór segir að enn eigi eftir að meta hvað liggi á bak við vísitölu- breytinguna en hugsanlega hafi þar áhrif að tímasetningar á útsölum séu að breytast. ■ Mjög mikið ber á milli kennara og sveitarfélaga: Niðurstaða ekki í sjónmáli KENNARAVERKFALL Samningsnefnd kennara og launanefnd sveitarfé- laganna funda um helgina í Karp- húsinu. Finnbogi Sigurðsson for- maður Félags grunnskólakennara segir á vef Kennarasambandsins viðræðurnar hafa verið gagnlegar en endanlega niðurstöðu ekki í sjón- máli. Fækkað hefur um tvo í hvorri nefnd á síðustu fundum. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari segir það auðvelda mönnum að ræða saman af hreinskilni og fara yfir mörg ágreiningsefni. „Það er ljóst að enn ber mjög mikið á milli. Ég vona að ekki komi til verkfalls en ég ætla ekki að full- yrða um að það náist að semja fyrir boðaðan verkfallstíma. Það einfald- lega verður að ráðast,“ segir Ásmundur. Skólastjórnendur hafa rétt eins og grunnskólakennarar sótt fundi ríkis- sáttasemjara. „Það lýkur enginn samningum við skólastjóra eina og sér þar sem kjör þeirra tengjast beint kjörum kennara. Margvísleg mál snúa þó að skólastjórum einum og þeim kröfum sem til þeirra eru gerðar,“ segir Ásmundur og bætir við: „Að mínu mati er æskilegast að ganga frá samningum skólastjórn- enda samhliða kennurum.“ ■ PARÍS, AP Spennusagan Da Vinci lykillinn selst ekki bara eins og heitar lummur heldur hafa margir lesendur hrifist svo mjög að þeir leggja á sig löng ferðalög til að sjá staðina sem koma við sögu í bókinni. Nú er svo komið að nokkur fyrirtæki bjóða upp á skipu- lagðar ferðir fyrir þá sem vilja komast að því hversu mikið í bókinni á við rök að styðjast. Sagan segir að áður en Da Vinci lykillinn eftir Dan Brown varð að metsölubók hafi banda- rískur ferðalangur í kirkjunni Saint-Sulpice í París varað prest- inn þar við því að bókin ætti eftir að valda honum miklum vanda. Það virðist hafa gengið eftir því fjöldi gesta leggur leið sína í kirkjuna til að mynda broddsúlu sem kemur við sögu í einu af upp- hafsatriðum bókarinnar. Fyrir Paul Roumanet, prest kirkjunnar, hefur þessi nýfengna frægð síður en svo reynst blessun. Hann fékk á endanum leið á því að svara spurningum lesenda út frá bókinni og setti upp skilti sem hefst á orðunum: „Þvert á þær stórfurðulegu staðhæfingar sem birtast í nýlegri metsölubók...“ Aðrir hafa fagnað þessum mikla áhuga lesenda, einkum og sér í lagi fyrirtæki í ferðaþjón- ustu sem hafa tekið vel við sér, bæði í Frakklandi og Bretlandi. Í það minnsta þrjú fyrirtæki bjóða upp á sérstakar Da Vinci lykilis- ins-ferðir í París, önnur fyrirtæki bjóða upp á sams konar ferðir í London og víðar í Bretlandi. Mjög misjafnt er hvernig ferðaþjónust- urnar taka á bókinni. „Ráðgátur höfða alltaf til fólks,“ sagði Jason Doll-Steinberg hjá British Tours sem bjóða hvort tveg- gja upp á Da Vinci-ferðir og ferðir til Stonehenge. Meðal þeirra sem hafa farið í Da Vinci-ferðina eru Madonna og eiginmaður hennar, leikstjórinn Guy Ritchie. Jean-Manuel Traimond, hjá Escape í Frakklandi, er ekki jafn sáttur og kallar ferð sína „Da Vinci svindls-ferðina“. „Brown býr til brýr sem eru ekki til, setur tré þar sem engin eru,“ segir hann og bætir við. „Hann heldur því fram að Godefroy de Bouillon hafi verið konungur Frakklands, sem hann var aldrei.“ ■ Vandræði hjá Alcoa: Hagnaður minnkar BANDARÍKIN, AP Verð á hlutafé í álfyrirtækinu Alcoa, sem nú reisir álver við Reyðarfjörð, hröpuðu á markaði í gær. Þetta var í kjölfar tilkynningar um að rekstrarhorfur félagsins væru verri en gert hafði verið ráð fyrir. Í tilkynningu frá Alcoa segir að vandamálin megi rekja til verkfalla starfsmanna og kostn- aðar vegna lokunar á álveri í Washington fylki. Verð á áli hefur lækkað undan- farið og eftirspurn hefur minnkað meðal annars vegna veikrar stöðu bílaiðnaðar í Evrópu. ■ deCode ræður endurskoðendur: Semur við Deloitte VIÐSKIPTI deCode hefur ráðið Deloitte & Touche sem endur- skoðanda félagsins. Fyrirtækið hefur um hríð leitað að nýjum endurskoðendum. Pricewaterhouse Coopers sagði upp samningi sínum við deCode í lok ágúst. Heimildir Fréttablaðsins herma að deCode hafi þegar verið byrjað að leita að nýju endurskoðunarfyrirtæki þegar Pricewaterhouse Coopers sagði upp samningnum við fyrirtækið en ekki var ágreiningur um færslu bókhalds á milli þessara aðila. Verð á hlutabréfum í deCode hækkuðu í gær. Um miðjan dag í gær stóðu þau í 6,87 Bandaríkja- dölum og höfðu hækkað um tíu prósent. ■ Á að nýta hvalveiðibátana til hvalaskoðunar? Spurning dagsins í dag: Á Sundabraut að koma á undan mis- lægum gatnamótum Kringlumýrar- og Miklubrautar? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 42,44% 57,56% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is Hjallastefnan: Án verkfalls SKÓLASTARF Ekki kemur til verk- falls í Barnaskóla Hjallastefn- unnar við Vífilsstaðaveg í Garða- bæ. Fulltrúar Félags grunn- skólakennara og Hjallastefn- unnar ehf. f r a m l e n g d u fyrri kjara- samning með grunnhækkun á launum í gær. M a r g r é t Pála Ólafsdótt- ir skólastjóri segir skólann og kennara hafa sameiginlegt markmið. „Við í skólanum, kenn- ara og skólayfirvöld vorum búin að leggja upp hvernig við vildum leysa málin með stuttum samn- ingi. Kennarasambandið kom síðan til okkar og við skrifuðum undir. Við vildum vera viss um að það kæmi ekki til röskunar á skólastarfinu hjá okkur,“ segir Margrét. Tveir grunnskólakennarar starfa við Hjallastefnuna og kenna 40 börnum á fyrsta ári grunnskólans. Álíka stór hópur er í fimm ára bekk. Þeim kenna leik- skólakennarar. ■ Síamstvíburar: Vel heppnuð aðgerð BANDARÍKIN, AP Tveggja ára gamlir síamstvíburar sem fæddust með samvaxin höfuð gætu farið að ganga einir fyrir áramót. Tvíburarnir, sem eru frá Filippseyjum, fóru í aðgerð í New York fyrir fimm vikum og heppnaðist hún mjög vel. Læknirinn sem framkvæmdi aðgerðina segir að tvíburarnir hafi hlotið einstakan bata. Út- litið sé því mjög bjart. Tví- burarnir hafi þegar sýnt tilburði til þess að vilja standa einir en hálsvöðvar þeirra séu enn ekki nægilega sterkir til að halda höfðunum uppi. Þess vegna þurfi enn að halda á þeim líkt og ungbörnum. Læknirinn segir tvíburana reyndar tala óvenjulítið. Hann segir það hins vegar ekki þurfa að vera óvenjulegt því það sé al- þekkt að tvíburar byrji seinna að tala en önnur börn. ■ FORMLEGT TILBOÐ Í KREDIT- BANKEN Íslandsbanki hefur gert formlegt yfirtökutilboð í norska bankann Kreditbanken. Öllum hluthöfum hefur verið sent tilboð sem gildir til 1. október. Tilboðið er gert með fyrirvara um sam- þykki níutíu prósent hluthafa og að viðskiptin verði heimiluð af lögbærum aðilum í Noregi og á Íslandi. ÚRVALSVÍSITALAN YFIR 3.500 Úr- valsvísitalan fór í gær yfir 3.500 stig í fyrsta sinn. Úrvalsvísitalan segir til um þróun hlutabréfa- verðs í fimmtán fyrirtækjum í Kauphöll Íslands. Vísitalan hefur hækkað um 67 prósent frá árs- byrjun. Af félögum í vísitölunni hefur fjárfestingarfélagið Atorka hækkað mest í ár, um 150 pró- sent. BORGARNES Framsóknarmenn funduðu í Borgarnesi í gær og hlýddu á ræðu Halldórs Ásgríms- sonar, utanríkisráðherra og formann flokksins. Utanríkisráðherra: Hagfræð- ingar rugla STJÓRNMÁL Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra brást öndverð- ur við sparnaðarhugmynd hag- fræðings við Háskóla Íslands um niðurskurð í utanríkisþjónust- unni og bað kennara við við- skipta- og hagfræðideild Háskól- ans að „vera frekar í hagfræði en pólitík.“ Ummælin lét Halldór falla í Borgarnesi í gær vegna á- bendinga Tryggva Þórs Herbertssonar dósents í hag- fræði og fyrri gagnrýni Ragnars Árnasonar prófessors. Báðir bentu þeir á að spara mætti víðar en í velferðarkerfinu, til dæmis í utanríkisþjónustunni. Halldór sagði verið að kanna auknar staðarráðningar starfs- manna sendiráða, uppsagnir bíl- stjóra og sölu húsnæðis. Hann sagði meginkostnað ráðuneytis- ins vera erlendis og ylli hann því engum áhrifum í hagkerfinu hér. „Hagfræðingarnir ættu að snúa sér að hagfræðinni sem þeir kenna nemendum og vera ekki með þetta rugl í pólitík.“ ■ ■ VIÐSKIPTI VERÐBÓLGAN LÆGRI Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir of snemmt að meta hvaða áhrif nýjasta verðbólgumælingin hafi á vaxtaákvarðanir Seðlabankans. Vísitala neysluverðs: Verðbólgan að minnka VIÐ BRODDSÚLUNA Í KIRKJUNNI SAINT-SULPICE Tveir ferðamenn virða fyrir sér broddsúluna þar sem albínóinn Sílas leitaði leyndardóms- ins. Presturinn í kirkjunni er allt annað en sáttur við staðhæfingar bókarinnar og er orðinn þreyttur á spurningum sem tengjast bókinni. ,,Ráðgátur höfða alltaf til fólks. Fjölmenni á slóð Da Vinci lykilsins Lesendur falla hver um annan þveran fyrir bókinni Da Vinci lykillinn. Nú ferðast þeir á staðina sem þar koma við sögu. Margir í ferðaþjónustu fagna en aðrir eru allt annað en sáttir. ÁSMUNDUR STEFÁNSSON Ríkissáttasemjari segir ljóst að mikið beri á milli krafna kennara og sveitarfélaga. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA MARGRÉT PÁLA ÓLAFSDÓTTIR Hefur samið og afstýrt verkfalli. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.