Fréttablaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 20
Rithöfundurinn Stefán Máni hefur síðastliðin tvö ár unnið að glæpasögunni Svartur á leik sem kemur út hjá Eddu á næstu miss- erum. Stefán lagðist í mikla rannsóknar- og heimildarvinnu fyrir verkið enda stendur um- fjöllunarefni bókarinnar honum fjarri. Ásamt því að kynna sér glæpasögu Íslands og lífshlaup einstaka manna eins og Frank- líns Steiner nálgaðist Stefán í eigin persónu þann heim sem hann ætlaði sér að skrifa um. Vettvangsrannsóknir „Ég komst í samband við helvíti harðan handrukkara, líklega einn þann rosalegasta á landinu og hann tók mig í hringferð um undirheimana á einni nóttu. Við fórum í grenin og bælin, kíktum á alla þessa staði. Um nóttina vorum við staddir í einu greninu þegar sími handrukkarans hringdi og þá upphófst rosaleg atburðarás. Ég var látinn keyra bíl handrukkarans og svo var annar bíll með í för. Bílarnir tveir slægðu Vesturbæinn í leit að manni sem fór undan þeim á hlaupum. Maðurinn hljóp niður í Dannaslipp og náði á einhvern undraverðan hátt að sleppa und- an handrukkurunum. Ég sat eftir undir stýri í þvílíku adrena- línkikki, dauðfeginn því að strák- urinn hefði sloppið. Ég vissi ekkert hvað hann hafði gert af sér eða hvað handrukkararnir ætluðu að gera við hann. Eftir það ákvað ég að setjast niður og skrifa geðveikustu bók í heimi,“ segir Stefán Máni. Bókin er hans fimmta á ferlinum og mun detta öðru hvorum megin við fimm- hundruð blaðsíðurnar. „Ég tengi saman og ramma inn ákveðin íslensk sakamál sem ég blæs lífi í og set á svið í bók- inni þannig að hún er að hluta til byggð á raunverulegum atburð- um, svo sem bankaráninu á Vest- urgötunni og Skeljungsráninu í Lækjargötu. Þar sem bæði þessu mál eru ekki að fullu upplýst þá reyni ég að sjá þetta með augum glæpamannanna og fylla upp í eyður atburðarásarinnar. Hins vegar gat ég ekki sagt frá öllu sem ég komst að því það var ein- faldlega of klikkað til að ég gæti notað það, það er margt vitað í undirheimunum sem ég löggan veit ekki um. Ég vil ekki tala af mér um þessi mál því ég gæti komið sjálfum mér í klandur með því að segja of mikið. Mér er ekki sama hver bankar upp á hjá mér á nóttunni,“ segir rithöf- undurinn. Stóra fíkniefnamálið er ákveðin beinagrind í bókinni og var ein helsta uppspretta hennar. Rúnar Ben Maitsland, sem afplánar nú fangelsisvist á Litla-Hrauni, er einn helsti heim- ildarmaður Stefáns meðan hann vann að rannsóknum fyrir bók- ina. Söguþráðurinn „Bókin fjallar um strák utan af landi sem flytur á mölina og kemst í kynni við vafasamt lið í borginni og eignast þá sem vini. Hann fer að vinna á bar þar sem félagar hans hanga og fer smám saman að sökkva dýpra niður í undirheimana, sem byrjar á þvi að hann er látinn geyma eitthvað eða sendast en á endanum er hann orðinn að algerri sendi- tík hjá klíkunni. Ásamt þessu byrjar valdabarátta milli þeirra eldri í klíkunni og þeirra yngri, yngri strákarnir byrja að selja fíkniefni fram- hjá leiðtogunum. Söguhetjan kemst svo í innsta hring þess- arar valdabaráttu,“ segir Stef- án Máni. „Þetta er því nokkuð stór pakki, örlagasaga ungs manns í bland við ris og hnignun eitur- lyfjamarkaðarins á Íslandi. Vendipunkturinn í bókinni er svo þegar strákurinn er sendur til Hamborgar með umslag sem hann veit ekki hvað inni- heldur, stingur af, snýr baki við öllu saman, fer að vinna á olíu- borpalli en heldur svo aftur til Íslands þar sem hann fer huldu höfði,“ segir Stefán Máni. Glæpir heillandi „Mér finnast glæpir sem slíkir heillandi og ég reyni að setja mig inn í hugarheim manna sem hugsa sem svo að þeirrra næsta verkefni í ævistarfinu sé að ræna þennan banka eða eitthvað slíkt meðan aðrir stofna fyrirtæki,“ segir Stefán Máni. „Heimur undirheimanna er skáldaður og geggjaður, staðreyndir koma honum ekkert við. Þarna ertu með nokkra valdamikla menn sem ráða og það sem þeir segja eru lög. Ef einhver þeirra segir að þú skuldir, þá skuldarðu. Sá sem skáld- ar hverju sinni býr til raun- veruleikann,“ segir rithöf- undurinn. „Ég fjalla ekkert um siðferðismál eða lög í bókinni, muninn á réttu og röngu heldur er gefið í botn,“ segir Stefán og bætir við að hann viti ekki hvernig hann eigi að svala þeirri spennufíkn sem hann var orðinn vanur meðan hann vann að bókinni en hann segir að líklega nái hann að uppfylla eitt- hvað af þeirri þörf þegar hann les úr bókinni fyrir áheyrendur þegar hún kemur út. „Maður keyrði sig upp í stórhættulega maníu, ég var farinn að hugsa svo- lítið eins og þessir menn sem ég var að skrifa um. Þetta er ákveðin víma, maður fer að ganga fyrir egomaníunni þar sem ég geri bara hlutina eins og mér sýnist. Þetta er ákveðin geðveiki sem ég hef verið að rembast við að ná á blað og ég held að mér hafi tekist það ágætlega,“ segir Stefán. Portin og paranojan Rithöfundurinn segist sjá þjóð- félagið öðrum augum en áður því hann hafi ekki gert sér grein fyrir stærð undirheimanna hér á landi. „Þessi heimur er ekki bara til á nóttunni, ég komst að því að dagsbirtan hentar glæpamönn- unum best, það eru bara inn- brotsþjófar og smákarlar sem standa endalaust í einhverju smávægilegu brasi í skjóli nætur. Fyrir stóru karlana er þetta bara 9 til 5 geðveiki, mönn- um er rænt um hábjartan dag og mesta dópið er selt á daginn. Menn vilja heldur ekkert hittast upp í Heiðmörk eða Geldinga- nesi heldur reyna menn að hitt- ast á veitingahúsum eða kaffi- húsum eins og hinir bisness- karlarnir af öryggisástæðum til að lenda ekki í neinu veseni. Eft- ir stóra fíkniefnmálið sem komst upp í gegnum hleranir hafa þessir karlar þurft að hegða sér allt öðruvísi en áður, paranojan er orðin miklu meiri og menn eru hræddir við að vera þar sem löggan gæti verið að hlera, inni í portum eða öðrum fáförnum og skuggalegum stöðum,“ segir Stefán Máni. „Ég tel mig nú ekki hafa boðið neinn skaða af þessu. Ég viður- kenni þó að maður verður helvíti háður þessu en harðnandi mönn- um er best að lifa,“ segir Stefán. ingi@frettabladid.is 20 11. september 2004 LAUGARDAGUR STEFÁN MÁNI 1970-2004 „Hugmyndin er sprottin upp úr fjölmiðlaumfjölluninni um líkfundarmálið. Svo datt mér í hug að nota mig sem líkið. RITHÖFUNDURINN Sendir frá sér sína fimmtu bók á næstunni. Rithöfundurinn lagðist í ítarlega og krefjandi rannsóknarvinnu til að vera betur í stakk búinn að fást við undirheima Reykjavíkur á sannfærandi hátt. Rithöfundurinn Stefán Máni undirbjó sig vel fyrir glæpasöguna Svartur á leik sem gefin verður út á næstunni. Hann heimsótti fangelsi, fór ferð með handrukkara og kynnti sér sögusagnirnar á bak við þekkt afbrotamál á Íslandi. Eftir reynsluna segist hann sjá þjóðfélagið öðrum augum, því umfang undirheimanna sé mun meira en hann hafði áður gert sér í hugarlund. Dýfði sér í undirheimana FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N K AR LS SO N Ég komst í samband við helvíti harðan handrukkara, líklega einn þann rosalegasta á landinu og hann tók mig í hringferð um undirheimana á einni nóttu. ,, Maður keyrði sig upp í stórhættulega maníu, ég var farinn að hugsa svolítið eins og þessir menn sem ég var að skrifa um. ,, Í HNOTSKURN Nafn: Stefán Máni. Fæddur: 3. júní 1970. Bakgrunnur: Stefán ólst upp í Ólafsvík þar sem hann bjó fram yfir tvítugt. Hann lauk grunnskólaprófi og hefur síðan stundað almenna verkamanna- vinnu og unnið þjónustustörf. Þar má telja fiskvinnslu, byggingarvinnu, smíðar, hellu- og pípulagnir, garðyrkju, næturvörslu, ræstingar, bókband, vinnu með unglingum og umönnun geð- sjúkra. Skáldsögur: Dyrnar á Svörtufjöllum, 1996 Myrkravél, 1999 Hótel Kalifornía, 2001 Ísrael: Saga af manni, 2002.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.