Fréttablaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 23
3LAUGARDAGUR 11. september 2004 Í dag hefst Haustveisla hjá Heklu. Jón Trausti Ólafsson, markaðs- og kynningarstjóri, segir tilefnið ærið. „Aldrei áður hefur Hekla boðið upp á jafn glæsilegt úrval bíla. Um helgina verða frumsýnd- ir tveir nýir bílar frá Mitsubishi, sjö manna Grandis sem er sport- legur fjölnotabíll og ofursportbíll- inn Mitsubishi Lancer Evolution VIII sem er 265 hestöfl,“ segir Jón Trausti. „Einnig verður nýi lúxusbíllinn Audi A6 sýndur sem og hin breiða Volkswagen-lína. Þá verður boðið upp á reynsluakstur á Volkswagen Golf TDI sem fór hringinn um land- ið á einum tanki í hringferð FÍB.“ Opið verður hjá Heklu í dag frá klukkan 10 til 16 og á morgun frá klukkan 12 til 16. Á sama tíma verð- ur sýning hjá umboðsmönnum Heklu á Akureyri og í Reykjanes- bæ. ■ Hekla: Haustveisla hefst Bílar eru ástríða í lífi Sævars Páls- sonar tryggingaráðgjafa, sem segir að ef einhvern tíma verði boðið upp á meðferð fyrir forfallna bíla- dellukarla verði hann fyrstur á staðinn. „Sumum finnst gaman að horfa á falleg málverk eða lesa ljóð, mér finnst gaman að horfa á bíla. Það er náttúrlega gífurleg vinna sem liggur í hönnun og útliti bíla og sumar bifreiðar eru bara hreinasta augnayndi. Svo er tilfinningin að vera frjáls eins og fuglinn hluti af bíladellunni. Ég hef hins vegar aldrei týnst undir vélarhlífinni þó ég vilji vita örlítið um mekan- ismann.“ Sævar hefur átt 150 bíla frá því hann tók bílprófið og fyrsti bíllinn hans var sporttýpa af Toyota Corolla árgerð ‘72 sem hann var gríðarlega grobbinn af. „Eða þang- að til hann var keyrður í köku fyrir mér, ég var ekki eins ánægður með hann þá,“ segir Sævar með eftirsjá. Nú ekur Sævar um á Musso ‘98, sem hann á reyndar ekki en hefur til umráða. Mussoinn hentar Sævari sérlega vel þar sem hann er öryrki og þurfti bíl sem var mátu- lega hár til að auðvelt væri að kom- ast inn í hann. „Ég er nefnilega svo hávaxinn,“ segir Sævar til skýring- ar, „en þessi er mjög fínn að þessu leyti. Þetta er mjög sérkennilegur bíll, innfluttur frá Kóreu í gegnum Evrópu og framleiddur fyrir innan- landsmarkað. Í Kóreu getur ríkis- stjórnin kallað inn alla jeppa ef stríð brýst út í landinu og þessi bíll er þannig útbúinn að það væri hægt að breyta honum í herjeppa í græn- um hvelli. Það er lúður í honum, sem að sjálfsögðu virkar ekki, og allt mögulegt annað sem gerir auð- velt að breyta honum í herbíl.“ ■ Bíllinn minn: Getur breyst í herjeppa með litlum fyrirvara Sævar hefur átt 150 bíla um ævina og er forfallinn bíladellukarl. Mazda6 – bíllinn sem þú verður að prófa Opið frá kl. 12-16 laugardaga Í gær undirritaði Strætó bs. samning um kaup á 30 nýjum strætisvögnum frá B&L. Þetta er stærsti kaupsamningur sinnar tegundar sem Strætó bs. hefur gert og sá stærsti sem ráðist hef- ur verið í frá árinu 1968, þegar hægri umferð var tekin upp á Ís- landi. „Ætlunin er að skipta út elstu vögnunum með þessum nýju sem verða afhentir í fjórum áföngum á næstu þremur árum eða svo,“ segir Ásgeir Eiríksson, fram- kvæmdastjóri Strætó bs. „Þetta eru 12 metra vagnar sem taka mest 90 farþega hver. Þeir eru með nýjustu gerð af vél- um sem eru mjög sparneytnar og standast ströngustu kröfur um mengunarvarnir,“ bætir hann við. Með samningnum, sem hljóðar upp á rúmar 550 milljónir, stend- ur til að lækka meðalaldur 110 vagna bílaflota Strætó bs. úr 12 árum niður í 9 ár. ■ Allir með strætó. Til stendur að yngja upp 30 af 110 vögnum Strætó bs. Nýir strætisvagnar frá B&L: Strætó yngir upp FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ Á LAUGARDÖGUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.