Fréttablaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 28
2 11. september 2004 LAUGARDAGUR Iker Casi Cesar Sán Michel Salgado (´75) Álvaro Mejía (´82) Wlater Samuel (´78) Borja (´81) Ivan Helguera (´75) Albert Celades (´75) Luis Figo (´72) David Beckham (´75) Raul (´77) Michael Owen (´79) Andriy Schevchenko ´76 Hernan Crespo (´75) Dida Christian Ab Alessandro Nesta (´76) Alessandro Costacurta (´66) Paolo Maldini (´68) Kakha Kaladze (´78) Kaka (´ Rui Costa ( Andrea Vikash Dh Gennaro Gattuso (´78) Christian Brocchi (´76) Meistarar á Ítalíu frá 1950 1950/51 Milan AC 1951/52 Juventus FC 1952/53 FC Internazionale 1953/54 FC Internazionale 1954/55 Milan AC 1955/56 AC Fiorentina 1956/57 Milan AC 1957/58 Juventus FC 1958/59 Milan AC 1959/60 Juventus FC 1960/61 Juventus FC 1961/62 Milan AC 1962/63 FC Internazionale 1963/64 Bologna 1964/65 FC Internazionale 1965/66 FC Internazionale 1966/67 Juventus FC 1967/68 Milan AC 1968/69 AC Fiorentina 1969/70 Cagliari 1970/71 FC Internazionale 1971/72 Juventus FC 1972/73 Juventus FC 1973/74 SS Lazio 1974/75 Juventus FC 1975/76 Torino 1976/77 Juventus FC 1977/78 Juventus FC 1978/79 Milan AC 1979/80 FC Internazionale 1980/81 Juventus FC 1981/82 Juventus FC 1982/83 AS Roma 1983/84 Juventus FC 1984/85 Hellas Verona 1985/86 Juventus FC 1986/87 SSC Napoli 1987/88 Milan AC 1988/89 FC Internazionale 1989/90 SSC Napoli 1990/91 Sampdoria UC 1991/92 Milan AC 1992/93 Milan AC 1993/94 Milan AC 1994/95 Juventus FC 1995/96 Milan AC 1996/97 Juventus FC 1997/98 Juventus FC 1998/99 Milan AC 1999/00 SS Lazio 2000/01 AS Roma 2001/02 Juventus FC 2002/03 Juventus FC 2003/04 Milan AC Flestir titlar frá upphafi: Juventus FC 27 Milan AC 17 FC Internazionale 13 Genoa 1893 9 Torino 7 Bologna 7 Pro Vercelli 7 AS Roma 3 26 ÁR HJÁ MALDINI Paolo Maldini er búinn að vera í herbúðum AC Milan í 26 ár og á þeim tíma hefur hann tekið við mörgum bikurum. Ár Mílanó? AC Milan og Internazionale mæta sterk til leiks á Ítalíu en gamla frúin gæti gert þeim skráveifu. FÓTBOLTI Hinn óvænti skellur AC Milan á úti- velli í Meistaradeildinni í vor sló dimmum skugga á annars glæsilegt tíma- bil – hið glæsilegasta í sögu Serie A. Ef úrslita- leikurinn í Meistara- deildinni hefði átt að endurspegla hvaða lið væru heilt yfir bestu lið Evrópu hefði farið vel á því að Milan hefði mætt Arsenal. En Meistara- deildin er líkari bikar- keppni þegar í útsláttar- keppnina er komið og því varð ekkert af drauma- úrslitaleiknum. Árangurinn á Ítalíu mun hins vegar koma Milanliðinu í sögu- bækurnar. Liðið setti stigamet, varð 11 stigum á undan næsta liði og náði 22 stigum af 24 mögulegum gegn næstu fjórum liðum! Og þar sem Milan hefur ekki misst neina menn og fengið sterka leikmenn er engin furða að flestir spái því að liðið verji tit- ilinn. Hollendingurinn Jaap Stam kemur í vörn- ina sem þýðir að Paolo Maldini verður að skoppa í gömlu bakvarð- arstöðuna sína og segist hann muna nota þessa leiktíð til að kreista síð- ustu sóknardropana úr sínum aldna kroppi (mið- að við knatthetju, maður- inn 36 ára gamall...). Ef einhverjar skrýtnar veirur skjóta sér ekki upp í herbúðum meistar- anna gætum við fengið að sjá ákaflega árang- ursríka leiktíð bæði heima og í Evrópu hjá liði sem verður að teljast eitt af sterkustu liðum álfunnar – ef ekki hrein- lega það sterkasta. Hitt Mílanóliðið Að engu liði hlæja menn eins mikið á Ítalíu og Int- er. Það virðist vera alveg sama hvaða snillingur er keyptur til liðsins, þung- lyndisleg þokan í Mílanó gleypir hann umsvifa- laust og lán- og dugleys- ið tekur völd. Inter er þannig orðið taglhnýt- ingur nágranna sinna í Milan, „hitt Mílanóliðið“ sem enginn man lengur hvenær gat eitthvað. Nú eru liðin 15 ár frá síðasta meistaratitli og síðustu 8 árin hefur Massimo Moratti ausið ómældu fé í liðið án mikils árang- urs. Hann reyndi á sín- um tíma mikið að fá Ro- berto Mancini til liðsins sem leikmann, en aðdá- endur Sampdoria neyddu stjórn liðsins til að ganga á bak orða sinna við Mancini og neita honum um félaga- skiptin. Nú hefur Moratti loks tekist að fá Mancini til liðsins, í gervi þjálfara. Mancini þykir einhver efnilegasti þjálfarinn í boltanum og hann hefur bætt skyn- samlega í liðið, munar þar mest um miðjumenn- ina Edgar Davids og Sebastian Veron. Hins vegar er ákaflega skrýt- ið að hann skuli hafa leyft Fabio Cannavaro að fara á frjálsri sölu og skilja vörnina eftir undir stjórn hins grófa og mis- tæka Marco Materazzi. Sparkblaðamenn syðra telja Inter líklegasta keppinaut Milan en ég er ekki sammála og tel liðið standa Milan og Juve töluvert að baki. Capello lokar hringnum Fabio Capello er einn sig- ursælasti þjálfari sam- tímans og hefur landað meistaratitli með þeim þremur liðum sem hann hefur þjálfað; Milan, Real Madrid og AS Roma. Sem leikmaður spilaði hann með Roma, Milan og Juventus og það er því við hæfi að Juve sé þriðja lið- ið sem hann þjálfar á Ítal- íu. Capello hefur þó í gegnum tíðina skotið föst- um skotum að Juventus og sagði síðast í fyrra aldrei mundu taka við „mafíósagengi Moggis“, en Luciano Moggi er yfir- maður knattspyrnumála hjá Juve og er með skrautlega fortíð. Því kom mjög á óvart að hann skyldi taka við liðinu í sumar. Capello hefur keypt inn í liðið í sam- ræmi við hugmyndafræði sína; hann vill spila með stóran mann á toppnum, vel spilandi djúpan miðju- mann og hafa kröftugt miðvarðapar. Því hefur hann fengið til liðsins framherjann stóra Zlatan Ibrahimovic, brasilíska leikstjórnandann Emer- son og Fabio Cannavaro og Jonathan Zebina í vörnina. Óvissa um Rómarliðin AS Roma hefur orðið fyrir miklum áföllum í sumar, misst þjálfarann Capello sem tók Emerson og Zebina með sér. Að auki fór Walter Samuel til Real Ma- drid. En liðið hefur fengið sterka varnarmenn, Frakk- ann Philippe Mexes og Matteo Ferrari en vörnin var afar mistæk í fyrra. Mikið býr í þessu liði en Capello átti í erfiðleikum með að jafna leik liðsins í fyrra og spurning hvernig Rudi Völler tekst til. Hann hefur heldur takmarkaða reynslu af þjálfun félags- liða þótt hann sé mikil hetja hjá stuðningsmönn- um liðsins sem muna vel mörkin sem hann skoraði fyrir liðið hér í eina tíð. Nágrannarnir í Lazio hafa misst mikið af mönn- um en hafa þó marga skemmtilega spilara innan- borðs og gætu bitið frá sér á góðum degi. Þeir verða í baráttu um Evrópusæti við Parma, Sampdoria og ný- liða Fiorentina og Palermo sem mæta til leiks með mikið af nýjum mönnum. Einkanlega er það Fiorent- ina sem hefur keypt leik- menn fyrir milljarða; Miccoli, Maresca, Nakata og Ujfalusi auk þess að hafa fengið Javier Portillo að láni frá Real Madrid. einarlogi@frettabladid.is Spá Fréttablaðsins: Meistari AC Milan 2. sæti Juventus 3. sæti Inter 4. sæti Roma Stærstu spurningarmerkin: Roma Lazio Gætu komið á óvart: Palermo Sampdoria Udinese MARKAKÓNGUR Andriy Shev- chenko hefur skorað 89 mörk á síðustu fimm tímabilum. Real Madrid
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.