Fréttablaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 30
STÓRLEIKIR MÁNAÐARINS Sunnudagur 19. september Espanyol–Real Madrid Sunnudagur 19. september Atletico Madrid–Barcelona Skemmtilegir borgarslagir milli Madrídarliðanna og liðanna frá Barcelóna. Stóru liðin sækja þau litlu heim. Þetta verður mun erfiðari för fyrir Börsunga því Atletico-liðið er seigt á heimavelli. Miðvikudagur 22. september Deportivo–Valencia Miðvikudagur 22. september Villarreal–Sevilla Aukaumferð í miðri viku. Deportivo, sem er ekki spáð góðu gengi, fær meist- ara Valencia í heimsókn. Villerreal og Sevilla gætu orðið spútnikliðin í vetur og þeirra viðureign segir mikið um framhaldið. Sunnudagur 26. september Athletic Bilbao–Real Madrid Sunnudagur 26. september Mallorca–Barcelona Baskarnir frá Bilbao hata Real Madrid og viðureignir þessara liða eru alltaf mjög harðar. Samuel Eto’o mætir út á Miðjarðarhafið með sitt nýja lið (Barcelona) í heimsókn til gömlu félaganna á Mallorca. Sunnudagur 19. september Bologna–AC Milan Sunnudagur 19. september Inter–Palermo Mílanóliðin mæta sterk til leiks. Bologna er með vel spilandi lið þar sem gríski landsliðsfyrirliðinn Zagorakis er í fararbroddi. Palermo-menn eru blóðheitir og til í tuskið gegn Inter. Miðvikudagur 22. september Palermo–Fiorentina Miðvikudagur 22. september Sampdoria–Juventus Þrjú þessara félaga eru nýlega komin upp í deildina en eru engu að síður fornfræg stórveldi sem verður gaman að fylgjast með framþróuninni hjá. Juve á oft erfitt með nágranna sína frá Genúaborg. Sunnudagur 26. september Inter–Parma Sunnudagur 26. september Lazio-AC Milan Parma og Lazio eru eilítið löskuð lið eftir mikinn leikmannamissi í sumar en verða vafalaust í baráttunni um Evrópusætin. Mílanóliðin eiga alls ekki vís stig gegn þeim í þessum leikjum. Laugardagur kl. 17.50 Real Madrid-Numancia Laugardagur kl. 19.55 Barcelona–Sevilla Stjörnulið Madrídar fær smálið í heimsókn sem gæti fengið útreið á Bernabeau en í hinn leikurinn ætti að verða jafnari slagur. Sunnudagur kl. 18.20 Sampdoria–Lazio Sampdoria er með 4 landsliðsmenn og eru kraftmiklir eftir mögur ár á meðan Lazio hefur misst mikið af mönnum. Madríd eða Mílan? Fréttablaðið ber saman sigurstranglegustu liðin á Ítalíu og Spáni. FÓTBOLTI Fá stórlið í Evrópu eiga eins breiðan hóp og AC Milan. Liðið hefur á að skipa tveimur mönnum í allar stöður og það sem meira er; þjálfarinn Ancelotti þarf ekki að breyta leikskipulag- inu þótt lykilmenn detti út. Hann er með afbragðs vara- markvörð sem er Christian Abbiati og í vörninni er hann með fjóra miðverði auk Paolo Maldini, sem leikur líklega í bakverðinum í vetur eftir að hafa leikið undangeng- in ár í hlutverki m i ð v a r ð a r . Ancelotti hefur ein- nig fjóra bakverði af bestu gerð (fyrir utan Maldini!) en á liðsuppstillingunni hér í opnunni að framan komum við ekki fyrir Króatanum ágæta Dario Simic sem var fastamaður í liðinu fyrir tveimur á r u m e n á t t i erfitt u p p - drátt- ar í fyrra. Á m i ð j - u n n n i er Andr- ea Pirlo sem kóng- ur í ríki sínu og það má kannski segja að hann sé sá leik- maður sem Milan má síst missa. Hann var áður sóknartengiliður en Ancelotti færði hann í stöðu djúps miðju- manns. Frakkinn Vikash Dhorasoo mun leysa hann af eða Massimo A m b r o s i n i . Brasilíumaður- inn Kaka skaust upp á stjörnu- himininn í fyrra og víst er að M a n u e l Rui Costa mun ekki eiga auðvelt með að komast í lið- ið. Hann gæti þó komið inn í fleiri stöður á miðjunni eða jafnvel í sókninni og verður kannski eins konar „ofur- varamaður“. Framlínumennina fjóra þarf svo vart að kynna. Þar er Andriy Schevchenko fremstur meðal jafningja, ótrúlega fjölhæfur leikmað- ur sem skilar alltaf 20-30 mörkum á leiktíð. Filippo Inzaghi hefur átt í erfiðum meiðslum en er að koma til baka. Í fjarveru hans hefur Jón Dahl Tómasson blómstr- að og var verðlaunaður ný- lega með samningi til ársins 2009. Hernan Crespo var fenginn að láni í sumar frá Chelsea og verður eflaust hungraður að sanna sig á ný. Þá er ótalinn Brasilíumaður- inn Serginho sem einu sinni var bakvörður en hefur færst æ framar á völlinn með árunum og kemur oft inn á síðasta hálftímann til að hræra upp í hlutunum með hraða sínum. Stjörnufans en fámennt Ekkert lið á hnettinum á eins margar ofurstjörnur og Real Madrid. Hins vegar hafa grimm kaup forsetans Perezar komið niður á liðs- heildinni, eins og berlega kom í ljós í fyrra. Helstu stjörnurnar voru útkeyrðar og vantaði sárlega menn til að leysa þær af. Í ár hefur ástandið lagast mikið en ennþá er verið að keyra á tiltölulega litlum hóp miðað við önnur stórlið. Þannig er Madrid eingöngu með 21 manna hóp og þar af eru 3 markverðir. Útileikmenn- irnir eru því 18 og mann- skapurinn þunnskipaðastur á miðjunni þar sem 6 menn skipta með sér stöðunum fjórum auk Ivans Helguera sem væntanlega leikur á miðjunni í vetur. Í vörninni eru ágætis varaskeifur, landsliðsmaðurinn Raul Bravo getur leyst bæði stöðu bakvarðar og mið- varðar, reyndar gæti hann vel orðið fastamaður í mið- verðinum. Borja er seigur varnarmaður og Pavon sömuleiðis þótt hann hafi kannski aldrei orðið eins góður og efni stóðu til. Pavon er kannski frægast- ur fyrir orð Perezar forseta að Real Madrid ætti að vera samansafn af „Zidönum og Pavónum“ og átti hann þá við að liðið ætti að vera samansett af heimsfrægum köppum og leikmönnum uppöldum hjá félaginu. Sú stefna Perezar beið nokkuð skipbrot í fyrra og Pavon sýpur seyðið af því og fær nú mikla samkeppni frá ný- liðunum Walter Samuel og Jonathan Woodgate. Helsta tromp Madrídar- liðsins er framlínan og er gaman að bera hana saman við framlínu AC Milan. Fjórir toppmenn í báðum liðum en þó verður að segj- ast að Madrid hefur vinn- inginn enda upptalningin Morientes, Owen, Raul og Ronaldo allsvakaleg og á mörgum andstæðingum eft- ir að svelgjast á þegar þeir renna yfir hana á leik- skýrslunni. einarlogi@frettabladid.is SJÓNVARPSLEIKIR HELGARINNAR Á SÝN ÍTALSKA SERIE A: SPÆNSKA PRIMERA LIGA:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.