Fréttablaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 8
11. september 2004 LAUGARDAGUR Colin Powell þremur árum eftir 11. september: Búum enn við ógn WASHINGTON, AP „Við búum enn í hættulegu umhverfi. Það er enn til fólk sem vill vinna Banda- ríkjunum mein,“ sagði Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann segir Bandaríkjamenn þó öruggari nú en um það leyti sem hryðju- verkaárásirnar voru gerðar í New York og Washington fyrir þremur árum. Powell sagðist telja að Osama bin Laden, leiðtogi al-Kaída, væri enn á lífi en sagði að hann gæti ekki verið viss. „Ég veit ekki hvar hann er. Ég veit ekki við hvers konar heilsu hann er. Ég trúi því að hann sé á lífi en get ekki sannað það. Hann er augljóslega í felum og á flótta.“ Síðustu tvö ár hefur bin Laden sent frá sér skilaboð fyrir 11. september til að hvetja menn sína áfram og minna á árásirnar 2001. Nú er það næstráðandi hans sem gerir það. Powell segir al-Kaída hafa sýnt að samtökin geti endurnýjað sig og fengið nýja menn til starfa. Hins vegar verði nýir leiðtogar þeirra ekki jafn öflugir og bin Laden. ■ Segja sigurinn nærri Þremur árum eftir hryðjuverkaárásirnar í Bandaríkjunum segir næstæðsti maður al-Kaída sigurinn nærri í Írak og Afganistan. Þeir sem lifðu árásirnar af og aðstandendur þeirra sem létust eiga enn um sárt að binda. HRYÐJUVERK „Ósigur Bandaríkja- manna í Írak og Afganistan er að- eins tímaspursmál,“ segir Ayman al-Zawahri, næstráðandi Osama bin Laden í al-Kaída, á myndbandi sem sýnt var á sjónvarpsstöðinni al-Jazeera í gær. „Í báðum löndum eru Bandaríkjamenn á milli tveggja elda. Ef þeir halda áfram að berjast blæðir þeim út og þeir glata öllu,“ sagði hann. Þetta er þriðja árið í röð sem al-Kaída sendir frá sér upptöku tíunda september, tvö síðustu ár hafa samtökin sent frá sér hljóð- upptöku með ávarpi Osama bin Laden. „Skilaboðin breytast ár frá ári en hafa alltaf þann tilgang að sanna tilvist þeirra og getu til að halda áfram starfsemi sinni,“ sagði Dia'a Rashwan, egypskur sérfræðingur í málefnum íslam- skra vígamanna í samtali við AP- fréttastofuna. Tímasetning upptakanna er heldur engin tilviljun, degi áður en 11. september gefur mörgum tilefni til að minnast hryðjuverka- árásanna í Bandaríkjunum fyrir þremur árum. Árásirnar halda áfram að hrella þá sem urðu fyrir þeim. Margir þeirra sem lifðu árás- irnar af hittast reglulega. „Um- heimurinn og jafnvel íbúar New York hafa jafnað sig eftir áfallið. En við sem lentum í þessu getum talað saman um hvað sem er,“ er haft eftir Larry Bogacz í tímarit- inu Time. Hann var á 82. hæð norðurturnsins þegar árásirnar voru gerðar. Í Time er einnig greint frá rannsókn sem sýnir að íbúar Man- hattan segjast nota áfengi, tóbak og maríúana í meira mæli eftir árásirnar en fyrir þær. Það virðist koma í staðinn fyrir ráðgjöf sem fólki stendur til boða án endur- gjalds, hana virðast fáir aðrir nýta en þeir sem voru þegar í meðferð áður en árásirnar voru gerðar. Aðstandendur þeirra sem létust glíma enn við ýmis vanda- mál. Margir eiga erfitt með að vita ekki hvernig ástvinir þeirra létust. „Það mikilvægasta veit ég aldrei. Ég mun aldrei vita hvort hann þjáðist og ég mun aldrei vita hvernig hann lést,“ sagði Liz Alderman í viðtali við dagblaðið New York Times en hann missti son sinn. brynjolfur@frettabladid.is Hefur þú séð DV í dag? Gullu í Svínasúpunni helst illa á karlmönnumGuðlaug Elísabet Ólafsdóttir, eða Gulla í Svínasúpunni, er ein vinsælasta leikkonalandsins í dag en svo hefur ekki alltafverið. Hún var við það að segja skilið viðleiklistina þegar kallið kom. Grínið á velvið hana en henni helst illa á karlmönnum eins og fram kemur í ítarlegu viðtali í Helgarblaði DV. Bls. 20-21 DAGBLAÐIÐ VÍSIR 204. TBL. – 94. ÁRG. – [LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2004] VERÐ KR. 295 Sorg í Keflavík Móðir kennir lögregluum dauða sonar síns Bls. 61 D V- m yn d Te itu r Betra að vera feit en heimsk Auður LaxnessVar hjá Halldórisíðustu nóttina Bls. 12 Sorg í Keflavík Móðir kennir lögreglu um dauða sonar síns COLIN POWELL Heimurinn er öruggari nú en áður vegna baráttunnar gegn hryðjuverkum, segir bandaríski utanríkisráðherrann. Á FLÓTTA Þremur árum eftir hryðjuverkaárásirnar í Bandaríkjunum eiga margir þeir sem lifðu þær af enn um sárt að binda. Tugþúsundir í World Trade Center komust út og lifðu árásina af, sumir þeirra hafa myndað félagsskap þar sem þeir hjálpa hver öðrum að takast á við eftirköstin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.