Fréttablaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 22
Umferðarskilti Kunnátta fólks á umferðarskiltum á það til að dala eftir að bílprófinu er náð. Ágætt er öðru hvoru að rifja upp merkingar skilt- anna, enda er það þekking sem getur skipt sköpum þegar ekið er út í umferðina. Auk þess með breyttum umferðarreglum eða vegaskipulagi koma öðru hvoru til ný skilti sem mikilvægt er að þekkja. Til sýnis og sölu á Bílasölu Reykjavíkur Bíldshöfða 10 S: 587-8888 Toyota landcr. 100 VX V-8 Leður, Lúga, Tems 02/03 Grá/gylltur ek 25 þ.km www.bilasalarvk.is - P Ú S T Þ J Ó N U S TA - SÓLTÚN 3 - SÍMI 562 1075 Jepplingar, millistigið á milla jeppa og fólksbíls, verða æ vin- sælli kostur. Kannski ekki skrítið – á götum Reykjavíkur finna öku- menn smábíla æ meir til smæðar sinnar við hlið stóru bílanna. Það er mikið öryggi fólgið í því að sitja jafn hátt og hinir. Jepplingar hafa það hins vegar fram yfir jeppana að henta betur til innan- bæjaraksturs. Mitsubishi kynnti Outlanderinn til leiks í flokki jepplinga á landinu í fyrravor. Vel hefur tekist til við hönnun bílsins en flott og sportlegt útlit er það fyrsta sem vekur athygli. Að inn- an er hönnunin mjög einföld, eng- ir stælar á ferð en virkar vel til síns brúks. Mitsubishi Outlander er bæði til sjálfskiptur og beinskiptur. Í þessum reynsluakstri var sjálf- skiptur Outlander prófaður. Það er skemmst frá því að segja að hann reyndist vel bæði innanbæj- ar og utan. Outlanderinn er lipur bæjarbíll en nýtur sín enn betur á vegum landsins. Hann er kraft- mikill, fljótur upp í hinn löglega hámarkshraða og einkar þýður á þeim sama hraða. Hann liggur mjög vel á vegum hvort sem er. Vegir landsins eru langt í frá allir malbikaðir en Outlanderinn reyndist mjög vel á malarvegum. Í lausamöl reyndist hann sömu- leiðis vel. Auðvitað er hér ekki um jeppa að ræða og torfærar jeppa- slóðir því ekki það sem maður býður bílnum upp á en í heildina verður ekki bet- ur séð en bíllinn henti afar vel til aksturs á vel- flestum íslensk- um vegum. Sætin í bílnum eru rúmgóð og þægileg og ekk- ert mál að sitja í honum svo k l u k k u t í m u m skiptir. Hann fær því fyrstu ein- kunn sem ferða- bíll. Hins vegar þótti mér farang- ursrýmið grun- samlega lítið miðað við stærð- ina á bílnum. Hægt er að legg- ja niður sætin á bílnum til að stækka farang- ursrýmið, sem nýtist vel við flutn- inga ýmiss konar en síður á ferða- lögum með fjölskylduna. Outlanderinn er til í tveimur gerðum, comfort og sport. Sá síð- arnefndi er meiri lúxusútgáfa – og dýrari eftir því. Verðið á bein- skiptum Comfort er 2.560 þúsund kr. en sjálfskiptur kostar tæpar þrjár milljónir. Sport-útgáfan kostar 2.860 þúsund beinskipt en 3.290.000 kr. sjálfskipt. sigridur@frettabladid.is Hekla kynnir þessa dagana nýjan sjö manna bíl frá Mitsubishi, Mitsubishi Grandis. Grandis er með öfluga 2.4 lítra, 165 hestafla b e n s í n v é l og er afar vel búinn sjö manna bíll, með sportlegt og kröftugt út- lit. Meðal staðalbún- aðar Grand- is má nefna hraðastilli (cruise control), skyn- vædda sjálfskiptingu með hand- skiptimöguleika, MASC stöðug- leikastýringu og spólvörn, alsjálf- virka loftkælingu, þokuljós, skyggðar rúður, 17“ álfelgur og geislaspilara. Mitsubishi Grandis er þriðji nýi bíllinn frá Mitsubishi á tveimur árum en áður komu á markað M i t s u b i s h i Lancer og M i t s u b i s h i Outlander. Á árinu hefur sala á Mitsubishi rúmlega tvöfald- ast og er markaðshlutdeild Mitsu- bishi nú tæp 5%. ■ Mitsubishi Grandis: Sportlegur sjö manna [ TRYLLITÆKI VIKUNNAR ] Kawasaki ZX7R Tryllitæki vikunnar er Kawasaki ZX7R mótorhjól, árgerð 2000. Hjól- ið var flutt inn frá Bretlandi fram- leiðsluárið í „standard“ útgáfu. Eig- andinn, Baldvina Karen Gísladóttir, keppir í kvartmílukappakstri og ákvað því að smíða sér kvartmílu- tæki svo öllu sem á hjólinu var hefur verið skipt út nema grind- inni, afturgafli, framdempurum og frambremsukerfinu. Hlífarnar eru úr koltrefjum og kevlar. Felgurnar eru úr magnesíum, afturdempar- inn er frá Ohlins, titanium púst- kerfi frá Akrapovic, stýridempari frá HyperbPro, og Tellert rafskiptir, skiptiljós og mælaborð. Mótorinn er mikið breyttur, þjappan í hon- um er 14,9:1 og snýst 15.200 snúninga. Hann skilar 144 hestöfl- um úti á götu. Það er búið að skipta öllu út úr mótornum sem hægt er. Ennfremur er á hjólinu ál- bensíntankur, koltrefjaloftsíubox og 42 millimetra Flatslide blönd- ungar. Hjólið er 750 rúmsentimetr- ar og er metið á fjórar milljónir króna. ■ Mitsubishi Outlander reynsluekinn: Fyrsta flokks ferðabíll Mitsubishi Outlander hentar vel á íslenskum vegum. Nýleg bandarísk rannsókn: Of feitir í meiri slysahættu Of þungir einstaklingar eru líklegri til að deyja eða hljóta alvarlega áverka í bílslys- um en þeir sem léttari eru, samkvæmt rannsókn sem gerð var í Seattle í Banda- ríkjunum. Þar kom í ljós að þeir sem vega á milli 100 og 119 kílógrömm eru tveimur og hálfum sinnum líklegri til að deyja ef þeir lenda í umferðarslysi en þeir sem vega minna en 60 kíló. Ástæður þessa eru ekki ljósar. Sumir vís- indamenn telja að bílar séu hreinlega ekki hannaðir fyrir of þunga ferðalanga þar sem meðalárekstrardúkkan er ekki nema 78 kílógrömm að þyngd. Aðrir telja að of feitt fólk, sem á oft við heilsufarsvanda að etja, eigi erfiðara með að ná sér af meiðslum. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.