Fréttablaðið - 11.09.2004, Page 22

Fréttablaðið - 11.09.2004, Page 22
Umferðarskilti Kunnátta fólks á umferðarskiltum á það til að dala eftir að bílprófinu er náð. Ágætt er öðru hvoru að rifja upp merkingar skilt- anna, enda er það þekking sem getur skipt sköpum þegar ekið er út í umferðina. Auk þess með breyttum umferðarreglum eða vegaskipulagi koma öðru hvoru til ný skilti sem mikilvægt er að þekkja. Til sýnis og sölu á Bílasölu Reykjavíkur Bíldshöfða 10 S: 587-8888 Toyota landcr. 100 VX V-8 Leður, Lúga, Tems 02/03 Grá/gylltur ek 25 þ.km www.bilasalarvk.is - P Ú S T Þ J Ó N U S TA - SÓLTÚN 3 - SÍMI 562 1075 Jepplingar, millistigið á milla jeppa og fólksbíls, verða æ vin- sælli kostur. Kannski ekki skrítið – á götum Reykjavíkur finna öku- menn smábíla æ meir til smæðar sinnar við hlið stóru bílanna. Það er mikið öryggi fólgið í því að sitja jafn hátt og hinir. Jepplingar hafa það hins vegar fram yfir jeppana að henta betur til innan- bæjaraksturs. Mitsubishi kynnti Outlanderinn til leiks í flokki jepplinga á landinu í fyrravor. Vel hefur tekist til við hönnun bílsins en flott og sportlegt útlit er það fyrsta sem vekur athygli. Að inn- an er hönnunin mjög einföld, eng- ir stælar á ferð en virkar vel til síns brúks. Mitsubishi Outlander er bæði til sjálfskiptur og beinskiptur. Í þessum reynsluakstri var sjálf- skiptur Outlander prófaður. Það er skemmst frá því að segja að hann reyndist vel bæði innanbæj- ar og utan. Outlanderinn er lipur bæjarbíll en nýtur sín enn betur á vegum landsins. Hann er kraft- mikill, fljótur upp í hinn löglega hámarkshraða og einkar þýður á þeim sama hraða. Hann liggur mjög vel á vegum hvort sem er. Vegir landsins eru langt í frá allir malbikaðir en Outlanderinn reyndist mjög vel á malarvegum. Í lausamöl reyndist hann sömu- leiðis vel. Auðvitað er hér ekki um jeppa að ræða og torfærar jeppa- slóðir því ekki það sem maður býður bílnum upp á en í heildina verður ekki bet- ur séð en bíllinn henti afar vel til aksturs á vel- flestum íslensk- um vegum. Sætin í bílnum eru rúmgóð og þægileg og ekk- ert mál að sitja í honum svo k l u k k u t í m u m skiptir. Hann fær því fyrstu ein- kunn sem ferða- bíll. Hins vegar þótti mér farang- ursrýmið grun- samlega lítið miðað við stærð- ina á bílnum. Hægt er að legg- ja niður sætin á bílnum til að stækka farang- ursrýmið, sem nýtist vel við flutn- inga ýmiss konar en síður á ferða- lögum með fjölskylduna. Outlanderinn er til í tveimur gerðum, comfort og sport. Sá síð- arnefndi er meiri lúxusútgáfa – og dýrari eftir því. Verðið á bein- skiptum Comfort er 2.560 þúsund kr. en sjálfskiptur kostar tæpar þrjár milljónir. Sport-útgáfan kostar 2.860 þúsund beinskipt en 3.290.000 kr. sjálfskipt. sigridur@frettabladid.is Hekla kynnir þessa dagana nýjan sjö manna bíl frá Mitsubishi, Mitsubishi Grandis. Grandis er með öfluga 2.4 lítra, 165 hestafla b e n s í n v é l og er afar vel búinn sjö manna bíll, með sportlegt og kröftugt út- lit. Meðal staðalbún- aðar Grand- is má nefna hraðastilli (cruise control), skyn- vædda sjálfskiptingu með hand- skiptimöguleika, MASC stöðug- leikastýringu og spólvörn, alsjálf- virka loftkælingu, þokuljós, skyggðar rúður, 17“ álfelgur og geislaspilara. Mitsubishi Grandis er þriðji nýi bíllinn frá Mitsubishi á tveimur árum en áður komu á markað M i t s u b i s h i Lancer og M i t s u b i s h i Outlander. Á árinu hefur sala á Mitsubishi rúmlega tvöfald- ast og er markaðshlutdeild Mitsu- bishi nú tæp 5%. ■ Mitsubishi Grandis: Sportlegur sjö manna [ TRYLLITÆKI VIKUNNAR ] Kawasaki ZX7R Tryllitæki vikunnar er Kawasaki ZX7R mótorhjól, árgerð 2000. Hjól- ið var flutt inn frá Bretlandi fram- leiðsluárið í „standard“ útgáfu. Eig- andinn, Baldvina Karen Gísladóttir, keppir í kvartmílukappakstri og ákvað því að smíða sér kvartmílu- tæki svo öllu sem á hjólinu var hefur verið skipt út nema grind- inni, afturgafli, framdempurum og frambremsukerfinu. Hlífarnar eru úr koltrefjum og kevlar. Felgurnar eru úr magnesíum, afturdempar- inn er frá Ohlins, titanium púst- kerfi frá Akrapovic, stýridempari frá HyperbPro, og Tellert rafskiptir, skiptiljós og mælaborð. Mótorinn er mikið breyttur, þjappan í hon- um er 14,9:1 og snýst 15.200 snúninga. Hann skilar 144 hestöfl- um úti á götu. Það er búið að skipta öllu út úr mótornum sem hægt er. Ennfremur er á hjólinu ál- bensíntankur, koltrefjaloftsíubox og 42 millimetra Flatslide blönd- ungar. Hjólið er 750 rúmsentimetr- ar og er metið á fjórar milljónir króna. ■ Mitsubishi Outlander reynsluekinn: Fyrsta flokks ferðabíll Mitsubishi Outlander hentar vel á íslenskum vegum. Nýleg bandarísk rannsókn: Of feitir í meiri slysahættu Of þungir einstaklingar eru líklegri til að deyja eða hljóta alvarlega áverka í bílslys- um en þeir sem léttari eru, samkvæmt rannsókn sem gerð var í Seattle í Banda- ríkjunum. Þar kom í ljós að þeir sem vega á milli 100 og 119 kílógrömm eru tveimur og hálfum sinnum líklegri til að deyja ef þeir lenda í umferðarslysi en þeir sem vega minna en 60 kíló. Ástæður þessa eru ekki ljósar. Sumir vís- indamenn telja að bílar séu hreinlega ekki hannaðir fyrir of þunga ferðalanga þar sem meðalárekstrardúkkan er ekki nema 78 kílógrömm að þyngd. Aðrir telja að of feitt fólk, sem á oft við heilsufarsvanda að etja, eigi erfiðara með að ná sér af meiðslum. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.