Fréttablaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 56
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000
90,- NÄCKTEN handklæði40x60 sm
IK
E
25
71
4
0
9.
20
04
©
In
te
r
IK
EA
S
ys
te
m
s
B.
V.
2
00
4
Laugardaga kl. 10:00 - 18:00 | Sunnudaga kl. 12:00 - 18:00 | Mánudaga - föstudaga kl. 10:00 - 18:30 | www.ikea.is
22.900,-
TROMSÖ koja, 97x208 sm, H 159
TANJA
sængurverasett
150x210/50x60 sm
Það er kominn háttatími!
490,-
Nýr réttur
Kryddjurtabakaður
lax með grænmeti
1.590,-
BRUNSKÄRA
sængurverasett
150x200/50x60 sm
790,-
MYSA LÄTT sæng
150x200 sm
1.290,-
BILLING rúmfatageymsla, 77x70 sm
595,-
LINGO CIRKEL
kassar, 2 stk.
390,-
FUSA stækkunarspegill
með sogsákl, Ø15 sm
240,-
FLÄNG snagi, 32 sm 490,-
IKEA PS MYSTISK
veggskápur
grænn/rauður
95,-
HEMLIS
herðatré
5 stk.
.
1.490,-
WILMA gardínur
145x300 sm, margir litir
í
, i li i
2.490,-
STORM gólflampi
120 sm
11. september
Ég var að velta því fyrir mér umdaginn hvað fólk myndi segja ef
ég færi niður í Hans Petersen og
léti stækka ljósmynd af mannslíki
upp í 50 sinnum 50 cm og léti hana
hanga á stofuveggnum hjá mér um
kvöldmatarleytið. Ég held að menn
myndu halda að ég væri klikkaður.
UM DAGINN var barnslík í sjón-
varpinu þegar ég gekk inn í stofu,
það var of seint að slökkva, börnin
horfðu stjörf á tækið. Ef orð hefðu
staðið á skjánum: Viltu sjá mynd af
dánu barni?: Já?/Nei? Væri maður
ekki hálfklikkaður ef maður veldi:
Já.
ÞAÐ ER svo oft sem ákvarðanir
eru teknar af okkur í daglegu lífi,
við látum mata okkur sjálfvirkt og
afsölum okkur valdinu til að láta
eigin dómgreind eða tilfinningar
ráða ferðinni.
ATBURÐURINN í Beslan olli því
að samúð heimsins með málstað
Tétena hvarf. Sama hversu mörg
börn þeir hafa misst sjálfir fóru
þeir þarna út fyrir öll mörk. Eftir
slíkan atburð er ekki annað að gera
en að viðurkenna siðferðilegan
ósigur og gefast upp.
Í FAHRENHEIT 9/11 birtist svip-
að myndbrot. Barnslík í fangi föður
síns í Bagdad. Þar voru morðin ekki
framin augliti til auglitis. Þau voru
framin úr öruggri fjarlægð tölvu-
herbergis í flugmóðurskipi. Þar var
ekki hálfbrjálaður maður úr rústuðu
samfélagi að verki. Það var bara
venjulegur gaur úr úthverfi í
Nebraska að klára sína átta tíma
vakt. Hann gat miðað nákvæmlega
út hvar sprengjan skyldi lenda þótt
hann gæti ekki fundið Írak á landa-
korti.
HVER ER munurinn á því að ýta á
takka og að drepa augliti til aug-
litis? Strákurinn í tölvuherberginu
átti að kunna tölfræðina, hann vissi
hvað hann var að gera. Átta tíma
vakt myndi kosta þúsund mannslíf,
karla, kvenna og barna. Er raun-
verulegur munur? Hver er síðan
munurinn á því að vera strákurinn
og sá maður sem skipaði stráknum
að styðja á takkann? Og vera síðan
sá sem studdi manninn sem skipaði
stráknum að styðja á takkann? Og
vera síðan maðurinn sem kaus
manninn sem studdi manninn sem
skipaði piltinum að styðja á takk-
ann? Réttlætanleg morð í ljósi mál-
staðarins eða endanleg eyðilegging
á honum?
ÉG ÞEKKI fólk sem sá Fahrenheit
9/11 og grét þegar það sá manninn
með líkið af barninu. Í kjölfarið
birtist orðið Iceland og myndskeið
af víkingum sem dönsuðu eins og
fífl. Áhorfendum fannst þeir vera
sekir. Langsótt tilfinning?
ANDRA SNÆS MAGNASONAR
BAKÞANKAR