Fréttablaðið - 21.09.2004, Side 8
8 21. september 2004 ÞRIÐJUDAGUR
Einn í gæsluvarðhaldi vegna LSD:
Gott að sýran náðist
FÍKNIEFNI „Fagnaðarefni að efnið
hafi náðst,“ segir Þórarinn Tyrf-
ingsson, yfirlæknir á Vogi, um mik-
ið magn af LSD sem náðist í síðustu
viku en maður um þrítugt hefur
vegna þess verið úrskurðaður í
þriggja vikna gæsluvarðhald.
Þórarinn segir LSD-fundinn
ekki valda miklum áhyggjum en
hefði gert það ef efnið hefði fund-
ist til dæmis í Reykjavík og búið
hefði verið að selja mikið af því.
LSD komst í tísku á hippatímanum
en eftir það dró verulega úr notk-
un þess þar til bakslag varð og
neysla jókst upp úr 1990 með til-
komu dansskemmtistaða. Þórarinn
segir verulega hafa dregið úr
neyslu efnisins síðustu þrjú til
fjögur árin. Helst sé það notað af
fólki sem er undir eftirliti, sér-
staklega í fangelsum, því efnið
finnst ekki í þvagi. Þó verði fólk
yfirleitt ekki LSD-neytendur að
neinu ráði þar sem efnið hafi ekki
sömu ánetjunaráhrif og önnur
fíkniefni. Heldur sé LSD notað
með annarri fíkniefnaneyslu.
Þórarinn segir efnið valda mikl-
um breytingum á skynjun og það sé
með höppum og glöppum hve lengi
ástandið varir. Mörg vandamál geti
fylgt neyslunni sem endi jafnvel
með innlögn á geðdeild. Skammtur
af LSD er á svipuðu verði og e-tafla
eða um 2.500 krónur. ■
Tugir fatlaðra barna án
vistunar í verkfallinu
Um 75 fötluð börn, sem stunda nám í Öskjuhlíðarskóla eru án vistunar í
yfirstandandi kennaraverkfalli. Þau fá enga skóladagvist og geta ekki
farið í sameiginlega gæslu. Verkfallið veldur miklu róti í lífi barnanna.
KENNARAVERKFALL Stærstur hluti
fatlaðra nemenda í grunnskólum
landsins verður hart úti í yfir-
standandi kennaraverkfalli. Um
75 börn í Öskjuhlíðarskóla eru
dæmd til að vera heima allan dag-
inn, þar sem þau fá ekki skóladag-
vist. Allt rask á skipulagi hvers-
dagsins kemur ákaflega illa við
fötluðu börnin, sem þurfa helst að
hafa allt í föstum skorðum.
„Dóttir okkar er þroskaheft
með einhverfu,“ sagði Sigurður
Sigurðsson, faðir lítillar stúlku,
einnar þeirra sem lenda illa úti í
kennaraverkfallinu. Hún stundar
nám í Safamýrarskóla, en þar eru
börn sem eiga við hvað mesta fötl-
un að stríða. Hún fær þó skóladag-
vist eftir hádegi „Líf einhverfu
barnanna snýst um að hafa reglu á
öllum hlutum,“ sagði faðir hennar.
„Rask, eins og svona verkfall
hefur í för með sér er það versta
sem kemur fyrir þau.“
Einar Hólm skólastjóri Öskju-
hlíðarskóla sagði, að skóladagvist
á vegum Íþrótta- og tómstunda-
ráðs Reykjavíkurborgar væri í
boði fyrir alla nemendur í 1. - 4.
bekk skólans, sem sótt hefði verið
um fyrir. Í þessum bekkjum væru
25 - 26 börn. Sú starfsemi væri
óbreytt í kennaraverkfallinu og
gætu nemendurnir sótt hana eftir
klukkan eitt á daginn. Þá hefði ÍTR
nýverið tekið við skóladagvist 5. -
10. bekk. Þar hefði ekki verið ráðið
starfsfólk enn sem komið væri.
„Nemendur 5. - 10. bekkjar,
sem eru um 75 talsins, eru því
alfarið án tilboða í þessu verk-
falli,“ sagði hann.
Gerður Aagot Árnadóttir, for-
maður Foreldrafélags Öskjuhlíð-
arskóla, gagnrýndi mjög, að
aðgerðir af því tagi sem kennarar
stæðu nú fyrir bitnuðu alltaf
harðast á fötluðum börnum og að-
standendum þeirra.
„Það er eins og alltaf sé hægt að
setja okkur í algerlega vonlausa að-
stöðu,“ sagði hún. „Það er hægt að
reyna að útvega einhverja pössun
hér og þar. En krakkarnir þola þetta
ekki. Ef þetta eru mikið fötluð börn,
eins og eru í sérskólunum, þá þola
þau alls ekki einhvern þvæling.
Þetta veldur þeim mikilli vanlíðan.
Þau verða erfið og óróleg. Mér
finnst þetta ekki vera boðlegt, sem
þessum fjölskyldum er boðið upp á.“
jss@frettabladid.is
KENNARAVERKFALL Um tíu undan-
þágubeiðnir vegna yfirstandandi
kennaraverkfalls höfðu borist
svokallaðri undanþágunefnd í
gær, að sögn Þórörnu Jónasdóttur
fulltrúa Félags grunnskólakenn-
ara og Skólastjórafélags Íslands í
nefndinni.
Þórarna sagðist ekki vita með
vissu hve margar beiðnir um und-
anþágu hefðu borist nefndinnni
en þær væru eitthvað um tíu
talsins.
Ekki hefði borist tilkynning frá
Sambandi sveitarfélaga um hver
væri þeirra fulltrúi í nefndinni,
þannig að beiðnirnar höfðu enn
ekki verið teknar til afgreiðslu.
„Það hefur verið beðið um und-
anþágur, bæði fyrir einstaklinga
og svo heilan skóla,“ sagði
Þórarna, sem kvaðst ekki vilja
gefa upp um hvaða skóla væri að
ræða. Hún sagði að í verkfallinu
1995 hefði einn hópur fatlaðra
fengið undanþágu, það er ein-
hverf skólabörn.
Fréttablaðið fékk staðfest hjá
Ólafi Guðmundssyni, yfirlækni á
Barna- og unglingageðdeildinni á
Dalbraut, að hann hefði fyrir helgi
sent inn undanþágubeiðni vegna
þeirra nemenda sem dvelja á BUGL
og fá kennslu frá Brúarskóla. Það
mun vera skólinn sem um ræðir. ■
Miðbær Akureyrar:
Kynning á
Hólum
SKIPULAG Niðurstöður íbúaþings
Akureyringa um nýjan miðbæ
verða kynntar annað kvöld á
Hólum, nýju húsi Menntaskól-
ans á Akureyri. Upphaflega átti
að kynna niðurstöðurnar á Hótel
KEA en þar sem þátttakan í
þinginu og áhuginn á málinu
voru meiri en ráð var fyrir gert
var afráðið að flytja kynningar-
fundinn á Hóla. Hefst hann
klukkan 20.
Þúsundir hugmynda, jafnt
stórra sem smárra, voru lagðar
fram á íbúaþinginu síðasta
laugardag. Um sextán hundruð
manns sóttu þingið. ■
SVONA ERUM VIÐ
NEMENDUR Í HÁSKÓLUM
NÁNARI UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING
Í SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS
Hlíðasmára 9 - Kópavogi
Sumarliði Ásgeirsson
MCP - MCSA & Kerfisfræðingur NTV
„Það að vera með viðurkennda
þekkingu á því sem ég starfa við
skiptir mig og mitt fyrirtæki öllu
máli. Þar sem ég bý á Stykkishólmi
þá hentaði þessi kennslutími
mér einnig frábærlega. „
MCSA námið er spennandi kostur fyrir þá sem vilja starfa
sem sérfræðingar við umsjón Microsoft netkerfa.
Markmiðið með náminu er að nemendur geti að námi
loknu tekið þau fjögur alþjóðlegu próf sem þarf til að öðlast
MCSA gráðuna og eru þau öll innifalin í námskeiðsgjaldi.
Inntökuskilyrði
Þeir sem hyggja á þetta nám þurfa að hafa góða þekkingu
og skilning á Windows umhverfinu, þekkja vel innviði PC
tölvunnar. Allt kennsluefni er á ensku.
Kennt er laugardaga frá 13-17
& sunnudaga 8:30-16
25. sept. til feb. 2005.
Frábært nám með vinnu - Kennt er aðra hverja helgi!
UNDANÞÁGUBEIÐNIR
Beiðnir um undanþágu vegna kennaraverkfallsins eru farnar að streyma inn. Þær eru frá
einstaklingum, auk þess sem BUGL hefur lagt inn beiðni fyrir sína skjólstæðinga.
Um tíu undanþágubeiðnir komnar vegna kennaraverkfalls:
BUGL sækir um undanþágu
HEIMA Í VERKFALLI
Sigurður Sigurðsson var heima með fjölfatlaðri dóttur sinni, Blómey Bæhrenz, í gær. Hún
er í Safamýrarskóla, en þar er engin kennsla vegna verkfalls kennara. Hún fær þó skóla-
dagvist eftir hádegi, sem er meira en allflest börnin í Öskjuhlíðarskóla fá.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
JE
TU
R
Háskólinn á Akureyri 827
Háskólinn í Reykjavík 847
Kennaraháskóli Íslands 927
Landbún.hásk. Hvanneyri 122
Listaháskóli Íslands 350
Háskóli Íslands 8.976
HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS
LSD
Neysla LSD hefur verið í lægð síðustu ár.
Þeir sem helst neyta efnisins eru til dæmis
fangar sem eru undir eftirliti en efnið
finnst ekki í þvagi.