Fréttablaðið - 21.09.2004, Page 18

Fréttablaðið - 21.09.2004, Page 18
Hvaða verðmiða myndir þú setja á heilsu þína? Flestum þykir þessi spurning örugglega svívirðileg. Hvernig er hægt að setja verðmiða á heilsuna? Hvernig er hægt að verðleggja líkamshluta, þrek, þol, úthald, styrk og fleiri líkamlega eig- inleika? Ég er sammála. Það er ekki hægt að verðleggja heilsu. Hins vegar verður að segjast eins og er að ansi margir eru búnir að setja verðmiða á sína heilsu. Þeir sem skipta út heilsu sinni fyrir peninga með vinnu eru sífellt yfirkeyrðir vegna þess að þeir taka að sér of mörg verkefni og „hafa ekki tíma“ til að hreyfa sig eða sinna heilsunni. Þeir eru á sinn hátt búnir að verð- leggja heilsu sína. Kaldhæðnin felst í því að þegar auðnum hefur verið safnað og heilsunni fer að hraka er engu til sparað þegar reynt er að öðlast heilsuna á ný. Peningar verða oft hjákátlegir í samanburði við heilsubrestinn. Heilsan er mesti veraldlegi auðurinn. Án hennar get- um við ekkert gert. Hvað hefur þú varið miklum tíma í að efla heilsuna í dag og verja þann ómetanlega auð sem í henni felst? Eins og vitur maður sagði eitt sinn: Sá sem hefur ekki tíma fyrir heilsuna í dag hefur ekki heilsu fyr- ir tímann á morgun. Ekki selja heilsuna fyrir launatékka einu sinni í mánuði. Flottar íþróttagræjur Ekki byrja á því að kaupa þér rándýran íþróttafatnað og skó áður en þú hefur líkamsræktina. Notaðu frekar það sem þú átt þar til þú ert kominn vel á skrið og útlit fyrir að þú haldist í ræktinni. Farðu þá og verðlaunaðu þig með flottustu íþróttagræjunum. Húðmeðferð Hjá Kínastofunni á Stórhöfða 17 er boðið upp á „Green Peel“-meðferð sem felst í að laga húðlýti eins og slit og ör. „Þá hefur meðferðin líka áhrif á öldrun og hrukkur,“ segir Hafrún María Zsoldos. „Við notum í þessari meðferð sérstakar jurtavörur en á fyrsta degi fer fram meðferð á stof- unni. Þá tekur fólk með sér sérstakar vörur heim sem það notar á húðina í fjóra daga. Á fimmta degi kemur svo fólk í lokameðferðina.“ María segir meðferðina hreinsa upp og laga húð hvar sem er á líkaman- um. Þetta er aðferð sem hefur gefið mikinn og góðan árangur,“ segir Hafrún. [ „GREEN PEEL“ ] Líkami og sál GUÐJÓN BERGMANN, JÓGAKENNARI OG RITHÖFUNDUR, SKRIFAR UM ANDLEGA OG LÍKAMLEGA HEILSU. Hvers virði er heilsan? gbergmann@gbergmann.is. Sjúkranuddstofan Moonstartherapy Sími/Fax: 588-1404 Síðumúli 15, 108 Reykjavík Afmæli Á miðvikudaginn 22. sept. eigum við 3ja ára afmæli. Ég býð alla velkomna og þakka viðskiptavinum mínum. Frí meðferð fyrir alla sem eiga afmæli þennan dag. TILBOÐ: 30% afsláttur á öllum meðferðum sem mæta með þessa auglýsingu á afmælisdaginn og panta tíma. AFMÆLI • AFMÆLI • AFMÆLI • AFMÆLI • AFMÆLI • AFMÆLI • AFMÆLI • AFMÆLI A FM Æ LI • A FM Æ LI • A FM Æ LI • A FM Æ LI • A FM Æ LI • A FM Æ LI A FM Æ LI • A FM Æ LI • A FM Æ LI • A FM Æ LI • A FM Æ LI • A FM Æ LI AFMÆLI • AFMÆLI • AFMÆLI • AFMÆLI • AFMÆLI • AFMÆLI • AFMÆLI • AFMÆLI✂ ✂ YGGDRASILL, KÁRASTÍG 1, 101 RVK., S: 5624082 - þar sem þú getur treyst á gæðin - Lífrænt ræktaðar vörur Umbo›s- og sölua›ili sími: 551 9239 Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur Er maginn vandamál? Stress, þreyta og sérstakur matur getur sett magann úr jafnvaægi. Óþægindi lýsa sér oft sem nábítur, brjóstsviði, vindgangur, harðlífi og niðurgangur. Þetta þykir öllum afar óþægilegt og líður þá illa í öllum líkamanum. Silicol fæst í apótekum Hreyfigreining: Árangur æfinganna kemur fljótlega í ljós „Fólk þarf ekkert að vera sjúkt til að koma til okkar þótt við bjóðum upp á sjúkraþjálfun. Stöðin er fyr- ir fólk sem vill byggja sig upp, hvort sem það er með stoðkerfis- vandamál eða ekki,“ segir Emilía Borgþórsdóttir, sjúkraþjálfari hjá heilsuræktarstöðinni Hreyfi- greiningu við Höfðabakka í Reykjavík. Allir þjálfararnir þar eru háskólamenntaðir, flestir eru sjúkraþjálfarar og nokkrir íþróttakennarar og þeir sjá um að fólk geri æfingarnar rétt, þannig að þær komi að sem bestum not- um fyrir hvern og einn. En er þetta þá ekki rándýr stöð? „Við erum ódýrari en sumir en jafndýrir og aðrir,“ svarar Emilía. „Í kortinu sem keypt er inn í stöð- ina er einn frír tími hjá einkaþjálf- ara sem mælir fólk og setur mark- mið og áætlun. Leggur upp æf- ingaprógramm og kennir á salinn. Auðvitað læra menn ekki allt í ein- um tíma og því erum við alltaf með fólk í salnum sem fylgist vel með og einnig bjóðum við uppá einka- þjálfara ef áhugi er fyrir.“ Liðfimi, golffimi og kraftfimi eru greinar sem boðið er upp á hjá Hreyfigreiningu. Emilía er beðin um að gera frekari grein fyrir þeim. „Liðfimi er leikfimi sem gerð er með rólegri tónlist. Hún er í ætt við jóga en byggð á æfing- um úr grunni okkar sjúkraþjálfar- anna. Þar leggjum við kapp á að styrkja djúpa kerfið. Yfirleitt er mest kapp lagt á að þjálfa ytri vöðvana, enda skipta þeir máli upp á útlitið en djúpa kerfið skipt- ir ekki minna máli, til dæmis til að halda sér beinum í baki. Við höf- um hannað þetta fyrir „hómó kyrrsetikus“. Í golffimi er fólk að vinna með þá vöðva sem skipta miklu máli fyrir golfara og einnig er farið aðeins í þolið. Síðan er það kraftfimin sem eykur sam- hæfingu, jafnvægi og góða hreyfi- stjórn. Ég fékk algert sjokk þegar ég byrjaði að kenna þá grein því almennt var fólk með svo lélegt jafnvægi. En árangur æfinganna kemur fljótt í ljós.“ gun@frettabladid.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Emilía segir eintóma sjúkraþjálfara og íþróttakennara sjá um þjálfunina í stöðinni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.