Fréttablaðið - 21.09.2004, Síða 30
22 21. september 2004 ÞRIÐJUDAGUR
Við höfum áhyggjur af …
… hinum íslensku lýsendum enska boltans en álagið virðist hafa bugað þá
þar sem allir leikir helgarinnar voru með enskum þulum. Það er vonandi að
þreytan sé að fara úr mönnum svo við fáum að heyra íslenskar lýsingar en
þreyta hlýtur að hafa verið eina ástæða þess að eingöngu voru notaðir
enskir þulir um helgina því Skjárinn lofaði tveim íslenskum lýsingum á viku.
„Það var yndisleg tilfinning að vera á
Akureyrarvelli í dag og sjá leikinn ásamt 548
FH-ingum og 4 KA-mönnum.“
Ingvar Viktorsson, formaður FH og fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði, þegar
komið var með Íslandsbikarinn í Kaplakrika.sport@frettabladid.is
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
18 19 20 21 22 23 24
Þriðjudagur
SEPTEMBER
FÓTBOLTI Stórleikur umferðarinnar
í enska boltanum fór fram í
gærkvöld er Man. Utd. tók á móti
erkifjendunum frá Liverpool á
Old Trafford. Mikil eftirvænting
var fyrir leikinn enda var Rio
Ferdinand að leika sinn fyrsta leik
í átta mánuði fyrir United en hann
var dæmdur í keppnisbann fyrir
að mæta ekki í lyfjapróf. Rio stóð
sig vel og kláraði leikinn þótt
hann hefði þurft að fá sér örlítið
orkustykki 15 mínútum fyrir
leikslok þar sem hann var orðinn
frekar þreyttur.
Leikmenn Liverpool lágu mjög
aftarlega í fyrri hálfleik, leyfðu
United að sækja og sóttu síðan
hratt á heimamenn. Það skilaði
ekki tilætluðum árangri því United
réð gangi leiksins algjörlega í fyrri
hálfleik og það var fyllilega sann-
gjarnt þegar Mikael Silvestre tók
forystuna fyrir heimamenn á 20.
mínútu.
Þá gaf ungstirnið Ronaldo
glæsilega sendingu í teiginn. Silv-
estre kom askvaðandi á fjærstöng,
algjörlega ódekkaður, og stangaði
boltann auðveldlega í netið.
Þannig stóðu leikar í hálfleik en
United-menn voru klaufar að bæta
ekki við enda fengu þeir nokkur
ákjósanleg tækifæri til þess að
bæta við forystuna.
Það var allt annað að sjá til
strákanna úr Bítlaborginni í síðari
hálfleik en þeir færðu sig framar á
völlinn og uppskáru jöfnunarmark
á 54. mínútu er Írinn stóri, John
O´Shea, varð fyrir því óláni að
senda boltann í eigið mark.
Heimamenn frá Manchester
létu þetta mark ekki slá sig út af
laginu heldir slógu í klárinn og
hófu að sækja að nýju. Það bar
ríkulegan ávöxt á 65. mínútu þegar
Silvestre skoraði sitt annað mark í
leiknum. Að þessu sinni með
föstum skalla eftir hornspyrnu.
Tvö fáséð mörk komin hjá
Silvestre sem hafði aðeins skorað
tvö deildarmörk fyrir leikinn.
Lokamínútur leiksins voru
mjög harðar og var með ólíkindum
að enginn leikmaður skyldi fjúka
af velli. Liverpool-menn reyndu
hvað þeir gátu að jafna leikinn en
höfðu ekki erindi sem erfiði.
United því komið á beinu brautina
með Rio innanborðs og líklegt til
þess að klífa töfluna.
henry@frettabladid.is
Góð endurkoma Rios
Rio Ferdinand spilaði sinn fyrsta leik fyrir Man. Utd. í átta mánuði í
gær. Það hafði góð áhrif á United enda lögðu þeir Liverpool 2–1.■ ■ LEIKIR
19.15 Stjarnan og FH mætast í
Kaplakrika í 1. deild kvenna í
handbolta.
19.15 ÍBV og Fram mætast í
Vestmannaeyjum í 1. deild
kvenna í handbolta.
19.15 Víkingur og Haukar eigast
við í Víkinni í 1. deild kvenna í
handknattleik.
20.00 Ármann/Þróttur og ÍR etja
kappi í Laugardalshöll í Reykja-
víkurmótinu í körfuknattleik.
20.00 Valur og KR eigast við í Vals-
heimilinu í Reykjavíkurmótinu í
körfuknattleik.
■ ■ SJÓNVARP
18.05 UEFA Champions League á
Sýn. Fréttir af liðum í
Meistaradeild Evrópu.
18.35 Yeovil Town og Bolton
Wanderes á Sýn. Beint frá 2.
umferð deildarbikarkeppninnar.
20:30 Mótorsport 2004 á Sýn.
21.00 Landsbankadeildin á Sýn.
Farið yfir síðustu sex umferðirnar í
Landsbankadeildinni.
22.00 Olíssport á Sýn. Endurtek-
inn þáttur um helstu viðburði
heima og erlendis.
23.15 Trans World Sport á Sýn.
Íþróttir um allan heim.
0.00 Ólympíumót fatlaðra á RÚV.
!"# $%
&
! '()*
!
"
#
$
%
&
'
(
)
%
)
&
(
*+
,
(
+
&
(
)
-
!
*
(
(
+
!
#
(
"
*
%
%
%
. !
%
)
/-
%
012
+
"
34
5
)
*
+
/637
#0
/6374
880
'
%
012
+
(
9
%
012
*,
) &
:06
)
-
(
)
(
7"
+
(+
)
0
(
%
+
"
; ,.
0
)
)
%
$
0"
"
* "
+
*
%
*
*
%<=%<
012
>
?1@5222
>
1151@A
%<=%<
0B2
>
CBD2222
>
BC@D@A
%<=%<
0D2
>
1?C2222
>
E12CBA
ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM
Heimsmeistarinn ístangarstökki, hin
rússneska Yelena Isin-
bayeva, og hlauparinn
Kenesisa Bekele frá
Eþíópíu voru valin
frjálsíþróttafólk ársins
eftir lokamót Alþjóðafrjálsíþróttasam-
bandsins sem fram fór í Mónakó á
sunnudaginn. Isinbayeva vann ólymp-
íutitil í Aþenu og setti þar að auki átta
heimsmet. Bekele gekk einnig vel á
ólympíuleikunum og setti innanhúss-
met í 5000 metra hlaupi.
Spánverjinn Santíago Perez sigraði15. hluta hjólreiðakeppninnar um
Spán, Vuelta a Espana, en sú keppni
er sú þekktasta í Evrópu að Tour de
France slepptri. Perez hefur þannig
unnið tvo hluta af fimmtán en efstur í
stigakeppninni er Roberto Heras. Sá
hefur unnið keppnina tvisvar og er
búist við að hann sigri nú líka.
Heimsmeistarinn írallakstri, Norð-
maðurinn Petter Sol-
berg, sigraði með
naumindum um
helgina en keppt var í
Wales. Komst hann
fram úr Frakkanum
Sebastian Loeb á lokasprettinum eftir
að Loeb hafði haft forystu frá byrjun á
föstudaginn var. Enn er því von til að
halda titlinum en Loeb hefur talsvert
forskot þegar fjórar keppnir eru eftir.
Kínverjar hafa eytt sem nemur tæp-um 24 milljörðum króna til að fá
að halda Formúlu 1 keppni í landinu
og verður þeim að ósk sinni um
næstu helgi þegar fyrsta slíka keppnin
fer fram í Peking. Féð hefur að mestu
farið í að byggja þá fullkomnustu
kappakstursbraut sem ekið er á í For-
múlunni.
MÆTTUR AFTUR
Rio Ferdinand var
mættur í vörn
United á ný í gær.
Endurkoma hans
hafði greinilega góð
áhrif á liðið.