Fréttablaðið - 25.09.2004, Side 10

Fréttablaðið - 25.09.2004, Side 10
25. september 2004 LAUGARDAGUR Kennarar í verkfalli: Flykkjast til útlanda KENNARAVERKFALL Fjölmargir grunnskólakennarar eru nú stadd- ir erlendis eða eru á leið utan meðan á verkfalli þeirra stendur. Engir samninganefndarfundir verða haldnir fyrr en seint í næstu viku og því er auðvelt að skipuleggja slíkar ferðir. Vestfirskur grunnskólakennari sagði í samtali við blaðið að þegar ljóst var að ekkert yrði fundað fyrr en á fimmtudag þá hefði hann ákveðið að drífa sig í viku- ferð með konu sinni til Barcelona. „Það er betra að slappa af í sólinni á Spáni en að hírast í nepjunni vestur á fjörðum.“ Að sögn mannsins var talsvert um fólk í vélinni sem keypt hafði miða með skömmum fyrirvara og taldi hann að margir foreldrar sem ættu inni sumarfrí en væru í vandræðum með börn sín hefðu einnig séð sér leik á borði. Guðjón Arngrímsson, upplýs- ingafulltrúi Icelandair, sagði sölufólk fyrirtækisins hafa strax orðið vart við ferðahug í kennur- um fyrstu daga verkfallsins, enda gefst þeim yfirleitt ekki tækifæri til utanferða á þessum árstíma. „Við höfum engar tölulegar upp- lýsingar um það hversu margir eru á ferðinni, en ástandið hefur ekki farið framhjá okkur. Flestir virðast fara í styttri borgarferð- ir.“ Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, kvaðst ánægður með að félags- menn hans nýttu verkfallið á þennan hátt. ■ Jöklarnir hverfa á 100 til 200 árum Á næstu 100 til 200 árum er talið að jöklar landsins dragist saman og hverfi. Á meðan á þessu stendur má búast við auknu rennsli jökuláa og breyttum vatnabúskap þar á eftir. Landsvirkjun fylgist með þróuninni. Snæfellsjökull er við vondaheilsu,“ segir Tómas Jóhann- esson, jarðeðlisfræðingur á Veð- urstofu Íslands, og telur ekki ólíklegt að hann verði með fyrstu jöklum til að hverfa. Rannsóknir benda til að vegna hlýnunar loftslags minnki og hverfi allir jöklar landsins á næstu 100 til 200 árum. Næstu 30 til 100 árin er gert ráð fyrir að bráðnun jöklanna auki vatnsrennsli í jökulám um 25 til 30 prósent, en það mun bæta rekstrarskilyrði virkjana meðan á því stendur. Veðurstofa Ís- lands, Orkustofn- un og Raunvís- indastofnun Há- skóla Íslands hafa unnið sam- eiginlega að rannsóknum á áhrifum lofts- lagsbreytinga á v a t n a b ú s k a p landsins og bráðnun jökla. „Það hefur orðið heilmikil breyting á búskap jökla hér á síðustu 10 árum. Á seinni árum hopa nánast allir jöklar og búskapur þeirra hefur verið mjög neikvæður síðustu tvö árin. Menn hafa verið að gefa sér ákveðnar forsendur um hvernig kunni að hlýna í framtíðinni. Guðfinna Aðalgeirsdóttir hefur gert reikninga á því hversu hratt jöklar muni hopa og samkvæmt niðurstöðum okkar stefnir í að jöklarnir hverfi nokkurn veginn af landinu á 100 til 200 árum,“ segir Tómas. Sjávarborð hækkar Að sögn Tómasar nemur vatns- forði sá er jöklarnir geyma því að 35 til 40 metrum vatns væri jafn- dreift yfir landið. „Þegar þetta bráðnar eykst rennsli í vatnsföll- um umtalsvert í ákveðnum ám. Þá er einnig hugsanlegt að jöklar hopi þannig að farvegir ánna sem frá þeim falla breytist,“ segir Tómas. Ólíklegt er að slíkar breytingar hafi áhrif á miðlunar- lón virkjana, en svo gæti farið að brýr stæðu eftir á þurru landi. Tómas segir marga farna að huga að hugsanlegum breytingum af völdum hlýnunar, en aðallega þá sem hanna og skipuleggja virkj- anir auk fólks sem hugar að nýtingu vatns, brúargerð og öðru slíku. Hann bendir líka á að lofts- lagsbreytingum fylgi líka hækkun heimshafanna. „Gert er ráð fyrir að í þeim hækki um allt að hálfan metra og það getur haft áhrif á margar þjóðir,“ segir hann og bætir við að áhrifin kunni þó að verða minni hér en víða annars staðar. „Þó þannig að menn hafa hafnarsvæði heldur hærri en ella væri út af þessu.“ Tómas segir talið að hér hafi litlir jöklar verið fyrir 6 til 8 þús- und árum, fyrst eftir að jökul- skeiðinu síðasta lauk. „En þetta eru heilmikil tíðindi í náttúrufari ef breytingin gengur eftir.“ Hann segir þó að frá svæðunum þar sem jöklarnir voru áður komi engu að síður til með að renna ámóta mikið magn af vatni og áður, því halda muni áfram að rigna og snjóa, auk þess sem hlýrra loftslag kalli á meiri úr- komu. „Í aðalatriðum verður þetta sama vatn í sömu landshlutunum ,,Það er verið að tala um aukið heildar- rennsli, sem á að ná hámarki eftir tæp 100 ár, en fara svo minnkandi aftur DAGBLAÐIÐ VÍSIR 216. TBL. – 94. ÁRG. – [LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2004 ] VERÐ KR. 295 Vörn DNA-móður Leitar að feðrumdætranna og sér ekki eftir neinu Bls. 4 D V -M Y N D H A R I Rósa Guðbjartsdóttir fréttamaðurmissti sex ára son sinn úr krabba-meini í nóvember. Rósa hefur sýntótrúlegan styrk eftir að hafagengið í gegnum verstu martröðsem foreldrar geta upplifað. Húnhefur helgað sig baráttunni gegnkrabbameini í börnum. Rósa lýsireldraun fjölskyldu sinnar í viðtalivið DV. Bls. 18-20 Berjast við sorgina Rósa Guðbjartsdóttir missti son sinn úr krabbameini Bjartmar litli Greindist og náðibata af krabbameini tveggjaára en greindist aftur sex ára oglést stuttu eftir það. Rósa Guðbjarts missti son sinn úr krabbameini HOFSJÖKULL HVERFUR Myndirnar eru fengnar úr spálíkani Guðfinnu Aðalgeirsdóttur, jarðeðlisfræðings hjá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, sem sýnir legu lands og hvernig Hofsjökull kann að dragast saman og á endanum hverfa vegna loftslagshlýnunar. M YN D /G U Ð FI N N A AÐ AL G EI R SD Ó TT IR TÓMAS JÓHANNESSON JARÐEÐLISFRÆÐINGUR Tómas segir að bráðnun jökla verði ein stærsta og sýnilegasta breytingin sem á eftir að eiga sér stað í náttúrufari hér vegna hlýnunar loftslags. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. Á LEIÐ Í SÓLINA Kennarar nýta verkfallið til að komast út fyrir landsteinana. Flestir virðast fara í stuttar borgarferðir.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.