Fréttablaðið - 25.09.2004, Page 55

Fréttablaðið - 25.09.2004, Page 55
39LAUGARDAGUR 25. september 2004 Mazda3 T 5HB 1,6 l kostar a›eins 1.795.000 kr. Aukahlutir á mynd: álfelgur og flokuljós Mazda3 – margver›launa›ur bíll á ótrúlegu ver›i H im in n o g h a f - 9 0 4 0 4 7 0 „Það er alltaf gaman í Veiðivötn- um. Fiskarnir sem ég veiddi voru sjö og ellefu punda,“ sagði Jón Ingi Kristjánsson, veiðimaðurinn knái, sem nokkrum sinnum hefur veitt þá væna í Veiðivötnum í gegnum árin. Honum brást heldur ekki bogalistin þetta árið. Tæplega 13 þúsund fiskar Lokatölur komu úr Veiðivötnum fyrir skömmu og veiddust alls 12.906 fiskar í þeim í sumar. Það er næstmesta veiði á tímabilinu frá upphafi. Litlisjór gaf best eða næstum 6.500 fiska, Býjavatn gaf vel svo og Snjóölduvatn og Hraunsvötn. „Í sumar vantaði eiginlega fisk frá þremur og upp í sex pund í vötnin og það er ekki nógu gott. Þeir koma vonandi seinna upp aft- ur,“ sagði veiðimaður sem veiðir mikið í Veiðivötnum og fiskar oft vel. Annar veiðimaður sem við heyrðum í sagðist hafa fengið helling af smáum silungi, sem ekki væri gaman að veiða í hverju kasti. Lengri veiðitími Það hefur verið ákveðið að lengja veiðitímann á vatnasvæði Lýsu til 1. október en mjög góður gangur gefur verið í veiðinni þar. Veiðifélagið Dýrið veiddi vel af laxi og sjóbirtingi fyrir skömmu, en best hefur svæðið verið að gefa tíu laxa á dag. Veiðimaður sem var þarna fyrir skömmu setti í sex laxa en náði fjórum. Hann sagðist hafa orðið var við mikinn fisk neðst á svæðinu. Færri í Langá Langá á Mýrum endaði í 2.242 löx- um sem er aðeins nokkrum löxum færri en fyrir ári síðan, þá veidd- ust 2.263 laxar. Mikið er af fiski í ánni. Víðidalsá endaði í 1.770 löxum sem er mjög gott. Eystri- og Ytri-Rangá munu líklega enda í um 6.000 löxum saman, en góð veiði hefur verið þar. Sjóbirtingsveiðin gengur sæmilega og veiðimenn sem voru á svæði sjö í Grenlæk sáu bolta- fisk á veiðistaðnum Einmana og giskuðu þeir á að fiskurinn væri kringum 25 pund. Síðan hafa nokkrir 10-15 punda verið að sleppa hjá veiðimönnum á svæð- inu. ■ VEIÐI: GUNNAR BENDER SKRIFAR UM VEIÐI. Um 13 þúsund fiskar á land FALLEGUR URRIÐI Jón Ingi Kristjánsson með fallegan urriða úr Veiðivötnum en hann hefur oft veitt vel á svæðinu. ÚR VEIÐIVÖTNUM Fallegir urriðar í Veiðivötnum. » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ Á LAUGARDÖGUM

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.