Fréttablaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 6
6 30. september 2004 FIMMTUDAGUR Þingflokkur Framsóknar: Vestfirðingar áhrifalausir STJÓRNMÁL Sveinn Bernódusson, formaður Framsóknarfélagsins í Bolungarvík, segir að þingflokkur Framsóknarflokksins hafi svipt Vestfirðinga eina talsmanninum sem þeir hafi átt í þingliðinu. „Þetta er afar ólýðræðislegt. Með því að svipta Kristin völdum hefur þing- flokkurinn dregið úr áhrifum fólks- ins sem kaus flokkinn hér á Vest- fjörðum. Hann hefur verið ófeim- inn við að tala okkar máli þó að það hafi ekki hlotið hljómgrunn í þing- flokknum.“ Sveinn segir að sam- skiptavandamál innan þingflokks- ins hafi menn átt að leysa á ein- hvern hátt því þótt Kristinn sé harð- ur í horn að taka sé hann ekki ósann- gjarn, ósvífinn eða illa gerður. Sveinn segist líta svo á að verið sé að vara fleiri en Kristin við og nú viti menn að þeim verði refsað sem þori að láta skoðun sína í ljós. Hann segir að forysta Framsóknarflokks- ins hafi fjarlægst Vestfirðinga und- anfarið. „Hún hefur ekki sést hér undanfarið til að hitta grasrótina í flokknum.“ ■ Morðrannsókn: Fundu höfuð í poka HELSINKI, AP Lögreglan í Helsinki í Finnlandi hóf morðrannsókn eftir að ung stúlka sem var úti að ganga með hundinn sinn fann afskorið höfuð konu í ruslapoka. Fleiri lík- amshlutar fundust í kjölfarið en aðrir hafa enn ekki fundist. Tveir menn hafa verið teknir til yfirheyrslu en lögreglan neitaði að greina frá því hvort þeir væru grunaðir um morðið eða hvort önnur ástæða væri fyrir því að þeir væru yfirheyrðir. Talið er að fórn- arlambið sé 36 ára kona sem bar vitni í morðmáli fyrir átta árum. Fórnarlambið í því máli var einnig bútað í sundur. ■ VEISTU SVARIÐ? 1 Í hvaða bæjarfélagi varð stórbruni á þriðjudag? 2Hvað heitir fjármálaráðherra Bretlands? 3Með hvaða liði leikur Wayne Rooney? Svörin eru á bls. 50 KRISTINN H. GUNNARSSON Formaður Framsóknarfélags Bolungarvíkur segir að í Framsóknarflokknum sé þeim refsað sem þori að láta skoðun sína í ljós. Framsókn: Slæmt fyrir kjördæmið STJÓRNMÁL Magnús Ólafsson, for- maður kjördæmissambands framsóknarmanna í Norðvestur- kjördæmi, segir að það sé slæmt fyrir kjördæmið að Kristinn H. Gunnarsson missi áhrif innan þingflokksins. Kristinn situr á þingi fyrir flokkinn í Norðvestur-kjördæmi. Magnús segir að sér hafi verið tilkynnt þessi ákvörðun þing- flokksins fyrir fram og hann hafi lýst yfir óánægju sinni með hana. Hann segir að hins vegar valdi aldrei einn þegar tveir deila og gerir ráð fyrir að eitth- vað búi að baki ákvörðun þingflokksins sem almenningur hafi ekki fengið að vita. Magnús segist búast við því að málið verði tekið upp á kjör- dæmisþingi Framsóknarflokks- ins sem haldið verður í nóvem- ber. ■ STJÓRNMÁL „Stjórn þingflokksins lagði ekki upp í veturinn nema sýna tennurnar á þennan hátt,“ segir Guðni Ágústsson, varafor- maður Framsóknarflokksins. „Kristinn hefur auðvitað nánast verið utan við flokkinn í mörgum stórum málum og haft sérskoðanir á flestum hlutum,“ segir Guðni. Þingflokkur Framsóknar- flokksins ákvað á þriðjudag að útiloka Kristin H. Gunnarsson þingmann frá öllum fastanefnd- um þingsins. Albertína Elíasdóttir, formað- ur Félags ungra framsóknar- manna á norðanverðum Vest- fjörðum, segir að margir Vest- firðingar hafi orðið orðlausir við fregnirnar. „Ég veit ekki hvernig hægt er að bregðast við þessu. Þetta verður mikill missir fyrir Vestfirðinga. Þótt Kristinn til- heyri enn þingflokknum er ljóst að erfitt verður fyrir hann að koma að málum innan þingflokks- ins því hann hefur ekki aðgang að neinum nefndum,“ segir hún. Albertína segir að Kristinn hafi sterkt bakland á Vestfjörð- um, sérstaklega í Bolungarvík. „Þetta á eftir að hafa neikvæð áhrif á flokkinn.Við vonumst til þess að forusta Framsóknar- flokksins muni mæta vestur og útskýra fyrir fólki hvernig hún ætli að byggja flokkinn upp hér á svæðinu. Þeir hafa ekki útskýrt ákvörðun sína nægilega vel,“ segir hún. Spurður hvort hann vildi sjá Kristin í öðrum flokki segist Guðni hafa bundið mikla trú við Kristin þegar hann kom yfir í Framsóknarflokkinn úr Alþýðu- bandalaginu fyrir sex árum. „En einhvern veginn hefur þetta því miður farið á annan veg og miklar deilur risið í kringum vin minn, Kristin. Hann hefur sterkar skoðanir á flestum málum og gætir kannski ekki meðalhófs,“ segir Guðni. Spurður í framhaldi af því hvort ekki sé leyfilegt innan Framsóknar- flokksins að hafa sterkar skoðan- ir segir hann að svo sé. „En menn verða að gæta trúnaðar við flokk- inn og félaga sína,“ bætir hann við. „Þingflokkur er auðvitað vinnustaður þar sem menn hafa skiptar skoðanir en í meginatrið- um verða menn að vinna saman svo lífið gangi sinn gang í sátt.“ Halldór Ásgrímsson forsætis- ráðherra sagðist í samtali við Fréttablaðið styðja ákvörðun þingflokksins. „Það hafa verið samstarfserfiðleikar og trúnaðar- brestur hefur orðið,“ segir Hall- dór. Spurður um gagnrýni flokks- manna á það að ekki sé rúm fyrir nema eina rödd innan flokksins segir hann að alla tíð hafi verið fullt skoðanafrelsi í Framsókn. sda@frettabladid.is GUÐNI ÁGÚSTSSON „Einhvern veginn hefur þetta því miður farið á annan veg og miklar deilur risið í kringum vin minn, Kristin. Hann hefur sterkar skoðanir á flestum málum og gætir kannski ekki meðalhófs.“ Þingflokkurinn sýnir tennurnar Guðni Ágústsson segir að stjórn þingflokksins hafi ekki lagt í veturinn nema að sýna tennurnar á þann hátt sem hún gerði er hún útilokaði Kristin H. Gunnarsson frá fastanefndum Alþingis. Vestfirðingar eru orðlausir. Vilja að forystan útskýri hvernig byggja eigi flokkinn upp á ný.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.