Fréttablaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 20
LANDBÚNAÐUR Nýjar söluaðferðir eru sagðar skila árangri í mark- aðssetningu lambakjöts á erlend- um mörkuðum. Tvöfalt meira var flutt út til Bandaríkjanna og Dan- merkur í fyrra en gert var árið 2000. Þá var í fyrra selt 441 tonn af kjöti til Ítalíu, þar sem um helmingurinn fór til veitinga- húsa. „Markaðssetning erlendis er á fullu skriði núna og hefur gengið mjög vel að flytja út bæði á Am- eríkumarkað og Danmörku. Við höfum verið að koma að breyting- um með því að flytja sem mest út ferskt og minnka útflutning á frosnu kjöti. Það hefur gengið vonum framar og línan bara upp á við,“ segir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Landssam- taka sauðfjárbænda og Markaðs- ráðs kindakjöts. Hann segir að árið 2003 hafi verið skipt um að- ferðafræði við útflutning til Dan- merkur og tekið að flytja út vel snyrta fullunna og ferska kjöt- vöru, sem seld hafi verið sem hráefni fyrir matgæðinga, eða „gourmet“-fæði, en það er sama aðferðafræði og beitt hefur verið á Bandaríkjamarkað, þar sem besta verðið hefur hingað til fengist fyrir vöruna. ■ 20 30. september 2004 FIMMTUDAGUR VERST ÁRÁS Kínversk lögreglukona verst hér árás manns á sýningu friðargæsluliðs sem Kín- verjar hyggjast senda til Haítí. Það verður í fyrsta sinn sem kínverskir friðargæsluliðar verða að störfum á vesturhveli jarðar. Tvöföldun í útflutningi: Lambakjötið rennur út Þúsundir saklausra borgara hafa látið lífið Engar opinberar tölur liggja fyrir um mannfall óbreyttra Íraka síðan ráðist var inn í landið í fyrra en talið er að að minnsta kosti tíu þúsund manns hafi týnt lífi eftir átök. Sú tala er þó að líkindum mun hærri. Ófremdarástand ríkir í Írak nú sem endranær en hernámslið bandamanna freistar þess að upp- ræta flokk uppreisnarmanna í borginni Fallujah með þungum loftárásum. Árásirnar eiga ef- laust eftir að taka sinn toll hjá óbreyttum borgurum en mannfall í þeirra röðum er mikið síðan ráð- ist var inn í Írak fyrir hálfu öðru ári. Tölum ber ekki saman um hversu margir hafa fallið, í það minnsta tíu þúsund manns liggja í valnum en sumir segja mannfallið mun meira, allt að 37.000 manns. Saklaust fólk alltaf fórnarlömb Nada Doumani, talsmaður Al- þjóða Rauða krossins í Írak, er áhyggjufull yfir þróun mála í landinu. Hún segir að aukið of- beldi bitni alltaf verst á óbreytt- um borgurum og síðustu árásir geri allt hjálparstarf enn erfiðara. Sjúkrahús eru alls ekki í stakk búin til að mæta frekari áföllum enda eru þau flest illa búin til að sinna mjög slösuðu fólki. Doumani bendir jafnframt á að þar sem að ofbeldið brýst fram á svo marga vegu, þá sé enn erfið- ara fyrir fólk að búa sig undir árás. Þéttbýlar borgir á borð við Bagdad og Najaf eru oftar en ekki vettvangur ofbeldisins þannig að óbreyttir borgarar eru alltaf í hættu þegar átök brjótast út. Allt að 37.000? Bandarísk og bresk stjórnvöld hafa verið afar treg til að áætla umfang mannfalls á meðal Íraka. Jack Straw, utanríkisráðherra Breta, giskaði fyrr á þessu ári að um það bil 10.000 manns hefðu fallið en utanríkisráðuneytið hef- ur ekki viljað staðfesta þennan Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • 562 8501 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is BIC Atlantis penni Verð 99 kr/stk BIC M10 penni Verð 43 kr/stk SKOÐIÐ HEIMASÍÐU MÚLALUNDAR. ÞAR ER MEÐAL ANNARS AÐ FINNA TILBOÐ Á ÓDÝRUM GEISLADISKUM STABILO BOSS Verð 95 kr/stk Teygjumöppur af öllum gerðumGeisladiskar 800 MB 10 stk. Hver diskur í þunnu hulstri. Verð 995 kr/pakkningin Geisladiskar 100 stk Verð 4.930 kr/pakkningin Geisladiskar 50 stk Verð 2.963 kr pakkningin PILOT SUPER GRIP VERÐ 95 KR bréfabindi MANNFALL ÓBREYTTRA ÍRAKA EYKST STÖÐUGT Ættingjar bera látinn ástvin sinn til grafar í borginni Baqouba. Hann beið bana síðastliðið sunnudagskvöld eftir að hafa ekið yfir sprengju sem ætluð var bandarískum hermönnum. Þrír aðrir dóu í sprengingunni. M YN D /A P SVEINN GUÐMARSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING MANNFALL Í ÍRAK LAMBAKJÖT TIL BANDA- RÍKJANNA Ár Magn 2000 36 tonn 2001 48 tonn 2002 55 tonn 2003 72 tonn 2004 100 tonn* LAMBAKJÖT TIL DAN- MERKUR Ár Magn 2000 150 tonn 2001 151 tonn 2002 261 tonn 2003 313 tonn *Áætlun Markaðsráðs kindakjöts. SLÁTURHÚS BORGARNESS Meiri áhersla á ferskar afurðir en frystar er sögð vera að skila sér í aukinni sölu lambakjöts á mörkuðum erlendis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.