Fréttablaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 21
21FIMMTUDAGUR 30. september 2004 fjölda. Þótt opinberar tölur liggi ekki fyrir í þessum efnum þá hafa sjálfstæðar stofnanir reynt að meta stöðuna. Bresk stofnun sem fylgist sérstaklega með mannfalli í Írak, Iraqi Body Count, telur að 13.000-15.000 Írakar hafi látið lífið síðan í mars 2003, en mat sitt byggir stofnunin á fréttaflutningi. Brookings-stofnunin í Washington áætlar hins vegar að mannfall í hernaðarátökum og árásum glæpamanna sé á bilinu 10.000- 27.000. Al-Jazeera sjónvarps- stöðin sagði frá því fyrir nokkrum vikum að írösku samtökin Kifah hefðu staðhæft að allt að 37.000 saklausir borgarar hefðu fallið fyrstu sex mánuði hernámsins en sú tala hefur verið dregin í efa þar sem talsmenn samtakanna er erfitt að finna. Engar opinberar tölur til Sú staðreynd að engar opinberar tölur liggja fyrir um mannfall óbreyttra borgara í Írak er at- hyglisverð í ljósi þess hversu ná- kvæmlega dauðsföll hermanna eru skrásett og mikið fjallað um þau í heimsfréttunum. Mannrétt- indasamtök hafa gagnrýnt her- námsöflin fyrir að hirða ekki um umfang mannfallsins og segja að með því gefi þau til kynna að líf íraskra borgara sé ekki jafnmikils virði og líf hermannanna. Tals- menn þeirra segja nauðsynlegt að rannsaka orsakir dauðsfallanna þannig að sem skýrust mynd fáist. „Getið þið ímyndað ykkur ef bandarísk yfirvöld myndu ekki grafast fyrir um hverjir létu lífið 11. september 2001? Það er alger- lega óhugsandi,“ sagði John Slodoba, forsvarsmaður Iraqi Body Count, í samtali við BBC á dögunum. Sérfræðingar í alþjóða- rétti segja að Genfarsáttmálinn leggi þær skyldur á herðar her- námsríkja að skrásetja mannfall óbreyttra borgara í þeim löndum sem þau leggja undir sig. Ótryggt ástand Ástandið í landinu er augljóslega afar ótryggt. Átök brjótast reglu- lega út á milli bandarískra her- manna og íraskra uppreisnar- manna þar sem þungavopnum er óhikað beitt. Mannréttindasamtök benda á að Bandaríkjaher víli ekki fyrir sér að varpa svonefndum klasaprengjum á þéttbýl svæði þar sem meintir hryðjuverkamenn hafa aðsetur en slíkar sprengjur fara ekki í manngreinarálit. Ótal Írakar hafa orðið fórnarlömb glæpamanna sem engu eira og hryðjuverkamenn hafa jafnframt orðið fjölda fólks að bana í árásum sínum. Þar við bætist að líkam- sárásir, nauðganir og mannrán eru daglegt brauð. Flestir eru að vonum afar óttaslegnir yfir ástand- inu og hætta sér vart út fyrir hússins dyr eftir myrkur. Almenningur vantreystir setu- liðinu til að vernda sig en tekur þess í stað lögin í eigin hendur. Samtök á borð við Rauða kross- inn reyna hvað þau geta til að hjálpa þeim sem sárt eiga um að binda en takmörk eru fyrir því í hversu mikla hættu starfsfólk þeirra getur lagt sig í. Nokkur slík samtök hafa hreinlega gefist upp eins og þýska hjálparstofnunin Örkin hans Nóa, sem í liðinni viku kallaði allt starfsfólk sitt heim. ■ LANDBÚNAÐUR Kjaradeila sveitar- félaga og kennara raskar hátíða- höldum í tilefni af alþjóðaskóla- mjólkurdeginum sem haldinn var hátíðlegur í fimmta sinn í gær. Í tilefni dagsins var boðað til teikni- samkeppni meðal fjórðubekkjar- nemenda landsins. Teikningum átti að skila inn til umsjónarkenn- ara og 25 þúsund króna verðlaun fyrir hverja af 10 bestu myndun- um áttu að renna til bekkjar vinn- ingshafans. „Verkfallið setur að sjálfsögðu nokkurt strik í reikninginn,“ segir Sigurður Mikaelsson, sölustjóri Mjólkurbús Flóamanna og fulltrúi Markaðsnefndar mjólkuriðnaðarins. „Við vorum með dálítinn lúðrablástur í fyrra þegar við tókum þátt í fyrsta sinn, en að sjálfsögðu er ekki um það að ræða í ár.“ Hann segir þó að haldið verði áfram með myndasamkeppnina og að vegg- spjald þar að lútandi hafi verið sent í skóla landsins. Frestur til að skila inn myndum er fram að jólafríi nemenda og sagðist Sigurður hafa alla trú á að verk- falli yrði lokið fyrir þann tíma. „Menn hljóta að leita til þess allra leiða,“ sagði hann. Alþjóðaskólamjólkurdagurinn var tekinn upp að undirlagi Mat- vælastofnunar Sameinuðu þjóð- anna í Róm í þeim tilgangi að stuðla að aukinni mjólkurneyslu um heim allan. ■ Alþjóðaskólamjólkurdagurinn í fimmta sinn: Kennaraverkfall setur strik í reikninginn MJÓLK Alþjóðaskólamjólkurdagurinn var haldinn hátíðlegur víða um heim í gær. Lítið var um hátíðahöld hér enda fá börn í skóla til að teyga mjólkina. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.