Fréttablaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 42
Þórdís Björnsdóttir gaf út ljóða- bókina Ástir og appelsínur fyrr í þessum mánuði. Ljóðin í bókinni mynda samhangandi heild í átta hlutum og í þeim kraumar erótík og munúðarfullur hryllingur. Það má lesa magnaða og tilfinn- ingaþrungna ástarsögu tveggja einstaklinga út úr þessari blóð- ugu bók sem er sú fyrsta sem Þórdís sendir frá sér. „Fyrst voru þetta bara eitt og eitt ljóð en eftir því sem þeim fjölgaði kom meiri heildarmynd á þetta og kaflaskiptingin varð til og að lokum datt fyrsti kafl- inn alveg út þar sem ljóðin þar pössuðu ekki við heildiarmynd- ina sem ég ákvað að halda áfram með,“ segir Þórdís sem er 24 ára gömul. Gamla, góða blóðsuguminnið á sér langa sögu í bókmenntum og skýtur upp kollinum hjá Þórdísi þar sem bitið er í hálsa og blóð og drukkið að hætti Dra- kúla greifa. Þórdís segist hafa verið mjög upptekin af slíkum hlutum þegar hún var 17 ára án þess að gera nokkuð með það þá. „Það má segja að með bókinni sé ég að gera upp við ákveðna þætti og það sem ég er að skrifa núna er allt öðruvísi. Þessar pælingar um ofbeldi og blóð eru ekki þarna ofbeldisins vegna og ég er að segja aðra hluti með þessum myndum. Fólk verður bara að lesa í þetta en þetta er kannski spurning um hversu djúpt er hægt að sökkva sér ofan í eina manneskju.“ Það er auðvitað ekki við hæfi að skáld séu að kryfja eigin verk og úttala sig um innihaldið, sér- staklega ekki þegar ljóð eru ann- ars vegar og Þórdís vill því lítið gefa út á það hversu mikið hún sæki í eigin reynslu og hvort einhvers staðar liggi elskhugi af holdi og blóði sundurbitinn og óbættur hjá garði. Þórdís ákvað að gefa bókina út sjálf ekki síst til þess að geta haft allt um það að segja hvernig kynningu hennar yrði háttað. „Mér finnst það bjóða upp á svo mörg tækifæri að gera þetta sjálf enda ekki líklegt að útgefendur vilji setja mikið púður í nýjan höfund ekki síst þegar um ljóðabók er að ræða. Þegar ljóðabækur koma út fara þær beint á ljóðaborðið í búð- unum og hverfa. Þó ég sé áhuga- manneskja um ljóð geta liðið 3 til 4 mánuðir þar til ég tek eftir nýjum ljóðabókum.“ Ást og appelsínur er komin í flestar bókabúðir auk þess sem Þórdís selur bókina sjálf en hún ætlar meðal annars að mæta með hana á Ellefuna annað kvöld og lesa upp úr henni á barnum. thorarinn@frettabladid.is 34 30. september 2004 FIMMTUDAGUR DEBORAH KERR Þessi snjalla leikkona, sem lék meðal annarra í kvikmyndunum King Solomon's Mines, Quo Vadis og From Here to Eternity, fæddist á þessum degi árið 1921. Erótískar blóðappelsínur ÞÓRDÍS BJÖRNSDÓTTIR: KVEÐUR SÉR HLJÓÐS MEÐ BLÓÐUGRI ERÓTÍK. „Mér finnst persónulega að ef kona hefur ekki fundið rétta manninn þegar hún er orðin 24 ára geti hún talist heppin.“ - Deborah Kerr sá og heyrði ýmislegt á ferlinum og vissi því hvað er ungum konum fyrir bestu. timamot@frettabladid.is ÞÓRDÍS BJÖRNSDÓTTIR Stefnir að því að ljúka BA prófi í bókmenntafræði frá HÍ í febrúar og fara til útlanda í framhaldsnám. „Ég fór aðallega í bókmenntafræðina vegna þess að ég hef gaman af því að skrifa,“ segir Þórdís sem lét fræðin ekki trufla sig við skáldskapinn. 30. september 1966 Sjónvarpið var stofnað árið 1966 og hóf útsendingar 30. september. Sjónvarpið var ekki síst hugsað sem andsvar við Kanasjónvarpinu, sjónvarpi Bandaríkjahers á Keflavíkur- flugvelli. Sjónvarpið átti vitaskuld hug landsmanna allra fyrstu árin en það sendi fyrst aðeins út á miðvikudögum og föstudögum. Útsendingardögum fjölgaði síðan jafnt og þétt en fimmtudagar voru þó sjónvarpslausir til ársins 1986. Á dagskrá fyrsta útsendingarkvöldsins var boðið upp á ávarp Vilhjálms Þ. Gíslasonar útvarpsstjóra og síðan var sýndur blaðamannafundur með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra. Þá var kvikmynd Ósvalds Knudsen um Íslendingabyggðir á Grænlandi sýndur og því næst las Halldór Laxness úr Paradísarheimt. Skemmtiþátturinn „Það er svo margt ef að er gáð“ með Savannatríóinu tók svo við þangað til sjálfur Dýrlingurinn birtist á skjánum. Dag- skránni lauk með fréttayfirliti. ■ RÍKISSJÓNVARPIÐ Byrjaði að senda út á þessum degi 1966. Útsendingar í lit komu til sögunnar árið 1975 og var ballettþáttur fyrsti dagskrárliðurinn sem bar fyrir augu landsmanna í lit. ÞETTA GERÐIST RÍKISSJÓNVARPIÐ SENDI ÚT DAGSKRÁ Í FYRSTA SINN. MERKISATBURÐIR 1861 Tyggjókóngurinn William Wrigley fæðist en fólk er enn þann dag í dag að japla á afurðum með nafni hans og nægir þar að nefna Extra tyggjóið. 1946 Alþjóðlegur dómstóll í Nurnberg í Þýskalandi finn- ur 22 háttsetta nasista seka um stríðsglæpi. 1971 Sovétríkin og Bandaríkin komast að samkomulagi um leiðir til að draga úr hættunni á að kjarnorku- stríð brjótist út fyrir mistök. 1982 Hinir vinsælu gamanþættir Staupasteinn hefja 11 ára göngu sína á sjónvarps- stöðinni NBC. 1987 Mikhail S. Gorbatsjov hreinsar til í Kreml og losar sig við gamla harð- línukommúnista og setur Andrei A. Gromyko, forseta landsins, af. Sjónvarpið gegn Kananum AFMÆLI Gunnar I. Birgisson alþingismaður er 57 ára. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Sigríður Sigurðardóttir Fannafold 140, Reykjavík, sem lést þriðjudaginn 21. september verður jarðsungin frá Grafar- vogskirkju föstudaginn 1. október kl. 13.30. Eyjólfur Jónsson, Hjördís Eyjólfsdóttir, Oddur Friðriksson, Jón Eyjólfsson, Guðrún Hermannsdóttir, Anna Eyjólfsdóttir, Magnús Þorsteinsson og barnabörn. Ástkær móðir okkur, tengdamóðir, amma og langamma, Guðbjörg Þóra Þorsteinsdóttir (Bagga frá Þórshamri), Lindarbraut 13a, Seltjarnarnesi, sem lést miðvikudaginn 22. september verður jarðsungin frá Seltjarnarneskirkju föstudaginn 1. október kl. 13.30. Jóhann Geirsson, Áslaug Í. Valsdóttir, Þorsteinn Geirsson, Jóna Kristjáns- dóttir, Sigurður G. Geirsson, Guðveig Nanna Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Ágústa Margrét Ólafsdóttir húsfreyja, Úthlíð, Biskupstungum, verður jarðsungin frá Skálholtskirkju laugardaginn 2. október kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Stofnaður hefur verið minningarsjóður Úthlíðarkirkju til minningar um Ágústu Margréti Ólafsdóttur. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóðinn, reikningsnúmer: 5712923009 - 152 - 15 - 371865 í Landsbankanum á Selfossi. Björn Sigurðsson, Ólafur Björnsson, Inga Margrét Skúladóttir, Sigríður Björnsdóttir, Ólafur Ingi Sigurgeirsson, Hjördís Björnsdóttir, Þorsteinn Sverrisson, Jónína Birna Björnsdóttir, Hjörtur Freyr Vigfússon og barnabörn. ANDLÁT Kristján Sigurðsson múrari lést 19. september. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Ástgeir Arnar Ingólfsson, Engjavegi 85, Selfossi, lést 24. september. Sighvatur Kristjánsson, Hjarðarslóð 4c, Dalvík, lést 25. september. Pétur Jóhannesson, Grundarbraut 4a, Ólafsvík, lést 26. september. Gunnar Loftsson, Sogavegi 32, lést 27. september. Þóra Guðmundsdóttir, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést 27. september. Bjarndís Jónsdóttir, Skúlagötu 40b, lést 27. september. Ásgeir Einarsson, Smáratúni 35, Kefla- vík, lést 27. september. JARÐARFARIR 13.30 Eiríkur Helgason, frá Akureyri, Garðastræti 19, Reykjavík, verður jarðsettur frá Bústaðakirkju. 13.30 Bragi Gunnarsson, Eyrarholti 7, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju. 15.00 Jóhannes Zöega, fyrrverandi hita- veitustjóri, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni. SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR » Vaka-Helgafell hefur gefið út bók-ina Barn verður til með ljós- myndum Lennart Nilsson og texta prófessors Lars Hamberger. Þetta heimskunna verk Lennarts Nilsson var fyrst gefið út 1965 og vakti þegar í stað mikla athygli vegna ljósmynd- anna af þróun fósturs í móður- kviði. Bókin hefur verið þýdd á 20 tungumál og selst í milljónum eintaka. Undrið gerist í líkama konunnar – sáð- fruma finnur eggfrumu og nýtt líf kviknar. Bókin lýsir þessu ferli, allt frá getnaðinum til töfrastundarinn- ar þegar barnið fæðist. Þessi útgáfa verksins er sú fjórða í röðinni og gerbreytt frá fyrri gerðum. Þetta er jafnframt fyrsta útgáfa verksins á ís- lensku en Guðrún Svansdóttir þýddi bókina. Nær allar myndirnar eru nýjar, þó að sumar hinna sígildu fái að vera með áfram. Hjá Máli og menningu er komin útbókin Lærum að nema eftir Ástu Kristrúnu Ragnarsdóttur. Lærum að nema er námskerfi fyrir fólk á öllum aldri, innan sem utan hins hefð- bundna skóla- kerfis. Í Lærum að nema er tekið mið af þeim þátt- um sem ráða úr- slitum um árang- ur í námi. Horn- steinninn er lestr- arlíkan sem felur í sér markvisst ferli við nám og hvers konar þekkingar- leit, ásamt því að leiðbeint er um hugarfar, einbeitingu og ákjósanlega lifnaðarhætti. Saman við lestrarlíkan- ið fléttast aðrir þættir námskerfisins: glósugerð, tímastjórnun, streitu- og kvíðastjórnun og próftaka – svo úr verður ein heild. NÝJAR BÆKUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.