Fréttablaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 51
FIMMTUDAGUR 30. september 2004 43 Eingöngu fyrir GSM kort frá Símanum. Nokia 6610i Léttkaupsútborgun: og 1.500 kr. á mán. í 12 mán. 1.980kr. 19.980 kr. Verð aðeins: • Litaskjár • 3ja banda • FM útvarp • Innbyggð myndavél 800 7000 - siminn.is Prentaðu út þínar eigin MMS-myndir Komdu við í verslun Símans í Ármúla, Smáralind eða Kringlunni og kynntu þér möguleika MMS hjá Símanum. Við bjóðum þér að prenta út mynd þér að kostnaðarlausu. Myndasímar á tilboðsverði N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .i s / N M 1 3 4 6 5 Komdu með gamla GSM símann þinn til okkar og fáðu sem svarar 2.000 kr. upp í þann nýja. • 4096 litaskjár með 128x128 punkta upplausn • Myndavél: VGA, 640x480 punkta upplausn • 4 MB innbyggt minni • Innbyggður stafrænn áttaviti og margt fleira Nokia 5140 Léttkaupsútborgun: og 2.000 kr. á mán. í 12 mán. 5.980kr. 29.980 kr. Verð aðeins: Eingöngu fyrir GSM kort frá Símanum. Þó að gítarleikarinn Fróði Finns- son hafi ekki náð tvítugsaldri hafði hann gífurleg áhrif á rót íslensku rokksenunnar fyrir ára- tug síðan, og er nú vaxin úr grasi. Hann sigraði Músíktilraunir árið 1991 með hljómsveit sinni In- fusoria, sem síðar breytti nafninu í Sororicide. Eftir að dauðarokkararnir uppgötvuðu nýbylgjuna, klipptu af sér síða hárið og tróðu þunga- rokksbolunum lengst inn í skáp, fylgdi hann líka í kjölfarið. Þá stofnaði hann ásamt félögum sín- um Sölva Blöndal, Gauki Úlfars- syni bassaleikara og Boga Reyn- issyni hljómsveitina SSSPan. Sú þótti ein sú grófasta og harðasta rokksveit senunnar og gerðu liðsmenn upp úr því að vera eins fráhrindandi og þeir gátu á tón- leikum. Bogi söngvari og Fróði voru oftar en ekki ofan á tónleikagest- um meðan á tónleikunum stóð. Gaukur og Sölvi grettu sig og ulluðu framan í áhorfend- ur sem tóku móðgununum alltaf sem skemmtun. Sölvi átti síðar eftir að stofna Stjörnukisa ásamt Boga, en sagði svo skilið við þá sveit eftir að Quarashi rúllaði af stað. Fróði spilaði svo líka með Texas Jesú um tíma. Fróði var áberandi á tónlistar- senunni og átti vini í flestum þeim sveitum sem voru að ryðja sér til rúms á þessum tíma. Hann var einnig kærasti Elízu Geirs- dóttur úr Kolrössu Krókríðandi, á þeim tíma sem þær unnu Mús- íktilraunir árið 1992. Fróði dó 30. september árið 1994, eftir langa baráttu við krabbamein. Í dag eru því liðin 10 ár frá því að hann dó. Vinir hans ætla að minnast hans á eina háttinn sem þeir kunna, með því að spila tónlist honum til heiðurs. Stærsti viðburðurinn er lík- legast sá að SSSpan ætlar að taka nokkur lög. Gítarleikari Stjörnu- kisa, Gísli, spilar part Fróða. Aðrar sveitir sem koma fram í Iðnó í kvöld verða Scandinavia, Hot Damn, Ghostigital, Drep, Singapore Sling og Trabant. Hús- ið opnar kl 20, aðgangur er ókeypis. ■ Þeir sem hlut eiga að máli í þýska tónlistarbransanum hafa lagt til að ákveðinn huti popptónlistar ætti að vera fluttur á þýsku. Þeir hafa áætlað að um 10% af spilun- arlistum þýskra útvarpsstöðva sé sungið á þýsku. Í nágrannalönd- unum Frakklandi, Ítalíu og á Spáni er hlutfall laga sungið á móðurmálinu hins vegar um 50%. Þýsk þingnefnd kemur saman á miðvikudag til að skoða málið. „Það er oft sagt að hver sem getur búið til góða tónlist komist í útvarp, en það er bara ekki satt,“ segir Bjoern Akstinat, formaður skrifstofu útflutnings á þýskri tónlist. Micha Rhein, meðlimur þýsku hljómsveitarinnar In Extremo, tekur undir þessi orð og segir að þótt plata þeirra hafi verið í þriðja sæti sölulista í nokkrar vikur hafi kynningarfull- trúar þeirra virkilega þurft að hafa fyrir því að koma lögum þeirra á spilunarlista útvarps- stöðvanna. Almennt er það talið af fólki í tónlistarbransanum að ef það á að ná velgengni erlendis, þurfi stuðning heiman að. Þýskaland er eitt af fimm stærstu tónlistarmörkuðum heims og rétt rúmlega helmingur þeirra tónlistarmanna sem vel gengur er þýskur. Útvarpsstöðvarnar eru þegar farnar að verjast og segir fram- kvæmdastjóri Radio Fritz í Berlín að útvarpsstöðin muni einungis lifa ef hún getur valið bestu lögin til að spila. Þeir myndu spila lög á þýsku, þau sem eru í boði séu bara ekki í samræmi við óskir hlust- enda. ■ Fróða minnst með tónum Hver er Four Tet? Four Tet er í hópi at- hyglisverðustu raftón- listarmanna yngri kyn- slóðarinnar í dag. Hann heitir réttu nafni Kieran Hebden og er frá Bretlandi. Plata hans Rounds fangaði athygli grúskara um allan heim og áður en hann vissi var hann búinn að landa upp- hitun fyrir Radiohead. Tónlistinni svipar þó nokkuð til þess sem íslenskir raftónlistar- menn á borð við Múm og Mugison búa til. Órafmögnuðum gíturum blandað saman við skrýtna raftakta og djössuð bít. Ekki missa af þessum á Airwaves- hátíðinni. | HLJÓMSVEIT VIKUNNAR | FRÓÐI FINNSSON Þrátt fyrir að hafa dáið ungur að aldri hafði hann mikil áhrif á tónlistarmenn íslensks samtíma. RAMMSTEIN Þungarokkshljómsveitin Rammstein hefur notið mikilla vinsælda, þrátt fyrir að syngja á þýsku. Meira þýskt popp í útvarp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.