Fréttablaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 14
14 30. september 2004 FIMMTUDAGUR VILL REYKBANN Það mátti vera ljóst hver væri málstaður læknisins Peters Terry þegar hann bankaði upp á hjá oddvita skosku heimastjórnar- innar. Hann afhenti Jack McConnell bréf frá þúsund skoskum læknum sem vilja láta banna reykingar á opinberum stöðum. John Kerry og George W. Bush á sama sviði í fyrsta sinn: Bush með forskot fyrir fyrstu kappræður BANDARÍKIN George W. Bush, Banda- ríkjaforseti og forsetaefni repúblik- ana, hefur átta prósentustiga for- skot á demókratann John Kerry samkvæmt nýrri skoðanakönnun Pew. Samkvæmt henni fengi Bush 48 prósent atkvæði en Kerry 40 prósent. Fyrstu kappræður Bush og Kerrys fara fram í kvöld. Að sögn Pew stofnunarinnar gætu kappræð- urnar haft meiri áhrif nú en kapp- ræður hafa oft haft í forsetakosn- ingum. Það er vegna þess að enn sé hvorugur frambjóðandinn kominn með óvinnandi forskot og eins gefi kappræðurnar Kerry tækifæri á að kynna sig betur fyrir kjósendum en hann hefur gert til þessa. Sam- kvæmt könnun Pew ætlar 61 pró- sent líklegra kjósenda að horfa á kappræðurnar, fyrir fjórum árum var það hlutfall aðeins 43 prósent. Stóru sjónvarpsstöðvarnar í Bandaríkjunum eru allt annað en ánægðar með samkomulag kosn- ingastjóra Bush og Kerrys um form kappræðanna að sögn CNN. Meðal annars eru þær ósáttar við ná- kvæmar reglur um hvað megi mynda, hvernig megi spyrja og jafnvel hvernig farða eigi fram- bjóðendurna. Þá gagnrýna þær að aðeins á að hleypa stuðningsmönn- um hvors um sig í sjónvarpssal en engum óákveðnum kjósendum. ■ Tekið á stafrænum rummungum Í Bandaríkjunum er verið að herða löggjöf um höfundarréttarbrot. Stafrænn hugverkaþjófnaður er talinn vaxandi vandamál víða um heim. Spjótum er beint bæði að tölvunotendum sem skiptast á skrám og þjófum sem afrita efni til sölu. Í Bandaríkjunum getur varðað allt að sex ára fangelsi fyrir að nota myndbandstökuvélar til að taka upp sýningar í kvikmyndahúsum, ef frumvarp sem neðri deild Bandaríkjaþings samþykkti á þriðjudag verður að lögum. Lögin sem nefnast „Piracy Deterrence and Education Act,“ gera yfir- völdum líka auðveldara að lög- sækja netnotendur sem dreifa miklu magni af tónlist og öðru efni sem varið er höfundarrétti. Framleiðendur kvikmynda og tónlistar hafa sífellt auknar áhyggjur af ólögmætri stafrænni afritun og dreifingu efnisins. Í Bandaríkjunum hefur sjónum mikið verið beint að venjulegum tölvunotendum sem sækja sér hug- búnað, tónlist og kvikmyndir á netið og deila með öðrum not- endum með þar til gerðum hug- búnaði. Einna frægast slíkra forrita var skráadeiliforritið Napster sem sett var lög- bann á. Í kjölfarið spratt upp fjöldi ámóta forrita sem tölvunotendur skiptu yfir í, svo sem Kazaa og WinMX. Hér á landi ber einna mest á notkun forrits að nafni DC++ , en með því geta tölvunotendur skipst á skrám innanlands og þurfa ekki að ganga á erlenda niðurhalskvóta sína. Skráadeiliforrit Ekki er deilt um að ólögmæt dreifing höfundarréttarvarins efnis er hægt að meta á svimandi háar upphæðir, að því gefnu að fólkið sem deilir skránum keypti sér efnið fengist það ekki ókeypis. Samtök kvikmyndaframleiðenda í Bandaríkjunum (MPAA) halda því til að mynda fram að sökum ólög- legrar afritunar kvikmynda verði iðnaðurinn af tekjum sem nemi meira en þremur milljörðum Bandaríkjadala á ári. Til að bregðast við ólöglegri af- ritun og dreifingu einstaklinga hefur verið gripið til þess að setja sérstakar afritunarvarnir á hljóm- diska og DVD-kvikmyndir. Oftar en ekki eru samt fljótlega komnar fram leiðir til að brjóta slíkar afrit- unarvarnir á bak aftur þannig að notendur með einbeittan brotavilja geta haldið áfram að afrita og dreifa efninu. Þá eru vísbendingar um að lögsóknir Samtaka höfund- arrétthafa í Bandaríkjunum á hendur einstaklingum sem notast hafa við slík skráadeiliforrit hafi skilað þeim árangri einum að þeir sem nota slíka þjónustu skipti nú örar á milli forrita og hafi fært sig frá þekktari forritum yfir í minna þekkt. Notendur Kazaa eru nú til dæmis um 16 milljónir talsins, en voru yfir 30 milljónir. Diskar speglaðir Helsta gagnrýnin á áherslur höfundarrétthafa hefur hins vegar verið á þá leið að þarna sé ekki verið að taka á stærsta vanda iðn- aðarins, því í raun sé fólk ekki að nota skráaskiptin í hagnaðarskyni og myndi tæplega kaupa efnið hvort eð er. Þá hafi tónlistarskipti fólks endurvakið áhuga á tónlist og gefið fólki kost á að kynna sér listamenn og ákveða hvort það vilji kaupa tónlist þeirra. Alla jafna vilji fólk eiga lögmæt ein- tök kvikmynda og tónlistar, enda séu þau í eigulegum umbúðum og framsetning með eðlilegum hætti. Þar kemur að helsta vanda framleiðenda stafræns efnis, sem er ólögleg afritun sem stunduð er í magni sums staðar í Asíu og fyrrum austantjalds- löndum. Þá er notaður afritunar- búnaður sem iðnaðurinn kemur engum vörnum við. Geisladiskar eru „speglaðir“ með afritunar- vörnum og öllu og búið um þá til sölu í áprentuðum hulstrum og svo eru diskarnir seldir fyrir brot af því sem þeir kosta séu þeir keyptir með lögmætum hætti. Gildir þá einu hvort um er að ræða rándýr forrit, tónlistar- diska eða DVD-kvikmyndir. Stolinn hugbúnaður Rússland er eitt þeirra ríkja sem hefur verið skálkaskjól staf- rænna höfundarréttarbrjóta. Undir lok síðasta árs kom upp mál þar sem teikniforrit að nafni RaceCAD var selt á netinu, en það var byggt á gögnum sem stolið hafði verið frá bandarísku fyrirtæki að nafni Ali- bre. Í Rússlandi hefur þó raunar töluvert verið gert til að koma á lagaumhverfi sem tekur á höfund- ÓLI KRISTJÁN ÁRMANNSSON, BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING STAFRÆN SJÓRÆNINGJA- STARFSEMI VÍÐA UM HEIM GEORGE W. BUSH Bush hafði betur í kappræðum við Al Gore fyrir fjórum árum. Flugfreyjur og -þjónar: Þiggja ekki erlend kjör KJARAMÁL Þrjátíu og fjórar flug- freyjur og flugþjónar hjá Iceland Express sem var sagt upp störfum í gær ætla ekki að þiggja endurráðn- ingu hjá Astraeus, bresku flug- rekstrarfélagi. Forsvarsmenn Ice- land Express buðu fólkinu endur- ráðningu á sambærilegum kjörum og áður en með lengri vinnuskyldu og breyttum vaktatíma. Ásdís Eva Hannesdóttir, for- maður Flugfreyjufélagsins, segir að félaginu beri skylda til að ganga til viðræðna við Iceland Express um kjarasamning sem rennur út 31. október og það sama eigi við flug- félagið. ,,Það getur ekki ákveðið ein- hliða að stýra kjörum flugfreyja út af stéttarfélagsmarkaðnum. Svona fyrirtæki ber samfélagslega skyldu.“ Ásdís segir félagið skekkja samkeppni með því að breyta for- sendum kjarasamninga. ■ STAFRÆN MIÐLUN EFNIS Framleiðendur kvikmynda í Bandaríkjunum áætla að þeir verði af tekjum sem nemi þremur milljörðum Bandaríkjadala á ári vegna ólöglegrar afritunar kvikmynda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.